Frétt

bb.is | 18.10.2005 | 13:40Verð á íbúðarhúsnæði í fjölbýli á Ísafirði hefur hækkað um 39 prósent á einu ári

Verð á fasteignum hefur hækkað umtalsvert í ár. Mynd: Mats Wibe Lund.
Verð á fasteignum hefur hækkað umtalsvert í ár. Mynd: Mats Wibe Lund.
Verð á íbúðarhúsnæði í fjölbýli á Ísafirði hefur hækkað um 39 prósent á einu ári samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Meðalverð á fermetra fyrstu níu mánuði ársins 2004 var rétt rúmar 53 þúsund krónur en á sama tíma árið 2005 var meðalverðið um 74 þúsund krónur. Þá seldust einungis sextán fjölbýli fyrstu níu mánuðina í fyrra, á meðan 41 fjölbýli hefur selst það sem af er ári. Bæði árin er rúmlega helmingsmunur á dýrasta og ódýrasta fjölbýlishúsnæðinu. Árið 2004 nær verðið frá um þrjátíu þúsund krónum á fermetrann og upp í um 76 þúsund krónur, en árið 2005 nær verðið frá 52 þúsund krónum upp í rétt rúmlega 109 þúsund krónur á fermetrann. Verð á íbúðarhúsnæði í sérbýli hefur einnig hækkað nokkuð, þó minna sé, eða um rétt rúmlega 14 prósent. Fyrstu níu mánuði ársins 2004 seldust ellefu sérbýli fyrir að meðaltali 46 þúsund krónur á fermetrann, minnst 25 þúsund en mest 68 þúsund. Árið 2005 hafa svo selst 15 sérbýli fyrir að meðaltali 52 þúsund krónur á fermetrann, minnst 26 þúsund krónur en mest 73 þúsund krónur.

Að sögn Arnars Geirs Hinrikssonar fasteignasala hefur fasteignaverð verið stígandi á síðastliðnum árum. „Þetta hefur verið að skríða upp og það er ekkert lát á því“, segir Arnar Geir. „Ég tel hins vegar að svona hækkun geti verið mjög tilviljanakennd. Á Ísafirði eru það fáar sölur og eignir eru það lítið staðlaðar. Sérbýli og fjölbýli eru af svo mörgu mismunandi tagi, og erfitt að segja til um hvað er að seljast í þessum tölum. Ísafjörður er öðruvísi samansettur er flest önnur sveitarfélög, hér er flest íbúðarhúsnæði byggt fyrir 1950 á meðan hús eru nýrri á öðrum stöðum. Og eins og gefur að skilja selst eldra og lélegra húsnæði ekki mjög vel, á meðan nýrra og betra húsnæði hækkar meira. Í þessu tilfelli getur verið að það hafi verið lélegar eignir sem voru að seljast 2004, miðað við þær sem seldust 2005. Það er hlutfallslega meiri verðmunur á íbúðum hér en annars staðar vegna aldurssamsetningarinnar, miklu meira um gamlar eignir en víðast hvar. Þetta getur raskað öllum samanburðartölum. En grundvöllurinn er samt sá að fasteignaverð er stígandi.“

Þegar bb.is ræddi við Tryggva Guðmundsson fasteignasala í lok ágústs sagði hann að það væri augljóst að fasteignaverð hefði hækkað verulega á mánuðum þar á undan, en bætti við að það hefði staðið í stað í 7-8 ár þar á undan. Þá sagði hann eftirspurn mjög mikla og töluverðan skort vera á einbýli og stórum íbúðum til sölu í ágúst.

Til samanburðar má geta þess að verð á sérbýlum á Akureyri hækkaði um 22 prósent á milli áranna 2004 og 2005, en verð á fjölbýlum um 16 prósent. Ekki var unnt að fá tölur yfir nákvæmlega sama tímabil í Reykjavík, en frá september 2004 til september 2005 hækkaði verð á fjölbýli um 34 prósent og verð á sérbýli um 22 prósent.

eirikur@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli