Frétt

bb.is | 06.10.2005 | 10:06Vilja að Alþingi veiti fjármunum í ferðasjóð íþróttafélaga

Þessir ungu körfuboltakappar munu njóta ferðasjóðsins ef af verður.
Þessir ungu körfuboltakappar munu njóta ferðasjóðsins ef af verður.
Sex þingmenn hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir að Alþingi álykti að veita árlega af fjárlögum fé í ferðasjóð íþróttafélaga til að standa straum af kostnaði við keppnisferðir þeirra á viðurkennd mót. Úthlutun fari eftir reglum sem menntamálaráðherra setji. Eins og gefur að skilja getur þetta haft mikil áhrif á fjárhag íþróttafélaga á Vestfjörðum. Þingmennirnir sem leggja tillöguna fram eru Hjálmar Árnason, Birkir J. Jónsson, Dagný Jónsdóttir, Guðjón Hjörleifsson, Kristján L. Möller og Magnús Stefánsson. Þetta er í þriðja sinn sem þingsályktunartillaga sem þessi er lögð fram á Alþingi en hún hefur ekki náð fram að ganga hingað til.

Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Með tillögunni er gert ráð fyrir að árlega verði veitt af fjárlögum fjárhæð í sérstakan ferðasjóð íþróttafélaga. Gert er ráð fyrir að íþróttafélög geti sótt um ferðastyrki í sjóðinn til að mæta kostnaði við að senda keppnislið á milli byggðarlaga til þátttöku í íþróttamótum. Drjúgur þáttur í rekstri einstakra íþróttadeilda er fjármögnun keppnisferða á viðurkennd mót, svo sem Íslandsmót og bikarkeppni. Félögin standa misvel að vígi hvað þennan kostnaðarlið varðar. Sem dæmi um félög sem tekið hafa þátt í slíkum mótum má nefna keppnislið frá Ísafirði í úrvalsdeild körfuknattleiks, knattspyrnu- og handknattleikslið frá Vestmannaeyjum, blaklið af Austurlandi og knattspyrnu-, körfuknattleiks- og handknattleikslið frá Sauðárkróki og Akureyri. Í einstökum flokkum getur verið um að ræða fjölda ferða utan af landi til höfuðborgarsvæðisins þar sem flest keppnislið í viðkomandi flokkum eru. Félög á suðvesturhorninu þurfa reyndar einnig að leggja í kostnað vegna keppnisferða út á land en í sumum tilvikum getur verið um eina ferð á keppnistímabili að ræða fyrir höfuðborgarlið á móti tíu ferðum sama keppnisflokks af landsbyggðinni. Þetta leiðir til þess að einstök íþróttafélög eru að kikna undan kostnaði og kemur það niður á öllu íþróttastarfi. Íþróttaástundun er hverju byggðarlagi afskaplega mikilvæg. Um er að ræða eina mestu forvörn fyrir ungt fólk. Að auki eiga keppnislið einstakra sveitarfélaga drjúgan þátt í að efla samkennd og samstöðu íbúa sveitarfélaganna. Íþróttamannvirkjum hefur fjölgað ört á þéttbýlisstöðum á landinu og möguleikar til íþróttaiðkunar eru víða afskaplega góðir. Það eykur mjög áhuga iðkenda ef þeir eiga kost á því að taka þátt í t.d. Íslandsmóti viðkomandi íþróttagreinar. Augljóslega leggst ferðakostnaðurinn þyngra á sum íþróttafélög en önnur af landfræðilegum ástæðum.

Ferðasjóði íþróttafélaga er ætlað að jafna þennan aðstöðumun og stuðla þannig að öflugra íþróttastarfi í landinu. Hér er um eðlilega jöfnunaraðgerð að ræða. Menntamálaráðherra er ætlað að setja sérstakar reglur um úthlutun úr sjóðnum. Benda má á að í slíkum reglum mætti gera ráð fyrir fastri fjárhæð fyrir hvern keppnismann liðs á viðurkenndum mótum, svo sem Íslandsmóti og bikarkeppni á vegum viðkomandi sérsambanda.“

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli