Frétt

| 02.11.2001 | 12:08Múrkraftur ehf. ætlar að byrja á átta húsum sem Tækniþjónusta Vestfjarða hf. hannar

Séð yfir Tungudal. Fyrirhugað byggingarsvæði er handan árinnar og lóðirnar þar sem Múrkraftur ehf. hyggst byggja eru hægra megin á miðri mynd, rétt fyrir ofan húsin í Neðri-Tungu.
Séð yfir Tungudal. Fyrirhugað byggingarsvæði er handan árinnar og lóðirnar þar sem Múrkraftur ehf. hyggst byggja eru hægra megin á miðri mynd, rétt fyrir ofan húsin í Neðri-Tungu.
Múrkraftur ehf. í Ísafjarðarbæ, fyrirtæki þeirra Hermanns Þorsteinssonar og Péturs Alberts Sigurðssonar, hefur gert samkomulag við Tækniþjónustu Vestfjarða hf. um hönnun átta einbýlishúsa í hinu nýja íbúðarhverfi sem skipulagt hefur verið á Tunguskeiði innan við Ljónið á Ísafirði. Stefnt er að því að byggingarframkvæmdir geti hafist næsta sumar og að hægt verði að flytja inn í fyrstu húsin næsta haust. Hér verður um svokölluð kubbahús að ræða, en þar er steinsteypu rennt í mót þar sem einangrun er bæði að utan og innan. Bílskúrar verða við hvert hús.
Hér verður um fyrstu nýbyggingar íbúðarhúsnæðis í nýju hverfi á Ísafirði um langt árabil. Slíkar lóðir hafa ekki verið fáanlegar á Ísafirði allt frá því að nýja Seljalandshverfið dæmdist úr leik eftir snjóflóðið á Seljalandsdal um miðjan síðasta áratug og þangað til þetta nýja byggingarsvæði hafði verið skipulagt.

Múrkraftur ehf. sótti um lóðirnar átta í sumar og fékk þær og lýstu bæjaryfirvöld sérstakri ánægju sinni með þetta frumkvæði. Þær lóðir sem hér um ræðir eru innst og neðst í hinu væntanlega hverfi, rétt fyrir ofan Neðri-Tungu. Staðsetning lóðanna hefur þann kost í för með sér fyrir aðra sem vilja byggja í hverfinu, að aðrar lóðir verða strax komnar í samband við gatna- og veitukerfi og auðvelt verður að koma sér upp húsi með öllu tilheyrandi.

Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir, að gatnaframkvæmdir hefjist í vor, ef fyrir liggi að þarna verði byggt. Jafnframt verði þá lögð á það áhersla, að áfram verði byggt í neðri hluta hins nýja íbúðarhverfis eða þeim hluta sem er nær ánni, áður en götur ásamt tilheyrandi verði lagðar í efri hlutanum. Heildarkostnaður bæjarins vegna alls gatna- og veitukerfisins á nýja byggingarsvæðinu er áætlaður um 100 milljónir króna en um 60 milljónir í neðri hlutanum sem tekinn yrði fyrst. Í þeirri tölu er jafnframt stofnbraut fyrir allt hverfið. Halldór reiknar með að í fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir nauðsynlegum framkvæmdum af hálfu bæjarins til þess að menn geti farið að byggja.

Húsin sem Múrkraftur ehf. ætlar að reisa verða „á besta stað í heiminum“, eins og Hallvarður Aspelund hjá Tækniþjónustu Vestfjarða komst að orði. Þar er gengið að heita má beint út í útivistarsvæði Ísfirðinga í Tungudal, golfvöllurinn og gönguskíðasvæðið eru þar rétt hjá og silungsáin við túnfótinn.

Hermann kveðst bjartsýnn á sölu á þessum húsum. „Þau verða bæði ódýr og góð. Það eykur líka bjartsýnina að lesa fréttir eins og í nýjasta Bæjarins besta um líflegri sölu á íbúðarhúsnæði og um ungt fólk sem vill koma vestur og setjast hér að.“

Góð reynsla er af kubbahúsunum svokölluðu. Byrjað var að nota þessa byggingaraðferð hérlendis fyrir um 15 árum og hafa þegar verið reist yfir 600 slík hús. Byggingarmátinn er auðveldur og einfaldur, að sögn Hermanns, og húsin eru betur einangruð en venjulegt hefur verið. Að sögn er orkusparnaðurinn allt að 40% miðað við algeng einbýlishús. Auk samkomulagsins við Tækniþjónustu Vestfjarða hefur verið gert samkomulag við Rafskaut ehf. á Ísafirði um hönnun raflagna í húsin.

Væntanlegar götur í hinu nýja hverfi hafa ekki hlotið nöfn. Bæjaryfirvöld auglýstu á sínum tíma eftir tillögum en lítið eða ekkert brúklegt mun hafa komið út úr því. E.t.v. væri gagnlegt að lesendur kæmu með hugmyndir eða tillögur í Netspjalli Bæjarins besta.

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli