Frétt

| 30.10.2001 | 18:12Hrellir hrollvekjuveisluna

K-pax, geimverutryllir með Kevin Spacey og Jeff Bridges, skemmdi sannarlega hryllingsmyndaveisluna sem búist hafði verið við að myndi tröllríða bíóhelginni fyrir hrekkjuvökuna í Bandaríkjunum. Mbl.is greindi frá.
Toppmyndirnar tvær, K-PAX og hrollvekjan Thirteen Ghosts, bættu upp fremur slakt gengi annarra mynda og ollu viðtökur við hinum myndunum sem frumsýndar voru um helgina yfirleitt vonbrigðum, eins og Riding in Cars with Boys með Drew Barrymore.

Ástæðuna fyrir lítilli bíóaðsókn má að hluta til rekja til þess að úrslitakeppnin í hafnabolta, milli New York Yankees og Arizona Diamondbacks, hófst um helgina og vekur jafnan mikla athygli þegar keppt er til úrslita í hafnabolta vestanhafs.

Viðtökurnar sem K-PAX fékk eru þær bestu sem nokkur ný bíómynd hefur fengið helgina fyrir hrekkjuvökuna og einungis tvær aðrar októbermyndir hafa átt árangursríkari frumsýningarhelgi, Meet The Parents og Training Day.

Í toppmyndinni, sem inniheldur haug frægra leikara undir leikstjórn Bretans Ians Softleys, leikur óskarsverðlaunahafinn Spacey vistmann á geðsjúkrahúsi sem á erfitt með að telja læknum trú um að hann komi utan úr geimnum. Þegar hvert lækningarkraftaverkið á fætur öðru á sér stað beinast augu geðlæknis nokkurs (Bridges) að meintri "geimveru".

Eins og æði oft eru gagnrýnendur ekki á einu máli um ágæti myndarinnar. Meðmælendur hæla henni fyrir góðan leik og vel ígrundað handrit á meðan andmælendur pirra sig óskaplega yfir meintum vemmilegheitum.

Meirihluti þeirra sem sóttu myndina um helgina var yfir þrítugt og þykir því sýnt að hún höfði sterkt til áhorfendahóps sem kvartar sáran undan því að fá sífellt minna fyrir sinn snúð.

Um næstu helgi má búast við fyrstu stórsprengjunni í háa herrans tíð þegar tölvuteiknimynd Disney-fyrirtækisins Monster Inc. verður frumsýnd en auglýsingaherferðin á bak við hana þykir með þeim öflugri sem tíðkast hafa.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli