Frétt

mbl.is | 12.10.2005 | 08:10Sumarferðir fagna samkeppni á flugleiðinni til Alicante

Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sumarferða, segist fagna aukinni samkeppni á flugleiðinni til Alicante, en Iceland Express hefur tilkynnt að það hyggist hefja flug þangað og Heimsferðir hafa tilkynnt að félagið hyggist taka þátt í samkeppninni, en það hefur flogið á þessari flugleið eins og Sumarferðir. Helgi sagði að þeir hefðu tvöfaldað sætaframboð sitt í ár í 450 sæti á viku og það hefði ekki dugað til að anna eftirspurninni, þannig að honum fyndist fínt að fá einhvern valkost til að kaupa viðbótarsæti ef hann vantaði. Helgi sagði að þeir hefðu verið með sárafá sæti á tilboðsverði. Þeir hefðu hins vegar verið með 15 þúsund sæti á sérkjörum. Það væri mjög villandi að vera með takmarkaðan fjölda sæta á mjög lágu verði og á takmörkuðum brottförum og síðan önnur sæti á aðalferðamannatímanum mun dýrari en það. Þeim fyndist það óheiðarlegt gagnvart sínum viðskiptamönnum.

"Þetta er kannski ekki mjög heiðarlegt gagnvart neytendum að koma því inn hjá fólki að nú séu fargjöld allt í einu komin niður í 7-10 þúsund," sagði Helgi.

Hann sagði að hann teldi það vandamál varðandi ferðaþjónustuna að menn hefðu alltof lengi verið að fara í kringum hlutina og þess vegna þætt fólki hún almennt tortryggileg.

"Við verðum áfram með 450 sæti í viku á Alicante. Við vorum tvisvar sinnum stærri í fyrra en hinir aðilarnir. Við vorum með tvö flug í viku með yfir 200 sæta vélum og við munum bara ef eitthvað er bæta við það," sagði Helgi.

Hann sagði að þetta væri samkeppni sem væri spennandi, en þeim fyndist að menn þyrftu að vera heiðarlegir varðandi hvert verðið væri á þeim tíma sem 95% þjóðarinnar væri að fljúga og þar ætluðu þeir að vera lægstir.

Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði aðspurður að öll sætin til Alicante yrðu ekki á sama verðinu, enda yrðu menn fljótt gjaldþrota ef miðað væri eingöngu við lægsta verðið. Þessi flugleið væri tíu tíma hringur og þeir væru með hagkvæmasta sætagjaldið á þessari leið, því þeir væru með hagkvæmustu flugvélina og treystu sér í samkeppni við hvern sem er á þessari flugleið.

Andri Már bætti því við hverri vél væri skipt upp í fjögur fargjöld til dæmis. 30 sæti gætu verið á lægsta fargjaldi og 40 á næstlægsta fargjaldi og svo framvegis. Síðan væru ákveðin tímabil sem hefðu hærra hlutfall af lægri fargjöldum en önnur og það væri bara gert til þess að beina sölunni þangað. Einhver slík formúla lægi að baki og hún væri til stöðugs endurmats í ljósi þess hvernig samkeppnin þróaðist, en það væru þúsundir sæta á þessum lægstu fargjöldum.

Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, sagði að sama hugmyndafræði væri að baki fluginu til Alicante og varðandi flug félagsins til London og Kaupmannahafnar að þetta væru verðflokkar þannig að fyrstu sætin í vélina væru ódýrust og síðan hækkaði verðið eftir því sem meira seldist í vélina. Hins vegar yrði fjöldi sæta meiri í þessum verðflokki, þannig að það yrði um dálítið mörg sæti að ræða. "Við gerum okkar alveg grein fyrir hvar verðpunkturinn á markaðnum liggur og við munum náttúrlega bara verða lægri en hann. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum að fara í mikið verðstríð og erum bara til í það," sagði Birgir ennfremur.

Hann sagði að þeim fyndist gaman að sjá það að um leið og þeir tilkynntu að þeir væru að fara til Alicante lækkuðu allir verðið. Það væri kannski ekkert ólíkt því sem gerðist þegar Iceland Express hefði farið inn á Kaupmannahöfn og London.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli