Frétt

| 27.04.2000 | 18:04Er rétt að selja Orkubú Vestfjarða?

Á morgun verður aðalfundur Orkubús Vestfjarða haldinn í nýjum tónleikasal, Hömrum, á Ísafirði. Fundurinn verður á nýjum stað við aðstæður, sem ekki hafa beinlínis blasað við þessu langsterkasta fyrirtæki á Vestfjörðum, að minnsta kosti lengst af. Fyrirtækið, er senn lýkur 23 starfsári sínu, er sameign sveitarfélaganna á Vestfjörðum að 60% og ríkisins að 40%. Vesturbyggð hefur sett fram hugmyndir um að selja hlut sinn í Orkubúinu til þess að bæta afleita fjárhagsstöðu sína. Félagsmálaráðherra vill láta skoða þessar hugmyndir. Til þess ber honum skylda. Fjármál sveitarfélaganna á Vestfjörðum eru ekki góð, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.

Í síðustu viku ritaði fyrrum formaður stjórnar orkubúsins, Eiríkur Finnur Greipssson, ágæta grein í Bæjarins besta og lagðist alfarið gegn sölu þess. Hann hvatti kjósendur til að beita sér við fulltrúa sína í sveitarstjórnum gegn sölunni. Hann telur að salan hljóti að verða háð því að þar með vaxi tekjur sveitarfélaganna til framtíðar. Gott væri ef sú reyndist niðurstaðan. En sala eigna hefur ekkert með tekjur að gera. Hún ein eða arðurinn af sölunni breytir engu um framtíðartekjurnar.

Tekjustofnar sveitarfélaga eru bundnir í lögum. Fyllsta ástæða er til þess að skoða skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga, ekki síst með tilliti til þeirrar breyttu verkaskiptingar, sem upp hefur verið tekin. En skatttekjurnar hafa ekkert með það að segja hvort Orkubú Vestfjarða er eða verður í eigu sveitarfélaganna eða ríkisins. Dugi innkoma vestfirskra sveitarfélaga ekki til þess að rekstur þeirra, gjaldfærð og eignfærð fjárfesting gangi upp, þarf aðrar lausnir. Að undanförnu hefur verið vikið að því hér á þessum vettvangi, að nauðsynlegt sé að skoða og skilgreina aðstæður á Vestfjörðum einkum með möguleika á nýjum lausnum í huga. Stefna verður ekki mótuð nema fram fari úttekt á því ástandi sem ríkir. En það er ekki nóg. Einnig verður skilyrðislaust að skoða þá kosti sem valið stendur um. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur ekki reynst hafa þá burði, sem margir vonuðust til í þeim efnum. Bæjarstjórinn á Ísafirði hefur leitað, oftar en einu sinni, beint til forvera síns um ráðgjöf og þar með
talið annað hvort óþarft eða þýðingarlaust að snúa sér til Atvinnuþróunarfélagsins.

Lesandi góður! Láttu þér ekki detta í hug, að spurningin um sölu Orkubús Vestfjarða ráðist af tilfinningum Vestfirðinga eða kjörinna fulltrúa okkar í sveitarstjórn. Svo einfalt er málið ekki, því miður. Það er vandi að spá, einkum um framtíðina. Efnaleg staða sveitarfélaganna á Vestfjörðum er með þeim hætti að ekki er margra kosta völ. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafnaði að selja hlutabréf í Básafelli, sem nú rekur ekki lengur skrifstofu í héraði. Tryggja þarf fulla starfsemi Orkubúsins fremur en óljóst eignarhald. Núverandi störf og tækniþekking mega ekki glatast.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli