Frétt

Gylfi Ólafsson | 11.10.2005 | 08:38Skattpeningar fari ekki í íþróttamannvirki

Nýlega sendi Frjálshyggjufélagið frá sér ályktun um íþróttamannvirkjauppbyggingu. Þar er henni hafnað. Við þá ályktun er ýmsu að bæta sem ekki kemst fyrir í svo stuttri ályktun. Ályktunin birtist hér með örlitlum viðbótarþönkum undirritaðs.

Nýlega barst sú frétt að ríki og borg hyggist draga KSÍ að landi í 1038 mkr aðstöðuuppbyggingu sinni með 600 mkr framlagi. Þó Frjálshyggjufélagið sé ekki andvígt uppbyggingunni er félagið andvígt aðkomu hins opinbera að fjármögnuninni. Eðlilegra væri að greiddar væru niður skuldir eða skattar lækkaðir, enda hvort tveggja verðug verkefni.

Geti áhugamenn um knattspyrnu ekki nurlað sjálfir saman þeim fjármunum sem þarf til uppbyggingarinnar er það órækur vitnisburður þess að áhugi á uppbyggingunni sé ekki nægur til að réttlæta framkvæmdina. Fólk og fyrirtæki vilja með öðrum orðum ekki láta þessa peninga af hendi rakna, hvort sem er beint (frjáls framlög) eða óbeint (aðgangseyrir og aðrar tekjur af aðstöðunni). Óréttlætanlegt er að eyða peningum skattborgara í slíkar framkvæmdir.

Frjálshyggjufélagið hafnar þrennum rökum sem notuð hafa verið í umræðu um íþróttamannvirki.

Fyrstu rökin snúa að aðstöðunni núna. Ekki skiptir máli hversu góð eða slæm aðstaðan er núna né hvernig hún verður eftir breytingar. Þeir sem njóta ágóðans af framkvæmdinni eiga að greiða fyrir hana. Þess má þó geta að aðstöðuuppbygging til íþróttaiðkunar á landinu er á tíðum skuggalega hröð, að langmestum hluta á kostnað skattgreiðenda.

Önnur rökin lúta að forvarnargildi íþróttamannvirkja. Rannsóknir hafa flestar sýnt að þeir sem stunda íþróttir eru ólíklegri til að neyta áfengis eða reykja (sjaldan er tekið tillit til annarra gerða tóbaks í þeim rannsóknum) en orsakasamhengi hefur ekki verið hægt að sýna frammá, þó sumar rannsóknir láti að því liggja að fylgni jafngildi orsakasamhengi. Jafnvel þó finna mætti orsakasamhengi milli íþróttaiðkunar og minni neyslu áfengis og tóbaks, réttlætir það ekki stækkun þjóðarleikvangs upp í 10.000 manna stúku.

Þriðju rökin eru þau að byggja verði veglegan þjóðarleikvang svo Íslendingar geti borið höfuðið hátt í samfélagi þjóðanna. Frjálshyggjufélagið hafnar slíkum rökum og bendir á að þó risastórir þjóðarleikvangar séu byggðir í löndunum sem við viljum bera okkur saman við, hefur það ekkert að segja um ákvarðanir sem teknar eru hér á landi.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli