Frétt

| 30.10.2001 | 10:55Stefnt að gangsetningu um áramótin

Séð niður að stöðvarhúsinu fyrr í haust.
Séð niður að stöðvarhúsinu fyrr í haust.
Virkjunarframkvæmdir í botni Súgandafjarðar ganga vel og stefnt er að því að Dalsorka gangsetji hina nýju vatnsaflsvirkjun um áramótin. Rafstöðvarhúsið er fullbúið utan og verið er að leggja síðustu hönd á frágang innanhúss. Þar verða sambyggð túrbína og rafall auk spennis. Í sumar var lögð nær tveggja km löng aðfallslögn að virkjunarhúsinu. Hún er niðurgrafin og munu því sjást lítil ummerki þessara framkvæmda.
Rörin eru smíðuð í Þýskalandi en túrbínan og rafallinn koma frá Austurríki og er reiknað með að tækjabúnaðurinn komi í desember. Þá er búið að leggja jarðstreng frá stöðvarhúsinu að háspennulínu Orkubús Vestfjarða sem mun kaupa rafmagnið.

Birkir Friðbertsson, bóndi í Birkihlíð, segir í samtali við Morgunblaðið í dag, að framleiðslugeta virkjunarinnar verði frá 220 kW til 500 kW og fari eftir vatnsrennslinu á hverjum tíma en vatnið er fengið úr Botnsá og Vestfjarðagöngunum. Inntakið er rétt neðan við gangamunnann og fallhæðin er 138 metrar.

Segir Birkir að hitastig vatnsins sem komi úr göngunum sé 8°C og verði það um þriðjungur af vetrarrennslinu þannig að það ætti aldrei að frjósa. Engin hætta er á grunnstingul og klakaframburði og einmitt þeir kostir gangavatnsins hafa ýtt undir framkvæmdirnar. Á næstu tveimur árum er stefnt að því að virkja rennsli Þverár og verður henni beint í sömu inntakslögn. Stofnkostnaður við þessar framkvæmdir er um 43 milljónir króna.

Þess má geta að á bæjunum í botni Súgandafjarðar er löng hefð fyrir rafmagnsframleiðslu. Birkihlíð og Botn hafa aldrei tengst dreifikerfi rafveitna heldur fengið rafmagn frá 30 kW heimarafstöð.

BB 14.09.2001
» Framkvæmdum við tveggja kílómetra langa aðveitulögn Dalsorku að ljúka

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli