Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 29.09.2005 | 09:44Davíð og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna

Undanfarið ár hefur borið mikið á andstöðu við áform Íslendinga um aðild að Öryggisráðinu. Þar hafa bæði Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins og þá utanríkisráðherra látið til sín taka og ekki leynt andstöðu sinni. Ódeigur liðsmaður þeirra hefur að auki verið ritstjóri Morgunblaðsins, þess sem ákveður að eftir atvikum skuli segja fréttir, þegja um fréttir eða hóta að birta fréttir. Þegar athuguð er forsaga málsins verður þessi afstaða sérkennileg og raunar undarleg. Byrjum á að vitna til greinar, sem Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra skrifaði í Morgunblaðið 19.október 2002. Þar telur hann að Geir Hallgrímsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hafi sem utanríkisráðherra fyrstur hreyft því um miðjan níunda áratuginn, að Íslendingar gerðust aðilar að öryggisráðinu. Greinin heitir Ísland vill sæti í öryggisráðinu.

Næst er að nefna að 20. nóvember 1995 ber Svavar Gestsson, upp þá fyrirspurn á Alþingi til Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, hvort til greina komi að Íslendingar undirbúi framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Er Svavar fylgjandi því að það verði gert og færir fyrir því rök, meðal annars þau að kostnaður verði lítill vegna tæknibreytinga.Taldi hann að hægt væri að sinna skyldunum sem fylgja sætinu með tveimur mönnum.

Forsætisráðherrann þáverandi tók málinu afar vel, en segir að málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn, en hann telji að Íslendingar eigi að taka virkan þátt að öllu leyti í starfsemi Sameinuðu þjóðanna, þar með talið að sitja í öryggisráðinu. Full ástæða er til þess að birta orðrétt svar Davíðs:

“Ég lýsi því sem skoðun minni að ég tel ástæðulaust fyrir okkur að færast undan því lengur að axla þá ábyrgð sem fylgir þátttöku í öryggisráðinu. Ég tel að bæði hafi tæknihlutinn breyst svo mikið að þar sem áður var rætt um að þyrfti að hafa fjölmennar sendinefndir á staðnum til þess að geta uppfyllt slík skilyrði hafi tæknin breytt slíkum hlutum. Ég tel að við eigum að axla þarna ábyrgð á þessum þætti eins og annars staðar. Eins og hv. þm. nefndi hafa þjóðir sem við höfum verið að styðja fjárhagslega vegna þess hversu fátækar þær eru og illa í stakk búnar tekið þátt í slíku samstarfi eins og Grænhöfðaeyjar og reyndar aðrar þjóðir sem hafa ekki haft mjög mikla fjárhagslega burði. En ég er þeirrar skoðunar að þetta gæti verið og sé eðlilegur þáttur í störfum okkar hjá hinum Sameinuðu þjóðum.”

Í október 1998 ákvað ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að stefna að því að fá sæti í öryggisráðinu. Vorið 2000 kemur fram á Alþingi að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sé búin sé að tilkynna um framboð Íslands fyrir tímabilið 2009-2010. Utanríksráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tilkynnti framboðið aftur í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september 2003.

Tólfta nóvember 2003 er forsætisráðherrann fyrrverandi á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum með Theo-Ben Gurirab forsætisráðherra Namibíu. Þar kom fram að Namibía styður framboð Íslands til öryggisráðsins og skv. frétt Morgunblaðsins sagðist Davíð Oddsson vera þakklátur fyrir þennan stuðning. Þar talaði ekki maður sem hafði efasemdir um málið.

Eftir að Davíð hætti að vera forsætisráðherra fór hann að efast.

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli