Frétt

Aðalheiður Steingrímsdóttir | 06.10.2005 | 16:53Yfirlýsing frá stjórn Félags framhaldsskólakennara

Mynd: ki.is.
Mynd: ki.is.
Stjórn Félags framhaldsskólakennara gerir alvarlegar athugasemdir við frétt sem birtist á vef fréttablaðsins „Bæjarins Besta“ á Ísafirði (bb.is) 28. september sl. undir fyrirsögninni: „Endurmat staðfesti að talsverðir hnökrar væru á yfirferð enskuprófa“. Stjórn félagsins gagnrýnir harðlega þau ófaglegu og óábyrgu vinnubrögð sem einkenna fréttaflutninginn og smekkleysi og siðleysi þess eða þeirra sem veittu þær upplýsingar sem blaðið segir vera „áreiðanlegar heimildir“. Fréttin inniheldur fáar staðreyndir en gefur margt í skyn. Hér er vegið að einum kennara við MÍ sem hefur þurft að ganga í gegnum margar þolraunir á undanförnum mánuðum. Hafðar eru uppi getgátur um „eitthvað“ sem erfitt er að henda reiður á. Lesendum er síðan látið eftir að geta í eyðurnar. Hér hefur einn eða fleiri óvandaðir aðilar brotið trúnað með því að leka upplýsingum, oftúlka þær og afbaka atburðarás sem á undan er gengin.

Eftirfarandi er hið rétta varðandi þau mál sem um er fjallað í fréttinni:

1. Samkvæmt ákvæðum laga, reglugerða og aðalnámskrár framhaldsskóla eru skólameistarar verkstjórar skólastarfs í framhaldsskólum og ábyrgðarmenn þess. Samkvæmt ákvæðum sömu laga, reglugerða og aðalnámskrár bera kennarar ábyrgð á námsmati í framhaldsskólum. Skólameistarar hafa hins vegar ekki það almenna hlutverk að vera prófdómarar í prófum kennara og endurmeta yfirferð þeirra yfir prófaúrlausnir.

2. Skólameistari MÍ tók yfirferð Ingibjargar Ingadóttur á prófaúrlausnum í ensku í desember 2004 til skoðunar án þess að nokkur ágreiningur eða efasemdir um hana hefðu borist skólameistara. Notaði hann meinta ágalla við yfirferð prófaúrlausnanna sem tilefni til að boða Ingibjörgu áminningu. Ingibjörg stefndi skólanum og lauk málinu á grundvelli sáttatillögu frá dómara. Sáttatillagan fól í sér að skólameistari drægi áminninguna til baka og að Ingibjörg ítrekaði þau orð sín frá fundi hennar og skólameistara um prófamálið í desember 2004 að ef henni hafi að einhverju leyti orðið á í starfi sínu bæðist hún afsökunar á því. Ingibjörg og skólameistari samþykktu þessa sáttatillögu dómarans. Ingibjörg hefur hins vegar aldrei viðurkennt neitt brot í starfi og aldrei beðist afsökunar á neinu slíku broti. Hafi opinber starfsmaður raunverulega unnið til áminningar vegna frammistöðu í starfi er augljóst að hann getur ekki afstýrt áminningunni með því að biðjast afsökunar. Að skólameistari skyldi fallast á að afturkalla áminninguna verður þess vegna ekki skilið öðruvísi en svo að hann hafi loksins áttað sig á því að ekki var ástæða til að áminna Ingibjörgu.

3. Atlögur að Ingibjörgu hófust á ný í byrjun sumars þegar skólameistari ákvað aftur að gerast prófdómari og endurmeta yfirferð Ingibjargar á prófaúrlausnum í enskuáföngum hennar. Í bréfi skólameistara til Ingibjargar var henni tilkynnt að „við reglubundna athugun á prófskilum og yfirferð vorprófa“ hafi komið í ljós annmarkar á prófayfirferð. Hvorki Ingibjörg né aðrir kennarar skólans kannast hins vegar við að þessi framkvæmd hafi áður verið viðhöfð innan hans. Skólameistarinn hefur heldur ekki séð ástæðu til að gera Ingibjörgu grein fyrir því hvernig hin „reglubundna athugun“ fór fram eða hvað þar kom fram.

4. Menntamálaráðuneytið ákvað með bréfi 28. júní sl. að láta fara fram stjórnsýsluúttekt á stjórnunarháttum og samskiptum innan Menntaskólans á Ísafirði og fá Félagsvísindadeild HÍ til þess verks. Niðurstaðna úttektarinnar er að vænta síðari hluta október. Úttektin er tilkomin vegna margra stjórnsýslukvartana félagsins til menntamálaráðuneytisins s.l. vetur fyrir hönd Ingibjargar og margra starfsmanna skólans vegna stjórnunarhátta og framgöngu skólameistara gagnvart þeim. Þessi úttekt er ekki komin til að frumkvæði skólameistara.

5. Ráðuneytið ákvað einnig að fela mats- og eftirlitsdeild þess að hafa með höndum könnun á yfirferð prófaúrlausna í ensku við skólann. Ráðuneytið kynnti niðurstöður þessarar könnunar fyrir málsaðilum 19. september s.l. með þeim tilmælum að skólameistari kynnti niðurstöðurnar fyrir skólanefnd skólans, skólinn færi með gögnin sem trúnaðarmál, notaði þau aðeins í faglegum tilgangi og oftúlkaði þau ekki. Félagið hefur gagnrýnt mjög þær aðferðir sem voru notaðar í könnuninni. Félagið hefur bent á að nauðsynlegt hefði verið að kanna yfirferð prófaúrlausna í öðrum kennslugreinum við skólann og að bera saman könnun á yfirferð prófaúrlausna í ensku við MÍ við sömu atriði í ensku í öðrum völdum framhaldsskólum til að tryggja eðlilegar kröfur um fagleg viðmið og samanburð, hlutlægni og jafnræði.

6. Félagið hefur haft tækifæri til að fara yfir niðurstöður könnunarinnar á yfirferð prófaúrlausnanna í ensku við MÍ. Félagið er þeirrar skoðunar ekkert í niðurstöðunum komi á óvart. Könnun á yfirferð prófaúrlausna í öðrum kennslugreinum við MÍ eða í öðrum framhaldsskólum hefði að öllum líkindum gefið keimlíkar niðurstöður. Félagið bendir á að prófagerð og prófayfirferð er ekki alfullkomin frekar en önnur mannanna verk. Hver framhaldsskóli setur sér skólanámskrá sem á m.a. að veita upplýsingar um innra gæðakerfi hans og þær verklagsreglur sem það byggist á. Lykilþátturinn í slíku kerfi er faglegt samstarf og samráð kennara í einstökum kennslugreinum undir verkstjórn deildar- eða fagstjóra um framkvæmd kennslu og námsmats.

7. Í erindisbréfum skólameistara framhaldsskóla er kveðið á um að þeim beri í stjórnunarháttum sínum og framgöngu í starfi, rétt eins og öðrum forstöðumönnum opinberra stofnana, að fara að ákvæðum stjórnsýslulaga um að upplýsa mál nægjanlega áður en ákvörðun er tekin, viðhafa samræmi og jafnræði í úrlausn mála, virða andmælarétt og að gæta meðalhófs. Ekki verður sagt að stjórnunarhættir og framganga skólameistara Menntaskólans á Ísafirði gagnvart einstökum starfsmönnum skólans einkennist af þessu. Aðgerðir skólameistara gagnvart Ingibjörgu hafa þann tilgang einan að sýna öðrum starfsmönnum við hverju þeir megi búast ef þeir standa ekki og sitja eins og hann ætlast til. Skólameistari hefur síðar beitt sömu aðferðum í samskiptum við fleiri kennara innan skólans. Skólameistari tekur sér hlutverk prófdómara og kallar viðkomandi kennara á eintal eftir að hafa endurmetið og leiðrétt yfirferð þeirra yfir prófaúrlausnir.

8. Öllum vinnuveitendum ber skylda til að bregðast við einelti á vinnustað, verði þeir slíks áskynja. Í desember 2004 setti félagsmálaráðherra reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað sem byggir á ákvæðum vinnuverndarlaga. Einelti er ekki aðeins skaðlegt fyrir þann sem fyrir því verður. Það hefur einnig djúpstæð áhrif á aðra á sama vinnustað ef vinnuveitandi lætur það átölulaust. Enginn veit hver verður fyrir því næst. Þannig eru núverandi aðstæður innan Menntaskólans á Ísafirði.

Reykjavík, 5. október 2005,
f. h. stjórnar Félags framhaldsskólakennara
Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli