Frétt

bb.is | 18.10.2005 | 12:01Kvennafrí – líka á Vestfjörðum

Konur eru hvattar til að leggja niður störf sín kl. 14.08 á kvennafrídeginum 24. október. Mynd: Martinus Simson.
Konur eru hvattar til að leggja niður störf sín kl. 14.08 á kvennafrídeginum 24. október. Mynd: Martinus Simson.
Mánudaginn 24. október nk. verður þess minnst víða um land að þá verða þrjátíu ár liðin frá kvennafrídeginum 1975. Þann dag lögðu tug þúsundir íslenskra kvenna niður vinnu til að draga fram mikilvægi vinnuframlags þeirra til efnahagslífs og samfélags. Dagurinn markaði þáttaskil í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna og vakti heimsathygli. Þó ýmislegt hafi áunnist í jafnréttismálum síðustu 30 árin er líka margt ógert. Á kvennafrídeginum gefst mikilvægt tækifæri til að meta stöðuna og leggja línurnar fyrir framhaldið. Markmið dagsins nú sem fyrr er að sýna fram á verðmæti vinnuframlags kvenna fyrir íslenskt efnahagslíf, en hvergi í heiminum er atvinnuþátttaka kvenna jafn mikil og hér á landi.

Samt sem áður hafa íslenskar konur aðeins 64,15% af atvinnutekjum karla og aðeins 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma. Konur um allt land hafa því verið hvattar til að leggja niður störf kl. 14:08 þennan dag, en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum, 64.15% af launum karla. Ef miðað er við 8 stunda vinnudag kl. 9-17 eru þessir 5 tímar og 8 mínútur eru einmitt 64.15% vinnutímans. Að kvennafrídeginum 2005 standa heildarsamtök launafólks og mörg kvennasamtök. Fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og opinberir embættismenn hafa lýst stuðningi við kvennafríið og gefa starfskonum sínum frí í tilefni af Kvennafrídeginum, m.a. félagsmála- og menntamálaráðherrar.

Á Ísafirði verður dagsins minnst á viðeigandi hátt. Verið er að undirbúa kröfugöngu frá Silfurtorgi sem hefjast á kl. 15:00 á kvennafrídeginum og í framhaldinu verður haldin baráttuhátíð í tali og tónum. Áhersla er lögð á að konur verði í litskrúðugum og glaðlegum klæðnaði og að þær hafi með sér viðeigandi „háreystibúnað“. Dagskrá hátíðarinnar og staðsetning verður nánar kynnt á næstu dögum, en undirbúningshópur kvennafrísins skorar á vestfirskar konur að ganga út af vinnustöðum sínum á slaginu kl. 14:08, mæta á baráttuhátíðina og sýna þannig samstöðu í verki. Laugardaginn 22. október kl. 11:00, ætla konur að safnast saman í fundarsal Verkalýðsfélags Vestfirðinga í á Ísafirði og vinna að gerð kröfuspjalda og fána fyrir baráttuhátíðina. Eru konur eindregið hvattar til að mæta þar og hjálpa til. Karlar eru líka velkomnir.

Í undirbúningshóp kvennafrísins á Ísafirði eru nú Ingunn Ósk Sturludóttir, Sigríður Ragnarsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Karitas Pálsdóttir, Bryndís Friðgeirsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Matthildur Helgadóttir, Guðrún Sigurðardóttir og Jóna Benediktsdóttir. Fleiri konur og karlar eru sannarlega velkomin til að starfa með hópnum og eru allir sem vilja leggja verkefninu lið á einn eða annan hátt beðnir að hafa samband við einhverja ofantalinna kvenna.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli