Frétt

bb.is | 05.10.2005 | 11:22„Greinilega rangur maður í brúnni í höfuðstað Vestfjarða“

Pálína Vagnsdóttir.
Pálína Vagnsdóttir.
Pálína Vagnsdóttir forvígismaður fyrir undirskriftalista um jarðgangagerð milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum segir það greinilegt að Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sé rangur maður í brúnni í höfuðstað Vestfjarða. Þetta segir hún í framhaldi af ummælum Halldórs á bb.is um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja nú þegar undirbúning að lagningu jarðganga um hluta Óshlíðar. Í viðtalinu segir Halldór meðal annars: „Það er rosalega stór áfangi í þessu máli að ríkisstjórnin sé að taka ákvörðun sem er byggð á því sem almenningur hefur verið að segja, því sem almenningur vill, en ekki að bíða eftir rannsóknum.“ Pálína segir ummæli Halldórs hafa valdið sér mikilli hryggð. „Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ talar þarna eins og fyrir liggi einhver vilji almennings um það hvaða leið eigi að fara í þessu efni. Hvar hefur sá vilji komið fram? Er bæjarstjórinn með einhverja könnun um vilja almennings sem ekki hefur komið fram í dagsljósið? Er bæjarstjórinn með eitthvað umboð til þess að lýsa vilja almennings í þessu máli? Eini almenni vilji almennings í þessu máli er sá mikli vilji sem komið hefur fram í þeirri undirskriftarsöfnun sem hrundið var af stað í vetur“ segir Pálína. Þar vísar Pálína til undirskriftarlista sem nú hafa tæplega 1.500 manns ritað undir. Þar er skorað á stjórnvöld að beita sér fyrir gerð jarðganga úr Syðridal í Vestfjarðagöngin.

Pálína segir það líka afar alvarlegan hlut þegar forystumaður í stóru sveitarfélagi gerir lítið úr gildi rannsókna og segir að ekki sé rétt að bíða eftir þeim. „Þessi ummæli bæjarstjórans staðfestu í mínum huga að því miður er rangur maður í brúnni í því sveitarfélagi sem við viljum geta horft með stolti til sem höfuðstaðar Vestfjarða. Einmitt vegna þess hlutverks Ísafjarðarbæjar hefur því bæjarfélagi verið treyst til þess að hýsa margar þjónustustofnanir sem við þurfum að sækja til daglega og sumir oft á dag. Því er okkur nauðsynlegt að komast til Ísafjarðar hættulaust. Það verða forystumenn á Ísafirði að skilja vilji þeir að mark sé tekið á málflutningi þeirra“, segir Pálína.

„Ég hlýt að velta fyrir mér hversu oft þarf bæjarstjórinn á Ísafirði að aka Óshlíðina. Það er oft auðveldara um að tala en í að komast. Í mínum huga hefði verið meiri reisn yfir bæjarstjóra þess sveitarfélags sem vill kalla sig höfuðstað Vestfjarða ef hann hefði sýnt þann kjark að standa með okkur í vetur og skrifa nafn sitt undir lista þeirra sem vildu varanlega og örugga lausn á samgöngum við Ísafjarðardjúp. Afstaða hans til þess máls á sínum tíma olli mér miklum vonbrigðum. Þegar hann nú lýsir stuðningi við bráðabirgðaleið tekur steininn úr og sannfærir mig um það sem ég áður sagði að því miður hafa íbúar Ísafjarðarbæjar rangan mann í brúnni. Sætti menn sig við þá leið sem nú er í umræðunni í Óshlíð er mikilvægt fordæmi gefið. Fordæmi sem leiðir til þess að plástraleið verður valin á öðrum stöðum á landinu. Það er sú skoðun sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar styður með ummælum sínum. Ég trúi því að íbúar Ísafjarðarbæjar standi með okkur, Súðvíkingum og öðrum Vestfirðingum í því að efla hættulausar samgöngur við höfuðstað Vestfjarða“, segir Pálína Vagnsdóttir.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli