Frétt

mbl.is | 11.10.2005 | 15:36Halldór: Dómur Hæstaréttar mikill áfellisdómur yfir ákæruvaldinu

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag, að dómur Hæstaréttar í máli Baugs sem féll í gær sé ákæruvaldinu „mikið áhyggjuefni og mikill áfellisdómur.“ Halldór kveðst hafa lesið dóminn og segir hann vekja ýmsar spurningar. Hann segist telja að taka verði málið mjög alvarlega. „Hins vegar finnst mér það mjög gott að ríkissaksóknari hefur nú ákveðið að taka málið til sín. Ég geng út frá því að ríkissaksóknari muni fá nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi,“ sagði Halldór á fundinum.

„Ég vænti þess að ríkissaksóknari geti unnið þetta mál fljótt og vel því þetta mál er satt best að segja búið að taka allt of langan tíma. Þessi dómur Hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar en það er ekki okkar í ríkisstjórn að blanda okkur inn í störf ákæruvaldsins því það er sjálfstætt,“ segir Halldór og bætir við að nú sé rætt um að ítreka þetta enn frekar með því að setja ákvæði í stjórnarskrána um sjálfstæði ákæruvaldsins.

Halldór sagðist á fundinum ekki þeirrar skoðunar að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefði gripið inn í störf ákæruvaldsins með ummælum sem hann lét falla á heimasíðu sinni í gær. Þar sagði Björn að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Spurður um hvort dómurinn í gær væri ekki einnig áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra sagðist Halldór ekki telja að svo væri enda væri ákæruvaldið sjálfstætt. „Dómsmálaráðherrann hvorki getur eða á að blanda sér inn í það. Þegar svona er og þetta kemur upp hljóta menn í framhaldi af því vilja draga lærdóm af því og fara yfir það,“ sagði Halldór. Aðspurður um hvort útilokað væri að dómsmálaráðherra gæti á nokkru stigi málsins borið ábyrgð á máli sem sagt væri áfellisdómur yfir ákæruvaldi, sagðist ráðherrann enga ástæðu til að svo væri. „Ég hef enga ástæðu til þess að vantreysta ákæruvaldinu með þeim hætti. Það geta að sjálfsögðu orðið mistök hjá þeim eins og hjá öðrum og ég hef enga skýringu á því.“

Sérkennilegt að blanda saman hugsanlegum fjárdrætti og hugsanlegum ólöglegum lánum

Halldór sagðist ekki geta neitað því að eftir að hafa lesið dóm Hæstaréttar vöknuðu spurningar í huga hans. „Ég er endurskoðandi að mennt og mér finnst það sérkennilegt þegar ég les það sem gamall endurskoðandi að menn blandi saman hugsanlegum fjárdrætti og hugsanlegum ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þessara mála,“ sagði Halldór en sagðist ekki hafa skýringar á því hvers vegna þetta væri svona. „Ég tel að á þessu þurfi að koma skýringar,“ sagði Halldór.

Halldór sagðist telja að með því að ríkissaksóknari hefði ákveðið að taka málið til sín lægi „ljóst fyrir að hið svokallaða ákæruvald muni hugsa sig vel um áður en lengra er haldið í málinu og ég tel að það sé mjög gott.“ Sagðist hann telja að dómurinn í gær hlyti að vera þeim sem væru sakborningar mikill léttir miðað við hverju þeir hefðu haldið fram.

Spurður um hvort hugsanlega yrði gerð opinber rannsókn á aðdraganda Baugsmálsins sagði Halldór að málið væri til meðferðar með margvíslegum hætti, hjá dómstólum og hjá lögreglu. „Ég held að við ættum að bíða úrslita í þeim málum öllum,“ sagði Halldór og bætti við að nánast öll þau atriði sem fram hefðu komið í málinu. Nú síðast þjófnaður á tilteknum tölvupóstum.“

Halldór var spurður hvort hann teldi að draga ætti einhvern til ábyrgðar ef ríkissaksóknari teldi enga ástæðu til þess að koma með nýja ákæru. „Ég ætla ekki að fullyrða um það. Það er alltaf tekið fullt tillit til dóma Hæstaréttar. Það líka ekki öllum niðurstaða Hæstaréttar í öllum málum. Það hefur líka komið fyrir í þeim ríkisstjórnum sem ég hef setið í að við höfum ekki verið allskostar ánægðir með dóma Hæstaréttar en okkur hefur aldrei dottið í hug að mótmæla þeim,“ sagði Halldór.

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli