Frétt

bb.is | 03.10.2005 | 11:02„Barátta þeirra sem vilja göng alla leið heldur áfram“

Óshlíð. Mynd: Jónas Guðmundsson.
Óshlíð. Mynd: Jónas Guðmundsson.
Pálína Vagnsdóttir, sem hratt af stað undirskriftarsöfnuninni „Við viljum jarðgöng“ í febrúar, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar á föstudag aðeins að einu leiti fagnaðarefni. Nú fyrst liggi fyrir pólitísk stefnumótun um að jarðgöng séu eina varanlega lausnin í samgöngumálum til og frá Bolungarvík. Sú leið sem ríkisstjórnin bendir á sé hins vegar enn ein bráðabirgðalausnin sem ekki verði unað við. Baráttan um jarðgöng alla leið milli Bolungarvíkur og annarra þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum haldi áfram. Eins og fram hefur komið í fréttum samþykkti ríkisstjórn Íslands á föstudag tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um að fela Vegagerðinni að hefja rannsóknir og undirbúning að jarðagangagerð með það fyrir augum að framkvæmdir geti hafist haustið 2006. Er í samþykktinni gert ráð fyrir að gerð verði um 1.220 metra löng jarðgöng milli Einbúa og Hrafnakletta og er kostnaður áætlaður um milljarður króna.

Í febrúar á þessu ári var hrundið af stað undirskriftarsöfnun með yfirskriftinni „Við viljum jarðgöng“. Þar er skorað á stjórnvöld að setja á vegaáætlun jarðgöng á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar og þaðan til Súðavíkur. Stuðningsmenn listans sögðu meðal annars þegar honum var hrundið úr vör að þrátt fyrir að mikið hafi verið framkvæmt á Óshlíð þá geti leiðin þar um aldrei tryggt það öryggi sem nauðsynlegt er í dag. Á þennan undirskriftarlista, sem liggur á slóðinni http://www.vikari.is/?tree=undirskrift , höfðu 1.458 manns undirritað í morgun. Helsti hvatamaður að listanum var Pálína Vagnsdóttir í Bolungarvík. Hún sagði fréttina um fyrirhuguð jarðgöng í Óshlíð hafa vakið hjá sér afar blendin viðbrögð svo ekki sé meira sagt.

„Það jákvæða við þessa ákvörðun er að nú liggur loks fyrir pólitísk viðurkenning á því að núverandi leið sé ónothæf þrátt fyrir gríðarlegar framkvæmdir við hana í gegnum árin. Það sem hryggir mig hins vegar við þessa ákvörðun er sú staðreynd að samhliða því að viðurkennt er að núverandi leið sé ekki viðunandi er ákveðið að halda áfram að fara hana að hluta. Við verðum því að treysta á að niðurstaða faglegs mats Vegagerðarinnar leiði í ljós það sem flesta grunar, að sú leið sem nefnd er í samþykkt ríkisstjórnarinnar sé ekki boðleg. Í mínum huga verður að svara þeirri spurningu hvaða áhrif jarðagangagerð á þessum stað hefur á þá sprungu sem er í Óshyrnunni og einnig hvaða áhrif það hafi á göngin þegar og ef stórt stykki fellur úr Óshrynunni. Mér finnst dapurlegt að horfa á stjórnmálamenn fagna því sem ég kalla enn eina bráðabirgðareddinguna á Óshlíð“, segir Pálína.

Aðspurð hvort ekki sé fagnaðarefni að fá samþykktar framkvæmdir fyrir um einn milljarð á Óshlíð segist Pálína ekki líta svo á málið. „Okkar barátta, sem viljum göng alla leið, er barátta fyrir sambærilegu öryggi í samgöngum og aðrir landsmenn líta á sem sjálfsagðan hlut. Við lítum ekki á þetta sem einhverja keppni við aðra landsmenn um fjárveitingar. Mannsæmandi öryggi Bolvíkinga í samgöngum á ekki að kosta aðra landsmenn framfarir á öðrum sviðum. Við megum aldrei líta á fjárveitingar til lágmarks öryggis í samgöngumálum sem einhver verðlaunamerki í barm einstakra stjórnmálamanna eins og alltof oft hefur brunnið við í stjórnmálabaráttunni. Þessi ákefð stjórnmálamanna í slík pólitísk barmmerki hefur því miður gert það að verkum að Óshlíðin er samfelld saga bráðabirgðareddinga í stað heildarlausnar. Því verður að ljúka og því mun barátta okkar sem viljum göng alla leið halda áfram.“

Pálína segir áðurnefndan undirskriftalista hafa almennt hlotið góðar undirtektir eins og fjöldi undirskrifta sýnir. Þegar slíkt gerist veki þeir sem ekki skrifa undir athygli með fjarveru sinni. „Það var nú af ýmsum talið að þessi listi væri ekki með réttum pólitískum formerkjum hvað sem það nú þýðir. Einhverjir töldu slæmt að hætta alveg að keyra Óshlíðina því þá færi fólk á mis við náttúrufegurð hennar. Í mínum huga mun fegurð Óshlíðar ekki njóta sín fyrr en hún hættir að verða lífshættulegur farartálmi og þröskuldur eðlilegra samskipta á þessu svæði. Munu til dæmis íbúar Ísafjarðar líta á 1.200 metra jarðgöng sem nægilega örugga leið til þess að þeir fari um Óshlíð án þess að eiga brýnt erindi til Bolungarvíkur“, spyr Pálína að lokum.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli