Frétt

mbl.is | 13.10.2005 | 15:07Hljóta styrk til rannsókna á stjórnferlum krabbameins

Vísindamenn líftæknifyrirtækjanna NimbleGen Systems, Urðar Verðandi Skuldar (UVS) og Ludwig Institute for Cancer Research (LICR) í San Diego hafa hlotið 1,7 milljóna dollara eða sem nemur ríflega 104 milljónum króna í rannsóknastyrk frá Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna. Styrkurinn er veittur til fimm ára og fer til verkefnis sem ætlað er að kortleggja mikilvæga stjórnferla í krabbameini. Verkefnið byggist á notkun nýlegrar aðferðar sem Nimblegen Systems hafa þróað til að kortleggja starfsemi ákveðinnar gerðar af stjórnpróteinum, svonefndum umritunarþáttum. Á ensku nefnist þessi aðferð chromatin immunoprecipitation microarray analysis eða ChIP-chip. Verður aðferðinni beitt á bæði frumulínur og krabbameinssýni.

Vísindamenn NimbleGen og LICR hafa áður starfað saman að þróun ChIP-chip tækninnar og birtu nýlega grein í tímaritinu Nature um kortlagningu á starfsemi ákveðinna umritunarþátta í frumulínum. Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna styrkir nú framhald þessa verkefnis sem miðar að því að beita ChIP-chip aðferðinni á frumulínur og krabbamein til að kortleggja mismuninn á heilbrigðum vef og æxlisvef.

UVS leggur til verkefnisins sérfræðiþekkingu á krabbameinum. Auk þess verður krabbameinssýnum og upplýsingum um sjúklinga safnað sérstaklega fyrir verkefnið en þessi gögn fást úr Íslenska krabbameinsverkefninu. „Kortlagning á bindisetum umritunarþátta í æxlum mun varpa ljósi á af hverju krabbameinsfrumur eru öðruvísi en heilbrigðar frumur. Slíkar upplýsingar má nota til að finna markgen sem síðan má nota til að greina og jafnvel meðhöndla sjúkdóminn en það er einmitt markmið Íslenska krabbameinsverkefnisins,“ segir Eiríkur Steingrímsson, yfirmaður rannsóknasviðs UVS í tilkynningu.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli