Frétt

mbl.is | 11.10.2005 | 16:45Væntanlegt fjölmiðlafrumvarp byggi á starfi fjölmiðlanefndar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist hafa rætt væntanlegt fjölmiðlafrumvarp við menntamálaráðherra með þeim hætti að það byggi á því starfi sem liggi fyrir frá fjölmiðlanefnd sem sem skipuð var til þess að fjalla um málið. Þverpólitísk samstaða hafi náðist í nefndinni og menn hljóti að byggja á því. „Þar eru ýmis atriði sem ég held að allir komi til með að fagna, til dæmis atriði sem treysta betur sjálfstæði ritstjórna svo nokkuð sé nefnt.“ Þetta kom fram í máli Halldórs á blaðamannafundi sem hann efndi til í Ráðherrabústaðnum í dag. Halldór tilkynnti í byrjun fundarins að hann hygðist áfram halda reglulega fundi með blaðamönnum og ætlaði hann sér að halda þá um það bil mánaðarlega. Fundirnir væru hugsaðir sem viðbót við þau viðtöl og þjónustu sem fjölmiðlum væri veitt.

Halldór var spurður í hvað hann hefði átt við með ummælum í Blaðinu um að nauðsynlegt væri að setja reglur um starfsemi fjölmiðla en mörg dæmi væru um að fjölmiðlar hefðu dregið upp ranga mynd. Halldór sagðist ekki hafa trú að hægt væri að setja lög sem kæmu í veg fyrir þetta. „Ég hef enga trú á því að það sé hægt að setja löggjöf sem tryggi það að fjölmiðlar dragi upp ranga mynd,“ sagði ráðherrann og bætti við að hann teldi að ekki væri hægt að tryggja alla hluti með lögum. Það hlyti hins vegar að vera kappsmál allra, ekki síst þeirra sem störfuðu á fjölmiðlum, að sú mynd sem þar væri dregin upp væri sem réttust.

Spurður um skoðanir sínar á þeim takmörkunum á eignarhaldi fjölmiðla sem fram hefðu komið í tillögum fjölmiðlanefndarinnar sagðist Halldór telja að þar hefði meðalhófs verið gætt. „Ég tel að það sé mikilvægt að fjölmiðlar séu í dreifðri eignaraðild og menn liggi ekki undir þeim grun að þeir starfi undir áhrifum frá eigendum sínum,“ sagði Halldór og bætti við að mikil umræða væri um þetta í þjóðfélaginu.

Óformleg samtöl við aðila vinnumarkaðarins

Halldór sagði á fundinum að efnahagsmál væru mikið til umræðu í ríkisstjórninni um þessar mundir. „Það liggur fyrir að á næstunni þurfa aðilar vinnumarkaðarins að koma sér saman um áframhald þeirra mála,“ sagði Halldór. „Ég get upplýst að það hafa átt sér stað óformleg samtöl við aðila vinnumarkaðarins af minni hálfu. Alþýðusamband Íslands hefur óskað eftir fundi með ríkisstjórninni ásamt formönnum allra landssamtaka og sá fundur hefur verið boðaður næstkomandi þriðjudag,“ sagði Halldór.

Halldór var á fundinum spurður um hvort ástæða væri til sérstakra aðgerða af hálfu ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum. Sagðist hann ekki telja ástæðu til þess. „Við erum að ganga í gegnum efnahagssveiflu sem við vissum að myndi koma. Það gengur mjög vel í íslensku efnahagslífi. Ég geri mér grein fyrir að það er vandi fyrir útflutningsatvinnuvegina. Allar spár benda til þess að hagvöxtur á næstu árum verði borinn uppi af útflutningstekjunum, þessu sem við erum að byggja upp í dag.“

„Það má sjálfsagt gagnrýna ríkisstjórnina fyrir það að við höfum verið að sigla nokkuð hraða siglingu,“ sagði Halldór en sagðist frekar vilja taka áhættu í þeim efnum en sætta sig við vaxandi atvinnuleysi eins og væri allt í kringum okkur.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli