Frétt

Rúnar Guðbjartsson | 26.10.2005 | 10:36Um Reykjavíkurflugvöll

Rúnar Guðbjartsson.
Rúnar Guðbjartsson.
Sú gamla Reykjavík sem ég ólst upp í á síðustu öld, var með sinn ákveðna þokka. Þröngar götur sem urðu til þegar hestar og hestvagnar voru helstu samgöngutækin og mikið af skemmtilegum bárujárnsklæddum litlum húsum. Í dag er verið að eyðileggja þessa gömlu Reykjavík ekki má sjá auðan blett þá þarf að byggja á honum. Gömul lítil hús eru rifin og í staðinn byggð stærri margra hæða hús. Gömlu hverfin þola ekki þetta álag. Gamla Reykjavík er orðin yfirfull af bifreiðum, umferðin hæg og nánast útilokað að finna bílastæði.

Nú á að setja mörg þúsund manna byggð niður í Vatnsmýrina með tilheyrandi bílamergð og mengun Til að koma allri bílamergðinni að og frá hverfinu, þarf að fara í viðamikil og kostnaðsöm umferðarmannvirki. Ég spyr til hvers? Jú svarið er við verðum að efla miðborg Reykjavíkur og hún er strjábýl miðað við aðrar borgir.

Flestar höfuðborgir sem ég þekki til í Evrópu eru með mikil umferða og mengunar vandamál. Þær voru orðnar þéttbýlar löngu áður enn bifreiðin varð almenningseign og súpa nú seiðið af því. Við eigum að forðast að lenda í þeirra sporum. Það á að hætta að þétta byggð í gömlu Reykjavík. Sætta okkar við það sem er óumflýjanlegt að bifreiðaeign okkar er alltaf að aukast. Þétting byggðar er sökudólgurinn á umferðaröngþveitinu í gömlu Reykjavíkur og þúsund manna byggð i Vatnsmýrina gerir illt verra.

Minn draumur er að í Vatnsmýrinni verði þær stofnanir sem þegar eru þarna Báðir Háskólarni, Landsspítalinn, Valur, ylströndin í Nauthólsvík og síðast en ekki síst Flugvöllurinn. Þarna yrði rúmt um allar þessar stofnanir og að svæðið verði nánast framhald af Hljómskálagarðinum. Þetta yrði okkar Reykvíkinga “Central Park.” Nú spyrja margir er þá ekki Flugvöllurinn óalandi og óferjandi í þessari draumsýn minni? Því svara ég hiklaust neitandi, hann yrði rúsínan í pylsuendanum.

Áður en ég rökstyð það fer ég nokkrum orðum um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Í fyrsta lagi er mikið hagræði fyrir almennt farþegaflug að hafa tvö velli nálægt hvor öðrum. Flugvélarnar þurfta ekki að bera eins mikið eldsneyti til varavallar og þess vegna tekið meiri aðbæra hleðslu. Í öðru lagi ef náttúruhamfarir hæfust á suður-vestur landi þá má alveg búast við að annar hvor flugvöllurinn gæti lokast. Í þriðja lagi er mikið öryggi að hafa flugvöll í nálægð Landsspítalans. Í fjórða lagi ferðatími í innanlandsfluginu eykst verulega. Síðast en ekki síst þá gleymist oft í umræðunni að vetrarveður eru oft válynd hér á suð-vestur horninu. Ég man eftir ótal dæmum, þegar ég var að fljúga í innanlandsfluginu, þar sem Reykjanesbrautin var ófær. Vegna snjókomu og ófærðar. Á sama tíma var hægt að halda Reykjvíkurflugvelli opnum og lítil truflun varð á innanlandsfluginu.

Að mínum dómi er ekkert sem myndi styrkja miðborg Reykjavíkur meira en að hafa Flugvöllinn þar sem hann er í dag. Innanlandsflugið mundi halda áfram að blómstra. Í þessu sambandi má alveg geta þess að það er ekkert náttúrulögmál að mest allt millilandaflug fari um Keflavíkurflugvöll. Í dag eru til hljóðlátar hentugar millilandaþotur sem geta hæglega athafnað sig á Reykjvíkurflugvelli. Ef ég væri ríkur; eins og Róbert Arnfinnson söng með innlifun hér um árið, þá myndi ég stofna flugfélag og taka upp síflug (shuttle) þ.e flug með nokkurra stunda millibili allan daginn milli Reykjavíkur og Glasgow. Hugsið ykkur bara að taka Strætó á kristilegum tíma að morgni dags út á Reykjavíkurflugvöll og vera kominn til Skotlands um hádegi Þaðan má síðan til dæmis aka niður alla Evrópu.

Völlurinn þyrfti ekki að raska ró okkar, honum yrði lokað frá miðnætti til kl. átta að morgni, nema í neyðartilfellum. Allt ferjuflug um Ísland ásamt öllu kennslu og æfingarflugi á að flytja til Keflavíkurflugvallar. Með þessu tel ég að í dag megi minka umferð um Reykjvíkurflugvöll um ca. 75%. Í þriðja lagi verði Austur-Vestur flugbrautin lengd til vesturs um ca. 1000 m. Með þessu yrði nýtni flugbrautarinnar aukin með tilliti til hliðar og meðvindsvindsstuðla. Hún yrði aðalflugbraut vallarins og þannig notuð að sem sjaldnast yrði flogið yfir byggð. Norður – Suður flugbrautin yrði aðeins notuð í undantekningartilfellum Með þessum aðgerðum verður flugumferð yfir byggð í Reykjavík ca. 15% af fyrri umferð.

Mér finnst sanngirnismál að ef efnt verður til samkeppni um skipulag Vatnsmýrinnar, þá verði tveir kostir í boði annars vegar að Völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í sambýli við þær stofnanir sem fyrir eru. Hinn kosturinn að leggja Völlinn niður og nota mýrin undir byggingar. Í mínum huga er fyrri kosturinn miklu betur fallinn til að styrkja miðborg Reykjavíkur en sá síðari, og að grannar okkar í nágrannahöfuðborgum okkar í Evrópu vildu gefa mikið fyrir að eiga svona tækifæri. Mér finnst líka að þegar þessar tillögur liggja fyrir þá eigi að kjósa um þær við næstu alþingiskosningar, þannig að allir landsmenn geti tekið þátt í þeim, Þetta er ekki einkamál okkar Reykvíkinga.

Rúnar Guðbjartsson, sálfræðingur og f.v. flugstjórirunargu@simnet.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli