Frétt

mbl.is | 27.09.2005 | 13:07Ólíklegt að maður sem féll í sjóinn af bandarískri skútu hafi komist lífs af

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lenti á Reykjavíkurflugvelli um ellefuleytið í morgun með bandarískan karlmann sem bjargað var af skútu meira en 90 sjómílur norðvestur af Straumsnesi við Ísafjarðardjúp í morgun. Þyrlan og Tf-Syn, Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar voru sendar á staðinn snemma í morgun, en neyðarbauja úr skútunni sendi neyðarkall í nótt. Skosks karlmanns, sem einnig var um borð í skútunni, er saknað. Þyrlan kom við á Rifi til að taka eldsneyti í bakaleiðinni og lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 11:09. Flugvélin Syn hafði lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 10:24.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni vegna málsins segir að neyðarkall hafi borist klukkan 2:17 í nótt um gervihnött frá neyðarsendi til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar/vaktstöðvar siglinga. Samkvæmt neyðarkallinu var neyðarsendirinn staðsettur rúmlega 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi við Ísafjarðardjúp. Í framhaldi af því var farið að kanna skipaferðir á svæðinu og athuga hvort þau væru í nauðum. Einnig var samband við björgunarstjórnstöðvar í nágrannalöndunum til að spyrjast fyrir um uppruna neyðarbaujunnar og skipaferðir.

Þær upplýsingar fengust að lokum frá björgunarstjórnstöðinni í Norfolk í Bandaríkjunum að umrædd neyðarbauja tilheyrði bandarískri skútu sem heitir Vamos og að vitað væri að skútan væri á þessu hafsvæði með tvo menn um borð. Í framhaldi af því náðist samband við norskan línuveiðara sem hélt sjó um fjórtán sjómílum frá þeim stað er neyðarbaujan var á. Vegna veðurs treysti skipstjórinn sér ekki til að athuga með skútuna enda var fárviðri á svæðinu, vindur um 30 metrar á sekúndu. Sagðist hann hafa nóg með að halda skipinu til. Að hans sögn var 10-15 metra ölduhæð á svæðinu og lélegt skyggni.

Lif, stærri þyrla Landhelgisgæslunnar, fór frá Reykjavík kl. 5:40 og Syn, flugvél Landhelgisgæslunnar kl. 6:13. Nauðsynlegt var að senda flugvélina auk þyrlunnar til að leita að skútunni fyrir þyrluna og jafnframt til öryggis fyrir þyrluáhöfnina. Áhöfn Synar, flugvélar Landhelgisgæslunnar, fann skútuna kl. 8:07 og gat því leiðbeint þyrlunni á réttan stað. Lif kom að skútunni um kl. 8:30 og var einn maður um borð. Honum var bjargað um borð í þyrluna og lenti hún á Reykjavíkurflugvelli um kl. 11. Samkvæmt upplýsingum skipverjans fékk skútan á sig brot um kl. 00:15. Skútan lagðist þá á hliðina, mastrið brotnaði og annar skipverjinn féll fyrir borð.

Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar er haft eftir Birni Brekkan Björnssyni þyrluflugmanni, að mótvindur hafi verið alla leiðina og vindhraði um 20-30 metrar á sekúndu. Þegar komið var á svæðið var áhöfn Synar,flugvélar Landhelgisgæslunnar, búin að finna skútuna og kom það sér mjög vel enda hafði þyrlan takmarkað flugþol á svæðinu. Þegar Lif kom að skútunni var hún á flatreki og mastrið brotið. Áhöfn flugvélarinnar Synar hafði þá náð sambandi við skipverjann um borð og fengið upplýsingar um ástand hans.

Hann kom því strax til skila að hann væri í góðu ásigkomulagi og sáu áhafnir Lif og Syn hann aftur í skut skútunnar. Hann treysti sér til að koma sér sjálfur í björgunarlykkju og kom það sér vel því þá þurfti sigmaður ekki að fara niður til hans enda getur verið erfitt að athafna sig í kringum víra og möstur við svona aðstæður. Hífingin gekk mjög vel og tók aðeins 5 mínútur.

Eftir að maðurinn var kominn um borð var hafin leit að týnda félaga hans en sökum takmarkaðs flugþols Lif var aðeins hægt að leita í skamma stund á þyrlunni. Flugvélin Syn hélt leit áfram í rúma klukkustund. Leitin bar ekki árangur.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru aðstæður til leitar afar erfiðar. Vitað var til þess að maðurinn fór í sjóinn í óvatnsþéttum galla.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli