Frétt

bb.is | 07.10.2005 | 11:09Fáar tölulegar staðreyndir hafa litið dagsins ljós í umræðunni

Óshlíð. Mynd: Jónas Guðmundsson.
Óshlíð. Mynd: Jónas Guðmundsson.
Mikil umræða hefur farið fram í fjölmiðlum í kjölfar þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar í síðustu viku að fela Vegagerðinni að hefja nú þegar undirbúning að gerð jarðganga í Óshlíð. Í samþykkt ríkisstjórnarinnar er miðað við að gerð verði um það bil 1.220 metra löng göng milli Einbúa og Hrafnakletta og er áætlaður kostnaður um 1.000 milljónir króna. Miklar deilur hafa sprottið upp síðustu daga í Bolungarvík vegna þessarar ákvörðunar og snúast þær helst um það hvort að nægilega langt sé gengið í öryggisátt með þessari ákvörðun og hvort stefna hefði átt að gerð lengri ganga í Óshlíð eða til dæmis gerð jarðganga úr Syðridal í Vestfjarðagöng. Sá kostur er nefndur í undirskriftarlista sem hrundið var af stað í febrúar og um 1.500 manns hafa skrifað undir. Undirrót ákvörðunar ríkisstjórnarinnar er sú hætta sem fyrir hendi er á Óshlíð og umræða í framhaldi af miklu grjóthruni úr Óshyrnu undanfarið. Fram að þessu hefur umræðan um Óshlíð farið fram á tilfinninganótum en fáar tölulegar staðreyndir hafa litið dagsins ljós í umræðunni. En hver er sú hætta sem bíður þeirra er um Óshlíð aka? Hver verða áhrifin af byggingu þeirra ganga sem nú er rætt um? Hver er hættan í samanburði við aðra vegi í nágrenninu? Hér að neðan verður reynt að bregða tölulegu ljósi á þetta mál.

Hjá Vegagerðinni á Ísafirði hefur eðli málsins samkvæmt verið fylgst með snjóflóðum og skriðuföllum á vegum við Djúp. Tíðni og staðsetning snjóflóða hefur verið skráð í gagnagrunn hjá Vegagerðinni, um árabil sáu Sveinbjörn Veturliðason vegaverkstjóri og Kristinn Jónsson rekstarstjóri um þá skráningu. Hvað grjóthrun varðar er skráningin ekki kerfisbundin eins og skráning snjóflóða því erfiðara er að meta breytingar eins og varðandi snjóflóðin. Fram kom hjá Valdemar Lúðvík Gíslasyni sérleyfishafa, sem ekið hefur Óshlíðina oftar en flestir aðrir, að með gerð jarðganga milli Einbúa og Hrafnakletta losnuðu menn við um 95% af því grjóthruni sem á Óshlíðina félli. Gísli Eiríksson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði vill ekki staðfesta þá tölu en tekur þó svo sterkt til orða að með lagningu jarðganga á umræddum stað sé sneitt hjá þeim stöðum sem stærstur hluti þess grjóthruns sem fellur á Óshlíðina úr mikilli hæð og núverandi varnarvirki ráða ekki við. Gísli segir grjót falla úr Óshlíð mjög víða en varnarvirki taki í dag mikinn hluta þess grjóts sem fellur úr lítilli hæð. Úr Óshyrnu falli hins vegar björg úr mikilli hæð sem fá eða engin varnarvirki ráði við.

Á Óshlíð eru skráð 23 snjóflóðasvæði. Eins og áður sagði hafa snjóflóð verið skráð með skipulögðum hætti um langan tíma. Á undanförnum áratugum hefur verið með ýmsum hætti reynt að minnka hættu vegna þeirra. Reistir hafa verið vegskálar á nokkrum stöðum og ýmis mannvirki á öðrum stöðum. Vegskálarnir hafa skilað bestum árangri og komið að mestu í veg fyrir að vegurinn lokist vegna flóða á þeim stöðum. Einnig hafa þeir varið vegfarendur fyrir grjóthruni. Önnur mannvirki hafa skilað nokkrum árangri.

Í skýrslu frá 2002 er sett upp tafla um fjölda snjóflóða á árunum 1991 til 2000 á hlíðunum frá Súðavík til Bolungarvíkur. Þetta var síðasti áratugur fyrir gerð skýrslunnar. Hins vegar verður að telja þetta tímabil raunhæft því á þessum tíma komu mjög snjóþung ár og einnig snjólétt ár. Tíðni snjóflóða, sem loka veginum fyrir umferð er mjög misjöfn milli einstakra gilja, allt frá því að vera innan við eitt á ári miðað til tíu ára tímabil og í það að vera 2,9 á ári. Í heildina er fjöldi flóða sem lokar umferð á Óshlíð 42,7 á ári. Með aðgerðum undanfarinna ára hefur hins vegar tekist að mati Gísla Eiríkssonar að lækka fjöldann í 26,3 á ári. Með áðurnefndum jarðgögnum er sneitt hjá 6 giljum og því lækkar þessi fjöldi í 17,1 flóð á ári. Með jarðgöngunum losna vegfarendur við stærstan hluta grjóthruns á Óshlíð og ríflegan þriðjung þeirra snjóflóða sem loka veginum.

Í umræðu undanfarið hafa Súðavíkurhlíð, Kirkjubólshlíð og Eyrarhlíð verið nefndar sem hættustaðir og sérstaklega hefur Eyrarhlíð verið nefnd þar sem um hana þurfa íbúar í Bolungarvík að aka verði niðurstaðan sú að í framtíðinni verði Óshlíð ekin. Á Eyrarhlíð eru skráð 6 snjóflóðagil. Þar féllu á sama tímabili 1,8 flóð á hverju ári sem lokuðu veginum. Með ráðstöfunum sem nú hefur verið gripið til á hlíðinni má ætla að tíðnin fari í 1 snjóflóð á ári. Á Kirkjubólshlíð er samsvarandi tíðni áranna 1991-2000 úr 14 giljum 3,1. Á Súðavíkurhlíð eru skráð gil 22 talsins, tíðni snjóflóða þar var 56,2 flóð á ári.

Í skýrslunni frá 2002 var gerð tilraun til að bera saman áhættu af snjóflóðum á hlíðunum fjórum með tilliti til umferðar, því meiri umferð því meiri líkur á að einhver lendi í snjólóði. Þetta er gert þannig að fjöldi snjóflóða er hlutfallaður miðað við umferð á Óshlíð. Umferðin er langmest á Eyrarhlíð og minnst á Súðavíkurhlíð. Sem dæmi má taka að umferð á Óshlíð var 577 bílar á dag en á Súðavíkurhlíð 323 bílar á dag, tíðnin 56,2 á Súðavíkurhlíð er þá margfölduð með 350/624 og þá fæst samanburðartalan 31,5 flóð á ári, á sama hátt fyrir Kirkjubólshlíð fæst 2,1, fyrir Eyrahlíð 5,3 og á Óshlíð áfram 42,7 flóð á ári. Eftir gerð jarðganga gæti talan verið 17,1 eins og áður er sagt. Með ráðstöfunum sem nú hefur verið gripið til á Eyrarhlíð má ætla að tíðnin fari í 3,06. Líkur á snjóflóði á Eyrarhlíð eru því einungis lítill hluti af líkum á Óshlíð. Þessi samanburðartíðni á Súðavíkurhlíð, 31,5, er talsvert hærri en núverandi tíðni um Óshlíð og um 84% hærri en tíðnin verður á Óshlíð eftir gerð þeirra jarðaganga sem nú eru í umræðunni.

Eins og áður kom fram eru þessar tölur byggðar á skráningu Vegagerðarinnar og mati. Þessi samantekt er ætluð til þess að bregða tölulegu ljósi á tíðni flóða á áðurnefndum stöðum. Hér er ekki á neinn hátt verið að kveða uppúr með hvað hægt er að telja „ásættanlega“ áhættu þegar farið er á milli staða á Vestfjörðum.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli