Frétt

mbl.is | 28.10.2005 | 08:38Íslensku jafnréttislögin óljós og bjóða upp á mistúlkun

Tiltekin ákvæði íslenskra jafnréttislaga myndu ekki standast skoðun færu þau fyrir EFTA dómstólinn. Þetta er mat danska doktorsins Byrial Bjørst, sem er sérfræðingur í jafnréttislöggjöf, en hann flutti erindi um samanburð sinn á íslensku og evrópsku löggjöfinni er varðar launajafnrétti á málþingi Jafnréttisráðs um launajafnrétti sem fram fór í gær. Í samtali við Morgunblaðið benti Bjørst á að ýmis ákvæði íslenskra jafnréttislaga eru orðuð öðruvísi en upprunalega Evróputilskipunin. Nefndi hann sérstaklega þrjá þætti sem valdið gætu vandræðum ef mál færi fyrir EFTA dómstólinn. "Í fyrsta lagi ber að nefna að eitt af höfuðatriðunum þegar kemur að jafnréttislöggjöfinni er að nauðsynlegt þykir að lögin séu skiljanleg almenningi, sökum þess að þeim er ætlað að vernda hagsmuni almennings. Þegar hins vegar er litið til íslensku laganna þá er í 14. grein talað um að konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skuli greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Það er þetta orð sambærileg sem veldur vandkvæðum, því það virðist algjörlega óljóst hvað felst í þessu orði," segir Bjørst og bendir á að lögin séu óljós og bjóði því upp á mistúlkun, en samkvæmt evrópskum tilskipunum þurfi lagatextinn að vera skýr og megi ekki valda misskilningi.

Í tengslum við ofangreint ákvæði gagnrýnir Bjørst það að kveðið sé á um að bera eigi saman laun hjá sama atvinnurekanda. Bendir hann á að í upphaflegu tilskipuninni sé ekki gerð krafa um að fólk starfi hjá sama atvinnurekanda, heldur sé hægt að miða við laun í stærra samhengi og hjá öðrum fyrirtækjum í samskonar rekstri. Segir hann þessa kröfu íslensku löggjafarinnar því beinlínis brjóta gegn evróputilskipuninni.

Þriðja vandamálið sem Bjørst nefnir snýr að því að hérlendis liggi sönnunarbyrðin á starfsmanninum, telji hann starf sitt jafnverðmætt starfi annarra með hærri laun. Segir hann að þetta geti verið ein leið til þess að taka mál upp, en alls ekki sú eina. En með löggjöfinni séu möguleikar starfsmanns verulega takmarkaðir, sem sé í raun ólöglegt. Bendir hann á að evróputilskipunin kveði á um lágmarksréttindi, sem þýði að ríkjum sé heimilt að setja lög sem auki réttindi borgaranna, en sé að sama skapi óheimilt að setja lög sem takmarki réttindi almennings.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli