Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson | 30.10.2005 | 12:10Samfylking tekur upp stefnu ríkisstjórnarinnar

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
Þá höfum við fengið að vita það. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar hefur gefið það út að stefna hennar flokks í sjávarútvegsmálum sé í raun sú sama og stefna ríkisstjórnarflokkanna. Öðruvísi er ómögulegt að túlka orð hennar í ræðu sem hún flutti á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna í gær. Enda eru þeir hjá LÍÚ ánægðir með sína konu. Svo ánægðir að þeir birta ræðu hennar í heild sinni á heimasíðu samtakanna.

Augljóst er að ræða Ingibjargar vekur vægast sagt blendnar tilfinningar hjá mörgum Íslendingum, og skiptir þá kannski litlu máli hvort þeir hafi kosið Frjálslynda flokkinn, Vinstri græna eða Samfylkingu eða jafnvel stjórnarflokkana fyrir síðustu Alþingskosningar. Sigurjón Þórðarson félagi minn veltir upp nokkrum grundvallarspurningum í ágætum pistli á heimasíðu sinni í dag. Ég þarf því ekki að endurtaka þær.

Hins vegar langar mig til að víkja örfáum orðum að öðru í málflutningi formanns Samfylkingarinnar. Í viðtali við ríkisútvarpið í gær sagði hún. „Og við erum auðvitað tilbúin til þess að hlusta á útgerðarmenn, en þá verða þeir líka að hætta að tala um þetta sem sína eign og aðrir verða að hætta að velta stöðugt fyrir sér hver fékk hvað á silfurfati fyrir 20 árum eins og stundum er sagt, hver græddi á auðlindinni fyrir 20 árum, hverjir fóru með hvaða fjármuni út úr greininni vegna þess að það hefur enga þýðingu lengur nema bara sem sagnfræðilegt viðfangsefni".

Augljóst er að formaður Samfylkingar þekkir ekki sögu íslensks sjávarútveg undanfarin 20 ár. Hún gerir sér ekki grein fyrir því að þetta hófst allt þá og hefur verið að gerast allar götur fram á þennan dag. Kvótasetning á hinum ýmsu fisktegunum og bátaflokkum. Til að mynda nú tiltölulega nýverið á skötusel, keilu og löngu. Veit hún ekki að trillunum var troðið í kvóta, nú síðast fyrir einu og hálfu ári?

Veit hún hverjar afleiðingarnar hafa verið? Afleiðingar sem enn eru að koma fram af fullum þunga, vegna ferlis sem sífellt er að vinda upp á sig? Hröð samþjöppun á kvóta, fækkun báta, fækkun atvinnutækifæra á landsbyggðinni, nánast alger útilokun á eðlilegri nýliðun ungra manna í greinina, lénsherraskipulag þar sem kvótalausir útgerðamenn eru misskunalaust arðrændir af þeim sem eiga kvóta, byggðaþróun í sjávarbyggðum sem fá ekki borið hönd yfir höfuð sér á erfiðum tímum af því að það er búið að hirða af þeim nýtingarréttinn á þeirra mikilvægustu auðlind?

Þetta er allt grafalvarleg mál og það er ábyrgðarleysi að afgreiða þessa þróun sem einhverja sagnfræði því við eigum enn eftir að upplifa afleiðingar þess sem hefur verið að gerast og mun að óbreyttu halda áfram að gerast.

Ég held að Ingibjörg Sólrún hafi ekki sérstaklega mikið vit á sjávarútvegi, né að hún borgarfrúin sé í neinu sambandi við venjulegt fólk á landsbyggðinni, enda kom það í ljós í ræðu hennar að hún hefur verið að lesa sér til um greinina undanfarið:

„Við undirbúning þessa ávarps greip ég niður í ýmsar greinar og tölfræði til að freista þess að fá sæmilega heildarmynd af stöðu og þróun greinarinnar“.
Þetta var svo haft eftir Ingibjörgu í fréttum sjónvarps RUV í gærkvöldi: „Ingibjörg Sólrún segir ekki á dagskrá Samfylkingarinnar að skera kerfið upp. Kvótakerfið sé í sjálfu sér ágætt, spurningin sé hvernig skuli útdeila nýtingarréttinum á auðlindinni“.

Hún talaði líka um að útgerðarmenn ættu að greiða sérstakt gjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. Það er er þegar gert í dag með hinu svokallaða veiðigjaldi (sem ég er á móti).

Við vitum sem sagt nú að formaður Samfylkingar telur að kvótakerfið sé gott í sjálfu sér. Hún talar um auðlindaskatt sem þegar er búið að setja á greinina? Hún nefnir stefnu Samfylkingar í sjávarútvegsmálum hvergi í ræðu sinni og því geri ég ráð fyrir því að hún og flokkurinn hafi nú yfirgefið þá stefnu, en í staðinn tekið upp sjávarútvegstefnu ríkisstjórnarflokkanna.

Í kosningastefnu flokksins sem var samþykkt í apríl 2003, var þetta að finna um sjávarútvegsmál: Samfylkingin telur að úthluta eigi nytjum sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar á grundvelli jafnræðis en ekki forréttinda hinna fáu. Núverandi fiskveiðistjórnkerfi er mesta ranglæti nútímans. Samfylkingin vill að kvótinn verði innkallaður í smáum, árlegum áföngum, þannig að sjávarútvegurinn geti lagað sig að breytingunum og að sem mest sátt verði um þær. Þetta er svokölluð fyrningarleið. Eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sjávar verði skráð í stjórnarskrá lýðveldisins. Kvóti verði boðinn til leigu um lengri og skemmri tíma til að tryggja í senn stöðugleika og sveigjanleika. Kvótaleiga verði greidd þegar afla hefur verið landað. Fiskveiðistefna Samfylkingarinnar dregur úr hvata til brottkasts og tryggir fiskvernd, jafnræði þegna og atvinnugreina og sanngjarnt auðlindagjald. Mikilvægt er að strandbyggðir njóti nálægðar sinnar við gjöful fiskimið og grunnslóðaveiðar fái möguleika til þess að vaxa.

Kjósendum sem studdu Samfylkinguna fyrir síðustu Alþingiskosningar og fram á þennan dag, meðal annars vegna stefnu hennar í sjávarútvegsmálum, hlýtur að vera brugðið í dag. Ekkert var að finna um sjávarútvegmál í stjórnmálaályktun landsfundar Samfylkingarinnar sem haldinn var í maí þar sem Ingibjörg var kosinn formaður. Það þarf ekki eldflaugaverkfræðing til að reikna út í hvaða átt Samfylkingin stefnir undir forystu Ingibjargar Sólrúnar. Hún stefnir í eina sæng með Íhaldinu eftir næstu kosningar.

Við í Frjálslynda flokknum ætlum hins vegar ekki að svíkja okkar kjósendur. Við höldum ótrauð við okkar stefnu í fiskveiðimálum þar sem við viljum opna kerfið neðan frá til að hleypa nýjum aðilum í greinina og rétta hjálparhönd til sjávarbyggðanna þannig að fólkið þar geti aflað sér tekna og lífsviðurværis með því að sækja í gullnámu hafsins.

Við ætlum ekki takmarka nýtingarrétt þeirra sem eru í greininni heldur bjóða þeim upp á að skipta kvótum fyrir sóknarmark og veiðafærastýringar. Við viljum líka grípa til annarra aðgerða til að fiskveiðum hér við land verði stýrt af meiri skynsemi en hingað til hefur tíðkast. Kjósendur sem leggja áherslu á byggðamál og réttlæti í sjávarútvegsmálum, munu hafa skýran valkost hjá okkur fyrir næstu kosningar.

Þeir ættu hins vegar ekki að binda ráð sitt við þann refshala sem Samfylkingin er undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli