Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 18.10.2005 | 15:57Lýðræðið í stjórnmálunum

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Landsfundur sjálfstæðismanna um helgina var um margt athyglisverður, eins og gefur að skilja þegar stærsti flokkurinn þjóðarinnar á í hlut. Það þótti mér vont að heyra að ráðherrar flokksins höfðu ekki þrek til þess að verja fjárlagafrumvarp sitt og viku sér undan gagnrýni með því að vísa á heilbrigðisráðherrann, þegar rætt var um svonefndan bensínstyrk öryrkja. Ekki benda á mig, þeir hafa kannski verið að æfa lögreglukórinn svo vitnað sé í Bubba Morteins, þegar frumvarpið var samþykkt í ríkisstjórn. En það er önnur saga, að ég skil vel að gagnrýni sé sett fram á einstaka liði frumvarpsins og ekkert við það að athuga. Stjórnarflokkarnir eiga að taka höndum saman um að lagfæra þetta atriði á þann hátt að öryrkjar geti vel við unað.

En stóru tíðindin eru að Davíð Oddsson hætti sem formaður flokksins og kosin var ný forysta. Davíð er eftirminnilegur stjórnmálamaður sem náði miklum árangri. Hann var til dæmis lengur forsætisráðherra en nokkur annar, það er mikið afrek. En hann beitti líka aðferðum sem mér eru ekki að skapi og gekk að mínu mati lengra en nokkur annar stjórnmálamaður í hörðum persónulegum ávirðingum á annað fólk.

Nægir að nefna nokkur nærtæk dæmi. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins bar á mann í viðskiptalífinu að hafa reynt að bera á sig fé. Ítrekað bar hann á eigendur Fréttablaðsins og Stöðvar 2 að nota fjölmiðlana til þess að koma á sig höggi og flytja áróður í eigin þágu. Þar með lágu starfsmenn þessara fjölmiðla, allir með tölu, undir þeim ásökunum þáverandi forsætisráðherra að vera ekki fréttamenn heldur viljalaus verkfæri annarra.

Forseta Íslands sakaði hann um að ganga gegn þinginu og reka erindi eigenda umræddra fyrirtækja, þegar forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum um staðfestingu og vísaði löggjöfinni til almennings. Þá hélt hann því fram að forsetinn væri vanhæfur í málinu vegna starfs dóttur sinnar. Og nú síðast sakaði hann formann Samfylkingarinnar og suma þingmenn flokksins um að líta á flokk sinn fremur sem dótturfélag auðhrings en stjórnmálaflokk.

Í öllum tilvikum eru þetta mjög harðar ávirðingar á persónu og starfsheiður þeirra sem í hlut eiga. Þær eru meiðandi, lítt eða ekkert rökstuddar, lýsa lítilsvirðingu á þeim sem ummælin beinast gegn og minna á aðferðir sem notaðar eru til skoðanakúgunar. Svona starfsaðferðir eiga ekki að líðast í íslenskum stjórnmálum. Það er vel hægt að deila við andstæðinga sína án þess að beita þessum meðulum.

Þegar sem mest gekk á í fjölmiðlamálinu sumarið 2004 birtist í DV afar athyglisvert viðtal við Eirík Tómasson, lagaprófessor. Þar sagði Eiríkur að það hefði komið í ljós að kosningar á fjögurra ára fresti nægðu ekki til þess að veita valdhöfunum nægilegt aðhald. Það sé áhyggjuefni hvernig lýðræðið virki á Íslandi og þar vísar hann til þess að honum finnist að valdið hafi þjappast saman á undanförnum árum.

Eiríkur Tómasson segir tvennt skipta máli í lýðræðisríkinu. Annars vegar að það sé styrk stjórn á landsmálunum og hins vegar að fram fari lýðræðisleg umræða í samfélaginu, umfjöllun um mál, þar sem menn geti tjáð sig og myndað sér skoðanir með frjálsum hætti.

Ég er algerlega sammála Eiríki Tómasyni og held að Framsóknarmenn gerðu margt verra á næstunni, en að hafa forystu um að færa stjórnmálaumræðuna af götustrákaplaninu yfir í lýðræðislega umræðu. Við skulum velja frelsið og hafna hinu.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli