Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 31.10.2005 | 13:11Bankakerfið bregst

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Fréttablaðið hefur upplýst að íslenska bankakerfið vill ekki lána til atvinnuuppbyggingar í Arnarfirði. Viðskiptabankinn, sem írskt stórfyrirtæki leitaði til, sagði nei, við lánum ekki. Kalkþörungaverksmiðjan, sem á að reisa á Bíldudal, nýtir setlög í botni fjarðarins og vinnur úr þeim vöru sem fer í frekari vinnslu erlendis. Minnir verksmiðjan um margt á Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum, sem starfað hefur í nærri 30 ár og er nú að mestu í eigu erlendra aðila.Verksmiðjan í Arnarfirðinum er talin verða arðbær, enda leggja írsku eigendurnir fram verulegt fé og auk þess kostar ríkissjóður Íslands að miklu leyti nauðsynlegar hafnarframkvæmdir á Bíldudal fyrir verksmiðjuna. En íslenski viðskiptabankinn, einn af þessum sem eru að hagnast um 66 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs, sagði þvert nei.

Jafnvel þótt verkefnið sé arðbært þá vill bankinn ekki taka tryggingar fyrir láninu í verksmiðjunni af þeirri einni ástæðu að hún er á Bíldudal. Væri hún reist á höfuðborgarsvæðinu gegndi öðru máli, þá væri bankinn til í að lána. Upplýsingafulltrúi Landsbankans segir í Fréttablaðinu að bankinn láni ef tryggingar eru í lagi, hvort sem það er á landsbyggðinni eða í Reykjavík. Þeir hefðu kannski lánað til bjórverksmiðju á Bíldudal.

Það sem blasir við er það mat viðskiptabankans að tryggingar eru ekki í lagi ef þær eru í Arnarfirðinum. Það blasir líka við að bankinn, sem í hlut á, vill ekki taka þátt í atvinnuuppbyggingu fyrir vestan. Bankinn meira að segja vill beina uppbyggingunni suður.

Ekki urðu aðrir íslenskir bankar til þess að taka málið að sér. Það þurfti erlendan banka til þess að fjármagna verkefnið. Sá banki hafði trú á eigandanum, verkefninu og staðnum. Ekki íslensku bankarnir, þeir lána ekki. Ég er ekki grunlaus um að þetta viðhorf íslensku bankanna komi líka fram þegar fólk sækir um lán til íbúðakaupa. Þá fæst ekkert lán, af því að þeir eru búnir að afskrifa ákveðin landssvæði.

Sú krafa stendur á íslensku bankana að eigendur þeirra gefi skýr svör við spurningunni hvers vegna þeir láni ekki og á hvaða landssvæðum þeir láni ekki. Hvenær hætti Landsbanki Íslands að vera banki allra landsmanna? Var það þegar hann var seldur úr eigu ríkisins fyrir smáaura? Hætti Búnaðarbankinn að þjóna dreifbýlinu þegar hann hvarf ofan í gin Kaupþingsins?

Íslenska bankakerfið hefur brugðist. Það hefur brugðist erlendu fyrirtæki sem vill hætta sínu fé til að efla atvinnulíf á Íslandi. Það hefur brugðist íbúum svæðisins, þar sem verksmiðjan mun rísa og margir þeirra hafa verið áratugum saman viðskiptavinir bankanna og bankakerfið hefur brugðist íslensku þjóðinni, sem hefur trúað því að nýir eigendur bankanna líti á það sem sitt hlutverk að efla og treysta byggð á Íslandi og eftir atvikum í samstarfi við ríkið.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lét hafa það eftir sér að það væri engin skylda hjá einkarekinni lánastofnun að lána og menn gætu snúið sér til annarrar lánastofnunar ef mönnum þætti vinnulag einnar ekki vera við hæfi. Þessi ummæli lýsa kannski nýjum tíma í fjármálaheiminum best, þar á bæ telja menn sig ekki hafa neinar skyldur, ekki einu sinni til þess að fjármagna arðbær verkefni. Ja, sveiattan.

Kristinn H. Gunnarsson kristinn.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli