Frétt

Sigurjón Þórðarson | 29.09.2005 | 09:43Málsókn Morgunblaðsins - geislabaugurinn fellur

Í sumar hvöttu ritstjórar Morgunblaðsins sérfræðinga á sviði fjölmiðlunar til að rannsaka umfjöllun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um Baugsmálið. Ég hef áður fjallað um það hér á heimasíðu minni hvernig Morgunblaðið hefur reynt að setja sig á stall og tala í umvöndunartón til Fréttablaðsins vegna umfjöllunar þess um Baugsmálið. Í leiðurum sínum hefur Morgunblaðið kallað samkeppnisaðilann málgagn Baugs og gert athugasemdir við efnistök á forsíðu Fréttablaðsins þar sem Morgunblaðinu fannst greinilega vera of lítið fjallað um ákæruatriði en þeim mun meira um málsvörn sakborninganna.

Nú er komið á daginn að sjálfur ritstjóri Morgunblaðsins, Styrmir Gunnarsson, sem hefur leyft sér að gagnrýna aðra blaðamenn fyrir hlutdræga umfjöllun vegna þess að þeir séu að þjóna hagsmunum eigenda sinna hefur verið potturinn og pannan í því að hleypa upp Baugsmálinu, með mönnum úr innsta hring Davíðs Oddssonar, þeim Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Kjartani Gunnarssyni. Ritstjóri Morgunblaðsins sá um að þýða skjöl, útvega innvígðan og innmúraðan lögmann og tryggja sér stuðning framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Í gær skrifar Styrmir Gunnarsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann reynir m.a. að útskýra aðkomu sína að Baugsmálinu. Í greininni eyðir hann heilmiklu púðri í það sem kemur málinu lítið við, s.s. á lýsingu á persónulegum kynnum sínum af Jónínu Benediktsdóttur, Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Kjartani Gunnarssyni.

Það sem vakti sérstaka athygli mína var að ritstjórinn viðurkennir að hafa fengið upplýsingar um olíusamráðssvindl olíufélaganna og ekki gert neitt með upplýsingarnar.

Auðvitað er fróðlegt að bera saman viðbrögð ritstjórans við annars vegar vitneskju um að olíufélögin hefðu óhreint mjöl í pokahorninu og hins vegar upplýsingum um að Baugsmenn hefðu eitthvað að fela. Ritstjórinn virðist hafa blásið til sóknar gegn Baugi en ekkert gert með upplýsingar um olíusamráðssvindlið.

Til þess að skilja þennan mun á breytni ritstjórans er vert að hafa í huga að varaformaður stjórnar útgáfufélags Morgunblaðsins, Árvakurs, er enginn annar en Kristinn Björnsson, fyrrum forstjóri Skeljungs, sá sem hafði af almenningi mörg þúsund milljónir í olíusamráðssvindlinu. Ég á ekki heldur von á því að Morgunblaðið fjalli um það með gagnrýnum hætti að allar líkur séu á því að Sólveig Pétursdóttir, fyrrum dómsmálaráðherra - einmitt meðan olíusamráðið var í algleymingi - sé að verða forseti Alþingis áður en að lögregla hefur kannað alla þræði málsins.

Allt þetta mál vekur upp fjölmargar spurningar og það setur ákveðinn óhug að manni um íslenskt þjóðfélag. Orðfæri og vinnubrögð við upphaf Baugsmálsins eru líkari því sem maður getur ímyndað sér í Hollývúdd-mynd um mafíuna en í litlu vestrænu samfélagi. Einnig setur að manni óhug við það að einkapóstur manna sé orðinn öllum opinber í fjölmiðlum.

Verst er þó að sjá hvernig sjálfstæðismenn hópast í skotgrafir til að verja óverjandi málstað.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli