Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 26.09.2005 | 13:27Ríkislögreglustjóri á hálum ís

Í síðustu viku var embætti Ríkslögreglustjóra nokkuð í fréttum. Það er ekki undarlegt í ljósi niðurstöðu héraðsdóms í Baugsmálinu. Eftir þriggja ára viðamikla rannsókn efmahagsbrotadeildar embættisins er málatilbúnaði svo áfátt að öllum ákærum er fleygt úr dómsalnum með skömm. Ríkislögreglustjóri brást illa við gagnrýni stjórnmálamanns og svaraði eins og hann sjálfur væri í stjórnmálum. Stjórnmálamaðurinn, sem hann gagnrýndi, er formaður Samfylkingarinnar og Ríkislögreglustjórinn fann að málflutningi hans í kosningabaráttunni fyrir síðustu Alþingiskosningar, og gagnrýndi svonefndar Borgarnesræður.

Það er sjálfsagt alger tilviljun að embættismaðurinn er sjálfstæðismaður og það er líka sjálfsagt tilviljun að hann var skipaður í embætti af ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hvorugt finnst mér skipta máli, aðalatriðið er að embættið, undir forystu yfirmannsins, starfi lögum samkvæmt og að landsmenn geti treyst því að málefnalega sé unnið, hlutleysis sé gætt og samræmi sé í efnistökum líkra mála.

Um þetta er nákvæmlega deilt í Baugsmálinu. Höfuðsmiðir fyrirtækisins halda því fram að valdamenn í Sjálfstæðisflokknum hafi beitt sér fyrir rannsókninni. Þess vegna var Ríkislögreglustjóri á hálum ís í síðustu viku. Hann á ekki að vera að skattyrðast við einstaka stjórnmálamenn. Honum stendur nær að skýra ýmislegt af því sem einkennilegt þykir hjá embættinu undanfarin ár. Það er mikið í húfi að Ríkislögreglustjóra takist það verk sómasamlega.

Það þarf að skýra hvernig á því stendur að farið er af miklum krafti og hörku í viðmikla húsleit hjá Baugi vegna gruns um fjárdrátt sem síðan breytist í ákæru um nánast hið gagnstæða, að fegra afkomu Baugs. Fyrst er haldið fram að tekin hafi verið verðmæti út úr fyrirtækinu til eigin nota og þar með tekin verðmæti sem allir hluthafar fyrirtækisins áttu. En síðan er blaðinu snúið við. Engin verðmæti tekin út en haldið er fram að látið hafi verið líta svo út að verðmæti hafi verið færð inn í fyrirtækið, og markaðurinn þannig blekktur.

Mér finnst þessi viðsnúningur þurfa skýringar við. Telur Ríkislögreglustjóri það eðlilegt að fara til dómstóla og fá fram húsleit á grundvelli gruns um tilteknar ástæður og tiltekinn glæp, en breyta svo málinu þannig að ástæður verða aðrar og meintur glæpur annar? Merkilegt er það að enginn, sem ætla mátti að málið helst varðaði, svo sem hluthafar í fyrirtækinu, hefur kært eða óskað rannsóknar svo mér sé kunnugt um.

Fleira þarf að skýra. Embættið aðhafðist ekkert þegar forsætisráðherra landsins hélt því fram opinberlega að reynt hefði verið að múta honum. Sá sem borinn var fyrir meintum mútum staðfesti orðaskiptin en sagði þau hafa verið í hálfkæringi. Hvernig má það vera, að svona alvarlegar ásakanir bornar fram af forsætisráðherra landsins voru ekki teknar til rannsóknar? Það er mikið í húfi fyrir lýðræðið í landinu, að landsmenn geti treyst því að heilbrigt stjórnkerfi sé hér á landi, að stjórnmálamennirnir þiggi ekki mútur af neinu tagi og að ekki sé borið á þá fé. Hvað skýrir aðgerðaleysi Ríkislögreglustjóra, þegar mest lá við?

Stjórnarmenn Lífeyrissjóðs Austurlands þóttu ekki hafa staðið sig í sínu starfi og máttu sæta rannsókn sem stóð yfir í nærri 3 ár. Málið fyrntist í höndum hinna vösku manna í efnahagsbrotadeild embættisins. Haft var eftir yfirmanni þeirrar deildar í fréttum Stöðvar 2 að ekkert óeðlilegt væri við tímann sem málið tók. Þá varð ég hissa. Málið fyrntist og ónýttist vegna seinagangs í rannsókninni og maðurinn segir það ekkert óeðlilegt. Hvernig skýrir Ríkislögreglustjóri þessi ummæli og sleifarlag embættisins?

Fyrir tveimur árum var mjög í fréttum rannsókn Samkeppnisstofnunar á svonefndu olíusamráði. Samkeppnisstofnun rannsakaði aðeins hlut fyrirtækjanna en ekki ábyrgð og aðild einstaklinga að hinu refsiverða athæfi. Það var sagt á verksviði Ríkislögreglustjóraembættisins. Spurt var: verða einstaklingarnir rannsakaðir og þá ákærðir eftir atvikum? Þá brá svo við að embættið hreyfði sig ekki.

Ýmsu var borið við til þess að afsaka aðgerðaleysið. Samkeppnisstofnun hefði ekki látið Ríkislögreglustjóraembættið vita, ekki væri hægt að rannsaka einstaklingana á meðan Samkeppnisstofnun væri að rannsaka fyrirtækin, ekki væru til peningar til rannsóknarinnar og svo framvegis. Ekkert var gert, að minnsta kosti er mér ekki kunnugt um að rannsókn standi yfir, en Samkepnnisstofnun hefur staðfest verðsamráðið og sektað Olíufélögin. Almenningur á Íslandi var hlunnfarinn, það liggur fyrir, aðeins er deilt um hve mikið, en enginn er látinn sæta ábyrgð.

Svona blasir þetta við: hlaupið er til þegar Baugur á í hlut, en ekkert aðhafst gagnvart olíufélögum. Jón Gerald fær fulla þjónustu embættisins en almenningur lítinn sem engan. Ég vona að Ríkislögreglustjóri sé sammála mér um að þessi mynd er afleit. Henni verður ekki breytt nema með trúverðugum skýringum. Það verður að skýra það, hvers vegna stór og mikilvæg mál fá svo misjafna meðhöndlun hjá embættinu sem raun ber vitni. Skortur á trúverðugum skýringum gefur pólitískum samsæriskenningum byr undir báða vængi.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli