Frétt

bb.is | 26.10.2005 | 15:18Ósáttur við hugmyndir um sölu á dráttarbraut Ísafjarðarhafnar

Dragnótarbáturinn Páll á Bakka festist í dráttarbrautinni í Suðurtanga síðla seinasta vetur eftir að sleði brautarinnar fór út af sporinu.
Dragnótarbáturinn Páll á Bakka festist í dráttarbrautinni í Suðurtanga síðla seinasta vetur eftir að sleði brautarinnar fór út af sporinu.
Marzellíus Sveinbjörnsson hjá Fasteignum Ísafjarðarbæjar segir mikla firru að ætla að selja dráttarbraut þá sem bærinn á í Suðurtanga, en á síðasta fundi hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar óskaði Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri eftir leyfi til að selja brautina ásamt öllum mannvirkjum sem henni tengjast. Hafnarstjórn leggur þó til að bærinn áskilji sér rétt til að hafna öllum tilboðum ef svo ber undir. „Samkvæmt nýju rammaskipulagi á að vera þarna íbúðabyggð í framtíðinni“, segir Marzellíus. „Mér leikur forvitni á að vita hvort bærinn ætli svo að selja slippinn fyrir slikk núna til þess eins að geta keypt hann aftur fyrir stórfé að nokkrum árum liðnum?“ Að sögn Marzellíusar stóð til að selja dráttarbrautina fyrir allmörgum árum síðan en þá hafi menn áttað sig á því að ekkert aðgengi er að dráttarbrautinni nema í gegnum lóð Skipanausts, og þá hafi verið hætt við allt saman. „Skipanaust á lóðina alveg að dráttarbrautinni, það þyrfti þá að koma að henni sjóleiðis. Ef það á að selja brautina þá þarf fyrst að semja við Skipanaust um aðgengi að henni. Nema að til standi að selja hana til flutnings, sem ég efa.“

Skipanaust hefur haft umrædda dráttarbraut í Suðurtanga á leigu síðastliðin ár, en samningur Skipanausts við Ísafjarðarhöfn rennur út nú um áramótin. Drög að rammaskipulagi voru lögð fram í byrjun mánaðarins en þar er lagt til að Suðurtanga verði skip í þrjú svæði, að austanverðu verði iðnaðar og hafnarsvæði, að vestanverðu, þar sem dráttarbraut Ísafjarðarhafnar er staðsett, verði íbúðabyggð, og í skeifu þar á milli er gert ráð fyrir háskóla og háskólagörðum. Þá er gert ráð fyrir því að naustið sjálft verði áfram, og sagði Guðni Geir Jóhannesson, formaður starfshópsins sem vann rammaskipulagið, að einhverjir hefðu séð fyrir sér að þar væri hægt að vinna að viðgerðum á skútum og sambærilegum bátum en ekki væri gert ráð fyrir skipasmíðastöð í núverandi mynd.

Marzellíus bætir því við að dráttarbrautin sé í afar lélegu ásigkomulagi. „Ég held það geti hreinlega verið að hún sé ólögleg. Teinarnir úti í sjónum eru svo óstöðugir að bátarnir sem eru teknir upp koma skakkir upp á brautina, sem veldur miklu álagi á skorðurnar, en þetta eru bráðabirgðaskorður fyrir 80-100 tonna báta sem voru settar upp fyrir löngu og eru orðnar mjög lélegar í dag. Það hefur ekki verið sett króna í þessa dráttarbraut í áraraðir. Einnig er mikil óvissa með það hvernig tryggingarmálunum er háttað þarna, hvort tryggja þurfi hvert skip fyrir sig, hver sé ábyrgur og þar fram eftir götunum“, segir Marzellíus.

„Ég átta mig heldur ekki á því hvað það er í stöðunni sem gerir það að verkum að hafnarstjóri vill selja. Af hverju vill hann selja slippinn núna þegar nýtt rammaskipulag stangast auðsjáanlega á við rekstur dráttarbrautar þarna á svæðinu. Auk þess sem ljóst er að það kaupir enginn ónýta hluti. Það eina sem ég sé í stöðunni núna er að farið verði í viðræður við Skipanaust um áframhaldandi leigu á brautinni þar til annað er í stöðunni. Þar til kemur í ljós nákvæmlega hvernig mál fara þarna á svæðinu. En ef það reynist lífsnauðsynlegt að selja dráttarbrautina núna, þá finnst mér að nota ætti ágóðann til að holufylla veginn niður í Suðurtanga“, segir Marzellíus, en eins og komið hefur fram á bb.is er ásigkomulag vegs niður í Suðurtanga afar slæmt.

eirikur@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli