Frétt

Leiðari 17. tbl. 2000 | 27.04.2000 | 17:48Með öngulinn á árbakkanum

Veiðimaður horfir tómlátum augum út yfir ána þar sem hann situr á árbakkanum, búinn bestu fáanlegum veiðigræjum. Hann hefur allt til alls til að egna fyrir laxinn, sem vakir í ánni. En tómlætið er algjört: Öngullinn liggur í grasinu fyrir aftan veiðimanninn.

Miðað við stöðu Ísafjarðarbæjar verður að ætla að ráðamenn bæjarfélagins grípi hvert sjáanlegt tækifæri til að laða að fjármagn til að örva framkvæmdir í sveitarfélaginu. Erindi Olíufélagsins um endurbætur og stækkun á bensínafgreiðslunni við Hafnarstræti fyrir einhverja tugi milljóna króna, sem ætluð var til að bæta og auka þjónustu við viðskiptavini, hlaut einhverra hluta vegna ekki náð fyrir augum umferðar- og öryggisnefndar Vegagerðarinnar. Erindinu hafnað. Hafnarnefnd hengdi hatt sinn á þröng ákvæði aðalskipulags hafnarsvæðisins og setti stólinn fyrir dyrnar hjá manni, sem rekið hefur líkamsræktarstöð hér í bæ árum saman við vaxandi vinsældir: Líkamsrækt er ekki hafnsækin starfsemi! Punktur. Málið afgreitt. Þó fer því fjarri að aðalskipulag sé heilagt hugverk þar sem engu má breyta.

Á sínum tíma hugðust bæjaryfirvöld leysa húsnæðisvanda Grunnskólans með því að koma honum fyrir í fiskvinnsluhúsum Norðurtangans. Ekki spurðu menn sig þá hvort sú fyrirætlan væri fiskvinnslusækin! Nei, fiskvinnsla í Norðurtanga hafði verið lögð niður og ekki fyrirsjáanlegt að hún yrði endurvakin. Á sama hátt bendir ekkert til þess að öll fiskvinnsluhúsin sem nú standa auð og yfirgefin á hafnarsvæðinu komi til með að gegna fyrra hlutverki á ný og því ekkert sem réttlætir að þau verði um ókomin ár minnismerki liðins tíma, öllum til ama, engum til gagns. Sem betur fer mun bæjarstjórnin nú vinna að leiðréttingu og lausn þessara tilteknu mála.

Hvert og eitt verðum við að láta einskis ófreistað til að efla hag bæjarfélagins. Gerum okkur grein fyrir því að við eigum í harðri samkeppni, það er slegist um fjárfesta. Forsvarsmenn bæjarfélagsins verða því allir sem einn að taka að sér hlutverk veiðimannsins, hafa allar klær úti, vekja sýnt og heilagt athygli á þeim kostum sem hér eru fyrir hendi, laða einstaklinga og fyrirtæki til bæjarins, til framkvæmda og fjárfestinga. Greiða götu þeirra sem framast er unnt. Á þann eina hátt snúum við vörn í sókn. Góðar veiðigræjur duga skammt ef húkt er á árbakkanum og beitan skrælnar á önglinum í grasinu. Laxinn tekur ekki agnið nema hann sé engdur.
s.h.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli