Frétt

bb.is | 26.09.2005 | 14:46Mikið um umferðaróhöpp í hálku síðustu viku

Einn gisti fangageymslur lögreglunnar um helgina.
Einn gisti fangageymslur lögreglunnar um helgina.
Mikið var um umferðaróhöpp í síðustu viku og má sjálfsagt kenna skyndilegri hálku þar um. Um miðjan dag á fimmtudag fór fólksbíll út af Hnífsdalsvegi og hvolfdi í vegkantinum og skemmdist mikið. Örfáum mínútum síðar fór annar bíll út af í Botnsdal í Súgandafirði en skemmdist lítið. Þá um kvöldið varð svo þriðja óhappið þegar bíll fór út af veginum rétt fyrir innan Suðureyri á Súgandafjarðarvegi. Var bíllinn mikið skemmdur eftir óhappið. Snemma morguns daginn eftir missti svo ökumaður á Pollgötu á Ísafirði stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann rakst utan í grjótgarðinn í vegkantinum og skemmdist bíllinn mikið. Skömmu síðar varð árekstur á Suðurgötu á Ísafirði þar sem tvær bifreiðar rákust saman og var tjón nokkuð á bílunum. Um miðjan dag skullu svo tvær bifreiðir saman á Skutulsfjarðarbraut við gatnamót Árholts og skemmdust bílar þó nokkuð. Mikil mildi má teljast að engan skuli hafa sakað í neinu af ofantöldum umferðaróhöppum.

Um miðjan dag á föstudag hafði lögregla afskipti af ökumanni í miðbæ Ísafjarðar sem grunaður var um ölvunarakstur. Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar á helginni, aðfararnótt laugardags, en hann hafði verið handtekinn í miðbæ Ísafjarðar fyrir óspektir og ölvun á almannafæri. Var hann látinn sofa úr sér í fangaklefa lögreglunnar og sleppt þegar af honum var runnið og hann hafði róast. Sömu nótt þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum 15-16 ára unglingum sem voru undir áhrifum áfengis. Var þeim ekið heim og verða afskiptin tilkynnt Skóla- og fjölskylduskrifstofu í samræmi við laganna bókstaf.

Í vikunni sem leið hafði lögreglan á Ísafirði afskipti af 7 bifreiðum sem ekki höfðu hlotið skoðun og einu óskráðu bifhjóli. Þá var 16 ára unglingur tekinn á bíl, en eins og gefur að skilja var unglingurinn próflaus. Bíllinn sem hann ók var ekki skráð æfingaökutæki og farþegi í bílnum var ekki samþykktur leiðbeinandi. Loks vill lögreglan enn og aftur hvetja foreldra til að framfylgja útivistarreglum og leyfa ekki eftirlitslaus samkvæmi unglinga.

eirikur@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli