Frétt

Kristinn H. Gunnarsson. | 07.10.2005 | 10:36Fráleitir Frjálslyndir

Það er alltaf forvitnilegt að fylgjast með stjórnarandstöðunni í upphafi þings á haustin. Þá spila þingflokkarnir út sínum helstu áherslum og kynna helstu þingmálin sem flutt verða. Samfylkingin og Vinstri grænir hafa átt hefðbundið start þetta haustið, en Frjálslyndi flokkurinn hefur komið mér verulega á óvart með málatilbúnaði sínum. Ekki það að þeir hyggist leggja áherslu á sjávarútvegsmál eða málefni aldraðra, við því mátti búast. Heldur sérkennilegum málflutningi í tveimur málum, sem ber helst vott um alvarlegan skort á skilningi á stjórnarskránni og lýðræðinu. Það er mikið áhyggjuefni og veldur mér heilabrotum, hvernig má það vera, að heill stjórnmálaflokkur skuli hér á landi vera algerlega út á túni, eins traustum fótum og lýræðishefðin stendur í íslensku þjóðlífi?

Fyrra málið eru athugasemdir þeirra varðandi kosningu forseta Alþingis. Formaður þingflokks Frjálslyndra hélt því fram í fúlustu alvöru að nei valkosturinn hefði verið tekinn frá þeim og þess vegna hefðu þingmenn flokksins ekki getað greitt atkvæði gegn Sólveigu Pétursdóttur í embættið.

Þarna birtist alvarlegur skortur á eðli lýðræðisins af hálfu frjálslyndra. Við kosningu á forseta Alþingis er valið milli þeirra sem gefa kost á sér. Tilgangurinn er að velja í embætti eða starf. Kjósandinn velur þann sem hann vill. Segja má að í valinu felist óbeint afstaða til þeirra sem ekki voru valdir, en þó er það óvíst hver hún er.

Það sem er skýrt er afstaðan til þess sem kjósandinn velur. Í svona kosningu er ekki hægt að hafna einstökum frambjóðendum með beinum hætti. Ef Frjálslyndir höfðu ekki valkost í Sólveigu áttu þeir að bjóða fram, það var þeim í lófa lagið, annars var þeir kostur að skila auðu. En að bjóða engan fram og krefjast þess svo að geta greitt atkvæði gegn þeim sem var í framboði er eiginlega fyrir neðan allar hellur. Þeir sem svona tala skilja ekki gang lýðræðislegra kosninga.

Hitt málið, sem ég hnaut um er bréf þeirra til Umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er álits Umboðsmanns á því hvort Gunnari Örlygssyni hafi verið heimilt að skipta um flokk. Það má að vísu skilja gremju þeirra yfir þeirri ákvörðun, en hitt er öllum ljóst sem lesa stjórnarskrána, að þingmaðurinn fer með umboð kjósendanna en ekki flokkurinn. Það þarf ekki að spyrja Umboðsmann Alþingis, leikreglurnar eru ljósar og voru það þegar boðið var fram.

Ég sé ekki hvernig það eigi að vera öðru vísi. Ef þingmaður er bundinn öðrum þýðir það að hann lýtur boði annars en kjósendanna í almennum kosningum og hvert er þá vald kjósandans?. Hins vegar geta Frjálslyndir að sjálfsögðu haft á þessu aðra skoðun, en þá eiga þeir að leggja fram tillögu til breytinga á stjórnarskránni og upplýsa okkur um það hvernig þeir vilja hafa fyrirkomulagið.

Eiga þingmenn að lúta vilja stjórnar flokksins eða stjórnar kjördæmasambandsins? Og ef þeir láta ekki að stjórn, hvað þá? Er þá einhver sem hefur umboð til þess að víkja manni af þingi og velja annan í hans stað? Það hlýtur að vera meining Frjálslyndra að svo eigi að vera.. Hver er þá staða kjósandans í almennu þingkosningunum? Harla léttvæg sýnist mér, niðurstaðan mun óhjákvæmilega líkjast fyrirkomulaginu í ráðstjórnarríkjunum. Almenna kosningin yrði sýndarmennska en valdið lægi hjá fámennri klíku.

Þetta tvennt er svo fráleitt að engu tali tekur. En það sorglega er að Frjálslyndir setja mál sitt fram af fullri alvöru, það væri betra að um spaug væri að ræða. Meðan þetta stuð er á þeim eru flokkurinn engan veginn stjórntækur. Það er ekki hægt að fela þeim vald til þess að stjórna. Ekki einu sinni til þess að koma á banni við lausagöngu á kanínu

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli