Frétt

Baldur Ágústsson | 21.10.2005 | 16:18Reykjavíkurflugvöllur og fleira

Baldur Ágústsson.
Baldur Ágústsson.
Minn gamli vinnustaður er mikið í fréttum þessa dagana og á sjálfsagt eftir að verða eitt af heitari málum í væntanlegum borgarstjórnarkosningum. Þetta er ekki ný umræða: Viljum við hafa flugvöll í borginni eða flytja hann? Og borgar sig að byggja þarna hundruð húsa - og nýjan flugvöll á Lönguskerjum eða Álftanesi? Nú, eða nota Keflavíkurflugvöll fyrir innanlandsflugið líka?

Það er svolítið dæmigert fyrir framkvæmdagleði okkar Íslendinga, að ekki aðeins er almenningur í skoðanakönnunum nú beðinn að segja hvort flytja skuli Reykjavíkurflugvöll, heldur lýsa stjórnmálamenn því ákveðið yfir hvar þeir vilji hafa hann. Hvattir af vinsældaþörf vegna fyrirhugaðs prófkjörs og borgarstjórnarkosninga lýsa þeir því yfir - áður en hinir ýmsu möguleikar og mismunandi kostnaður liggur fyrir - hvar þeir vilja að völlurinn verði staðsettur. Það er alltof oft að stórar ákvarðanir í hinum ýmsu málum eru teknar rétt eins nægilegt fjármagn sé til staðar í hvað sem er! Flugvallarmálið er gott dæmi um það.

Hvernig myndast ákvarðanir?

Það er eindregið mat mitt að nauðsynlegt sé að kíkja í þjóðarbudduna, sjá hvað má eyða miklu og forgangsraða síðan hinum ýmsu verkefnum eftir nauðsyn og tímamörkum rétt eins og við gerum heima hjá okkur. Skoðum raunhæft dæmi:

a. Það þarf að hækka elli- og örorku-bætur svo það ágæta fólk sem byggði upp landið okkar eða er svo ólánssamt að búa við fötlun, lifi ekki við hungurmörk - það á betra skilið.
b. Það vantar fjármagn til að halda opnum mörgum deildum í sjúkrahúsum.
c. Biðlistar eftir aðgerðum á sjúklingum lengjast.
d. Það bráðvantar mislæg gatnamót á Miklubraut í Reykjavík til að afstýra slysum sem þar hafa verið alltof tíð.
e. Það vantar elli- og hjúkrunarheimili í víða um land.
f. Það vantar samgöngubætur víða um land.
g. Það vantar fé sem dugir til að greiða lágt launuðum starfsmönnum í ýmsum þjónustustörfum viðunandi laun.
h. Það vantar landrými til að stækka höfuðborgina, eða svo er okkir sagt. Landrými kostar peninga - og meiri peninga til að gera það byggingarhæft.

Ég hef viljandi ekki ruglað dæmið með því að sundurliða hvað greiðist úr ríkissjóði og hvað af sveitarfélögum. Þegar upp er staðið býr ein þjóð í þessu landi - hún borgar brúsann í einu formi eða öðru.

Áður en lengra er haldið vil ég benda á - og vara við - þeirri tilhneigingu að framkvæma stórt, eitthvað áberandi - allt að því minnismerki um „vaska frumkvöðla“. Þetta á enn frekar við um suma stjórnmálamenn en almenning. Nýr flugvöllur er forsíðuefni, hækkun ellilífeyris, tvídálkur á 15. síðu.

Áður en nýr flugvöllur verður svo mikið sem valkostur, þarf að liggja fyrir „löngun“ okkar í nýjan völl og síðan fullvissa um að hann verði ekki byggður á kostnað þess sem við teljum enn nauðsynlegra. E.t.v. fást lóðagjöld í Vatnsmýrinni sem duga bæði fyrir nýjum flugvelli, hækkun ellilífeyris og kostnaði við að breyta núverandi flugvelli í byggingarhæft svæði með tilheyrandi götum, lögnum og öðru því sem til þarf. E.t.v. snýr dæmið hinsvegar öfugt: Við getum byggt nýjan flugvöll ef við lækkum örorkulífeyri, lokum fleiri sjúkradeildum og sláum nokkrum elliheimilum á frest ! Vill einhver leggja nafn sitt við það?

Áður en ákvörðun er tekin þarf auk þess að huga að fleiru, td. öryggismálum og því hvað hentar notendum flugþjónustunnar best. Þá fyrst hyllir undir að almenningur og stjórnmálamenn geti vitrænt svarað spurningunni: Á að flytja flugvöllinn?

Tæknileg athugunarefni

Ef, og ég segi ef, við komumst að þeirri niðurstöðu að okkur langi til að flytja flugvöllinn og byggja hús í þar sem hann er nú, þá er það aðeins fyrsta skref af mörgum sem stíga þarf áður en hægt er að taka ákvörðun um að gera það. Tæknileg úttekt, áður en hægt er að slá því föstu að þarna sé raunhæft að byggja, á eftir að kosta hundruð milljóna. Bretar byggðu þennan flugvöll í mýrlendi, fyrir „léttar“ flugvélar. Síðan þeir fóru, í lok síðari heimsstyrjaldarinnar, hefur miklu fé verið varið í viðhald. Viðhald vegna þyngri flugvéla, frostskemmda og þeirrar einföldu staðreyndar að þungt malbik sekkur í mjúkt mýrlendi. Það gera hús reyndar líka!

Sjálfsagt geta reikningsfróðir menn borið saman þyngd einbýlishúsa og annarra bygginga og gatna annarsvegar, við malbik og lendingarþyngd flugvéla hinsvegar. Auðvitað má einnig reikna út hvort meira og minna þarf að byggja á súlum, eða skipta um jarðveg, þarna í mýrinni. En - ódýr verður sú úttekt ekki. Heldur ekki úttekt á stæði fyrir nýjan völl, byggingarkostnaður við nýjan völl og allan þann búnað sem slíku mannvirki fylgir.

Yfirlýsingar sumra stjórnmálamanna í aðdraganda kosninga eru oft ábyrgðarlausar. Þær eru því miður ekki byggðar á traustum útreikningum, föstum tilboðum eða vel ígrundaðri framtíðarsýn. Þær eru - af sumra hendi - eins og svo margar aðrar, ábyrgðarlausar atkvæðaveiðar og aðferð til að sjást í fréttum fjölmiðla þegar hyllir undir kosningar. Þetta megum við ekki láta blekkja okkur heldur krefjast þess að ákvarðanir verði teknar á ábyrgum forsendum. Með borgarstjórnarkosningar í nánd flykkjast stjórnmálamenn hinna ýmsu flokka að okkur kjósendum kynnandi hugmyndir sínar - sem er vel. Við skulum hinsvegar vera þess minnug að allar framkvæmdir eru á okkar kostnað og ábyrgð. Krefjumst afdráttarlausra svara og ábyrgra vinnubragða í þessu máli sem og öðrum.

Þjónusta við landsbyggðina

Mannlega hliðin er ekki síst mikilvæg: Þessi flugvöllur þjónar landsbyggðinni - í báðar áttir. Hann er ekki aðeins flugvöllur Reykvíkinga. Hann þjónar ekki síður þeim sem á landsbyggðinni búa og þurfa að skjótast til höfuðborgarinnar að morgni og heim að kvöldi - sumir fyrir mjaltir. Hvert sem flugvöllurinn verður fluttur lengist ferðatíminn og ferðakostnaðurinn hækkar.

Þá má heldur ekki gleyma öryggissjónarmiðum. Fari illa í lendingu eða flugtaki er völlurinn nú í næsta nágrenni við fjölda sjúkra- og slökkvibíla. Sjúkraflug utan af landi lendir hér í næsta nágrenni við okkar bestu spítala. Og í sjúkraflugi skipta mínútur oft máli. Það er til lítils að veita því forgang í aðflugi - sem er hluti af vinnureglum flugumferðarstjóra - ef síðan er hálftíma akstur á sjúkrahúsið.

Margar borgir mundu gefa mikið fyrir að hafa innanlandsflugvelli sína staðsetta svo miðlægt þeim stöðum sem þeir þjóna. Þannig erum við að vissu leiti heppin að hafa flugvöll í 5 mínútna fjarlægð frá miðbæjarkjarna höfuðborgarinnar, stjórnsýslubyggingum og sjúkrastofnunum. Það er mikils virði.

Flýtum okkur hægt

En það er að mörgu að hyggja áður en hægt er að taka ábyrga ákvörðun. Skoðanirnar og ábendingar eru jafnmargar og mennirnir og „vel þarf að vanda það sem lengi skal standa“ eins og gamalt máltæki segir.

Einn möguleiki sem ekki eða lítið virðist hafa verið skoðaður er að láta völlinn vera þar sem hann er og byggja nýtt „Reykjavíkurhverfi“ annars staðar, t.d. utan núverandi borgarhverfa. Þangað ætti ekki að flytja stjórnsýsluna heldur gæta jafnvægis í byggð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Þar yrðu nýbyggingum ekki settar þröngar skorður af sjó, núverandi byggð og gatnakerfi. Þannig má láta drauma rætast, halda núverandi hagræði og spara eitt stykki flugvöll.

Baldur Ágústsson, baldur@landsmenn.is

Höf. er fv. flugumferðarstjóri, forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004

ÚRDRÁTTUR: Hann er ekki aðeins flugvöllur Reykvíkinga. Hann þjónar ekki síður þeim sem á landsbyggðinni búa og þurfa að skjótast til höfuðborgarinnar að morgni og heim að kvöldi - sumir fyrir mjaltir.


bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli