Frétt

Sigurjón Þórðarson | 11.10.2005 | 08:36Samkennd Kristins H. Gunnarssonar

Kristinn H. Gunnarsson sendi frá sér pistil á dögunum þar sem hann efaðist að einhverju leyti um skilning Frjálslynda flokksins á lýðræðinu og stjórnarskránni. Ástæðan fyrir skrifum Kristins voru að hans sögn tvö mál. Annað var að Margrét Sverrisdóttir skrifaði umboðsmanni Alþingis málefnalegt og gott bréf þar sem óskað var skýringa á því hvort Gunnari Örlygssyni hafi verið heimilt að fara algerlega gegn vilja kjósenda Frjálslynda flokksins. Hitt málið var um hvort réttmætt hefði verið að gera nei-takkann óvirkan í atkvæðagreiðslu í kjöri á forseta Alþingis.

Í flestum vestrænum þjóðþingum yrði sett spurningarmerki við kjör persónu þar sem maki liggur undir grun um að vera höfuðpaurinn í olíusamráðssvindli sambærilegu og átti sér stað á Íslandi, sérstaklega í ljósi þess að svindlað var á lögreglunni og Landhelgisgæslu á meðan Sólveig Pétursdóttir var æðsti yfirmaður þessara stofnana.

Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að Kristinn H. Gunnarsson finni til mikillar samkenndar með félögum sínum í stjórnarliðinu og þá sérstaklega Gunnari Örlygssyni, og vissulega má hafa skilning á því að hann eigi auðvelt með að setja sig í spor Gunnars. Það er auðvitað hans mál að hneykslast á því að Frjálslyndi flokkurinn vilji fá álit umboðsmanns Alþingis á svikum Gunnars við kjósendur sína en mér finnst að hann ætti að fyrst og fremst að líta í eigin barm.

Er það til eftirbreytni að alþingismaður gangi svo rækilega á bak orða sinna sem Kristinn H. Gunnarsson hefur gert í sjávarútvegsmálum?

Hann hefur alltaf sagst vilja breytingar til batnaðar á kvótakerfinu en hefur svikið það jafnharðan eftir kosningar og stutt breytingar til hins verra fyrir sjávarbyggðirnar.

Síðast setti hann minnstu handfæratrillur landsins inn í kvótakerfi þvert á eigin loforð og yfirlýsingar. Þessi aðgerð kom vestfirskum byggðum afar illa.
Á íslensku heita gjörðir hans svik.

Kristinn leikur stöðugt tveim skjöldum. Hann var á móti innrásinni í Írak en styður ríkisstjórn sem studdi árásina á Írak.

Hann var á móti fjölmiðlafrumvarpinu en styður ríkisstjórn sem barðist fyrir því.

Hann þykist vera á móti kvótakerfinu en styður það í öllum atkvæðagreiðslum í þinginu.

Hann var á móti skólagjöldum en styður ríkisstjórn sem kom þeim á.

Hann studdi Héðinsfjarðargöngin en er síðan á móti þeim þegar það hentar.

Svo má eflaust lengi telja.bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli