Frétt

bb.is | 28.10.2005 | 07:00„Óttast að þetta verði upphaf endalokanna fyrir litlu embættin“

Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík.
Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík.
Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík, segist telja það af og frá að lögreglan á Patreksfirði geti með góðu móti fallið undir stjórn lögregluembættisins á Ísafirði, eins og lagt er til í nýlegri skýrslu frá nefnd um nýskipan í lögreglumálum. „Almennt séð má viðurkenna að einhverjar breytingar eigi rétt á sér, þannig að fækka megi lögregluliðum og þar með lögreglustjórum eins og til dæmis á höfuðborgarsvæðinu og á norðanverðum Vestfjörðum“, segir Jónas. „Hins ber að geta að kerfið eins og það er í dag virkar mjög vel og breytingar því í sjálfu sér ekki mjög aðkallandi enda stöðugt aukið samstarf milli liða jafnt hér á Vestfjörðum sem annars staðar. Þá má ekki gleyma landafræðinni og aðstæðum á hverjum stað. Til dæmis tel ég það af og frá, eins og samgöngum er háttað, að lögregla á Patreksfirði fari undir stjórn embættisins á Ísafirði.“

Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála gerði það að tillögu sinni að lögregluembættum á Íslandi fækkaði úr 26 í 15, og þar af yrðu sjö svokölluð lykilembætti. Samkvæmt tillögunni á að sameina löggæslu í Bolungarvík og Patreksfirði við lögregluembættið á Ísafirði, sem þá verði skilgreint sem lykilembætti. Þá stakk nefndin að auki upp á að löggæsla í Reykhólahreppi og í Hólmavík yrði sameinuð lögregluembættinu í Borgarnesi. Þannig yrði einungis eitt lögregluembætti á Vestfjörðum.

Jónas segir að honum þætti miður að sjá lögregluumdæmi Strandasýslu og Austur-Barðastrandasýslu fara undir Borgarnes þótt að ákveðin landfræðileg rök mæli með því fyrirkomulagi. „Ég óttast hins vegar að það geti orðið til að veikja vestfirskt samstarf verulega, jafnt á sviði löggæslu sem annarra þátta sem Vestfirðingar mega alls ekki við.“

Í áðurnefndri skýrslu segir meðal annars að fámenn lögreglulið eigi í erfiðleikum með að standa undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar, þ.e.a.s. að sinna öllum störfum sínum vel, vera skilvirk, opin og jákvæð, sinna vel rannsóknum á flóknum sakamálum, tileinka sér nýjungar hratt og vel, og vera í stakk búin til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði löggæslu. Nýju fyrirkomulagi er ætlað að koma til móts við þessa erfiðleika, og leiða til bættrar þjónustu svo að sólarhringsvakt megi koma upp sem allra víðast.

„Ég hef þá trú að það eigi eftir að vefjast fyrir mörgum að sjá aukna þjónustu felast í því að færa yfirstjórn lögreglu fjær íbúum. Auðvitað er oft aukinn styrkur í færri og stærri einingum en þegar um er að ræða þjónustu við íbúa hinna dreifðu byggða er varhugavert að gera yfirstjórnina of fjarlæga. Ég fæ ekki séð að unnt sé að breyta núverandi kerfi að ráði þar sem lögreglumaður eins og til dæmis á Hólmavík eða Patreksfirði hlýtur að jafnaði að þurfa að vera til staðar á vakt eða bakvakt og geta brugðist við ef á þarf að halda. Vart verða lögreglumenn annars staðar frá sendir í útköll á þessa staði. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar mun í nánustu framtíð svara fyrir flest embætti um landið og beina þeim lögreglumönnum sem næstir eru hverju sinni á vettvang. Það má því segja að það sé þegar til staðar sólarhringsvakt víðast hvar um landið.“

Þá segir Jónas að núverandi uppbygging löggæslunnar hafi að sínu viti ekki dregið úr gæðum rannsókna. „Þau skipti sem á hefur þurft að halda hafa minni embætti óhikað leitað til stærri embætta eða ríkislögreglustjóra um aðstoð. Hitt skal viðurkennt að æskilegt getur verið að ákærendur með meiri þjálfun en býðst hjá litlum embættum fari með hin stærri mál sem upp kunna að koma fyrir dómstólum. Þar höfum við þó embætti ríkissaksóknara ef í harðabakkann slær.“

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt hugmyndir um að flytja ýmis verkefni til sýslumanna. Meðal annars hefur verið rætt um útgáfu stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðs, afgreiðslu á leyfum útlendinga til fasteignakaupa og ættleiðingaleyfum, staðfestingu skipulagsskráa og eftirlit með sjóðum, löggildingu fasteignasala og fleiri verkefni. Jónas segist efast um að lögfræðingur sem starfar einn á afskekktum stað endist til langframa í embætti við sérverkefni af þessu tagi. „Ég tel að þau embætti sem missa löggæsluna verði hálf vængbrotin á eftir þar sem löggæsluþátturinn er það stór hluti af starfsemi hvers embættis. Ég óttast að þetta verði upphaf endalokanna fyrir litlu embættin“.

Nefnd um nýskipan í lögreglumálum lagði til að umræddum breytingum verði hrint í framkvæmd frá og með 1. júlí 2006.

eirikur@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli