Frétt

Leiðari 44. tbl. 2001 | 31.10.2001 | 15:08Þarna liggja rætur, menning og þekking

Sögur herma hvernig mörgum samfélögum frumbyggja var útrýmt. Hvernig „siðmenntaði“ maðurinn sölsaði undir sig lendur þeirra, upprætti siðmenningu þeirra og, þegar best lét, skammtaði þeim skít úr hnefa og kom þeim fyrir sem sýningargripum á afmörkuðum landsvæðum. Heimildir geyma einnig frásagnir um veiðimannasamfélög við sjávarsíðuna. Hvernig stoðum var kippt undan lífsafkomu fólksins, hvernig því var bannað að nýta sér gjafir náttúrunnar, sem það hafði lifað á öldum saman. Gjafir, sem það hafði aldrei gengið nær en dygði til framfærslu vegna þess að græðgi var óþekkt hugtak; hvernig troðið var upp á fólkið lífsvenjum, sem það kærði sig ekkert um; hvernig líf þess var lagt í rúst jafnvel til þess eins að þóknast fólki sem ekkert þarfara hafði með tíma sinn og peninga að gera en að leggja stein í götu þessara náttúrubarna undir yfirskyni dýraverndar.

Nýverið féllu þau orð á Alþingi að eðlilegt væri að hinar dreifðu byggðir hefðu forgang til nýtingar nálægra auðlinda. Þetta má orða svo að skynsamlegt sé að náttúrugæðin séu nýtt af því fólki sem næst þeim býr. Þessu viðhorfi hefur skotið upp áður. Hins vegar er málið svo hápólitískt að þingmenn hefur skort áræði til að taka það til vitrænnar umræðu. Byggðastefna hefur um árabil verið ein af skrautfjöðrum stjórnvalda. Hver ríkisstjórnin af annarri hefur sett sér það markmið að efla landsbyggðina, fjölga þar fólki og störfum á vegum hins opinbera. Afraksturinn er kunnur. Opinberum störfum fækkar stöðugt á landsbyggðinni en fjölgar margfalt í Reykjavík. Orð eru tíðum eitt og efndir annað. Í leiðara BB hefur því verið haldið fram að árangursríkasta byggðastefnan fælist í því að leyfa landsbyggðarfólkinu að vera í friði fyrir ofstjórn stjórnvalda og fá að búa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt, hafandi rétt til nýta á skynsamlegan hátt þau gæði sem landið og hafið úti fyrir gefa þeim.

Að íslenskir stjórnmálamenn skuli við upphaf 21. aldarinnar telja sér trú um að besta leiðin til að styrkja landsbyggðina sé að byrja á því að leggja þær byggðir í auðn sem ennþá lifa að nafninu til, er með ólíkindum. Og síðan komi þeir í hlutverki hins opinbera leikstjórnanda og skipi íbúunum í alls kyns hlutverk sem eru á skjön við allan raunveruleika. Íbúa sjávarþorpa dreymir um framfarir ekki síður en aðra landsmenn. Enginn þeirra mælir gegn fjölbreytni í atvinnulífi. Það er hægt að bæta og breyta sviðsmyndinni. En að láta sér detta í hug að rústa sjálfa undirstöðuna og ætla sér að gera þessi pláss að einhverju allt öðru en þau eru í dag, er hrein og klár heimska. Þarna liggja rætur, menning og þekking, sem íslenska þjóðin hefur ekki efni á að kasta frá sér.

Mál er að íslenskir stjórnmálamenn vakni af dvalanum.
s.h.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli