Frétt

Leiðari 42. tbl. 2005 | 19.10.2005 | 13:12Vangaveltur við árstíðaskipti

Frekar köflóttu sumri, í samanburði við síðustu sumur, er að ljúka. Almanakið boðar komu vetrarins á laugardaginn. Um það er ekki að villast. Reyndar finnst mörgum hann vera kominn. Alltof snemma. Hvað varð um haustið með alla sína litadýrð?Árstíðaskiptum fylgja væntingar. Hvernig birtist veturinn landsmönnum? Vestfirðingum? Leiðtogaskipti hafa orðið í stærsta stjórnmálaflokknum. Eftir langa bið hafa Vestfirðingar eignast ráðherra á ný. Ánægjulegt til þess að vita. Er honum óskað velfarnaðar í starfi. Kann þá að vera spurt: Hafa þessar breytingar áhrif á vægi vestfirskra byggða og Ísafjarðarbæjar, sem einn þriggja byggðakjarna landsbyggðinnar samkvæmt kortlagningu stjórnvalda? Hver veit. Framtíðin sker úr því líkt og svo mörgu öðru. Eitt er víst: Vestfirðingar geta ekki lengur látið sér nægja sytruna sem hingað hefur seytlað eftir að góðærinu hefur verið úthlutað?

Þungamiðja ákvörðunar stjórnvalda um gerð jarðganga til Bolungarvíkur er viðurkenning á því að núverandi aðstæður séu ekki boðlegur kostur. Þessu ber að fagna. Um skrefið sem stjórnvöld hyggjast stíga (að þessu sinni?) er meininga munur. Málið er í kviðdómi. Dómur Vegagerðarinnar kann að ráða miklu um framtíð svæðisins. Stjórnvöld hljóta að vera sér meðvituð um að sameining sveitarfélaga á norðan verðum Vestfjörðum stendur og fellur með samgöngum þeirra á milli.

Bæjarins besta hefur ekki dregið dul á nauðsyn þess að landsvæðið sem myndaðist með uppfyllingu í Suðurtanga verði nýtt. Skammt er síðan að blaðið gerði málið að umtalsefni í leiðara: ,,Enginn vafi leikur á að ,,hin nýja Eyri við Skutulsfjörð“ getur tekið við umtalsverðri fólksfjölgun og nýjum fyrirtækjum, sem auðvitað eru forsenda fólksfjölgunar.“ Nú liggja fyrir drög að rammaskipulagi sem felur í sér þrískiptingu svæðisins í iðnaðar- og hafnsvæði, íbúðabyggð og svæði fyrir væntanlegan háskóla og háskólagarða. Í fljótu bragði virðist sem þarna sé um framsækna og metnaðarfulla tillögu að ræða. Hugmynd sem gerbreyta mun heildarmynd byggðar á eyrinni, verða stolt hins nýja Ísafjarðarbæjar, höfuðstaðs Vestfjarða, nái hún fram að ganga.

Að sögn Guðna Geirs Jóhannessonar, formanns starfshóps er skipaður var til að vinna að framgangi málsins, er ekki mikið um athugasemdir við frumdrögin, enn sem komið er. Það er auðvelt að sjá Ísafjarðarbæ framtíðarinnar fyrir sér í ljósi þeirra skipulagstillagna, sem nú liggja fyrir. Það er hins vegar hvorki létt verk né einfalt að láta drauminn rætast. Með trúna á framtíð vestfirskra byggða á það þó að vera unnt. Hægt og bítandi og með því að missa aldrei sjónar á markmiðinu. Umfram allt þurfum við þó á einhug og samheldni heimamanna að halda.
s.h.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli