Frétt

| 27.04.2000 | 15:07Ebony Dickinson til reynslu

Ebony Dickinson.
Ebony Dickinson.
Ebony Dickinson, sem lék með kvennaliði KFÍ í vetur, tekur um helgina þátt í ,,try out" æfingabúðum hjá bandaríska WNBA-liðinu Detroit Shock. Liðið lék sitt annað ár í bandarísku atvinnumannadeildinni í fyrra og varð í þriðja sæti austurdeildarinnar, vann fimmtán leiki en tapaði sautján.
Liðið á enn eftir að fylla leikmannahóp sinn og vantar 1-3 leikmenn til viðbótar við þá ellefu sem þegar eru komnir. Gera má ráð fyrir að róðurinn verði erfiður fyrir Ebony þar sem búist er við að 120 leikmenn taki þátt í æfingabúðunum. Þjálfari Detroit Shock er Nancy Liberman-Cline, sem m.a. var einkaþjálfari tennisstjörnunnar Martinu Navratilovu frá árinu 1981 til 194. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með æfingabúðunum hjá Shock liðinu um helgina er bent á heimasíðu liðsins http://www.wnba.com/shock

bb.is | 28.07.15 | 07:58 Öryrkjar rukkaðir um milljónir

Mynd með frétt Hluti öryrkja skuldar Tryggingastofnun yfir milljón króna eftir endurútreikninga á greiðslum frá stofnuninni vegna tekjutengdra greiðslna árið 2014. Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Tryggingastofnunar, segir í samtali við visir.is að slíkum tilfellum hafi fjölgað eftir að lögum var breytt sem höfðu í ...
Meira

bb.is | 27.07.15 | 16:47Melrakkasetrið nýtur æ meiri vinsælda

Mynd með fréttMelrakkasetur Íslands í Súðavík nýtur æ meiri vinsælda meðal ferðamanna. Ríflega tólf þúsund gestir hafa sótt setrið síðan í maí. Melrakkasetrið var stofnað árið 2007 í þeim tilgangi að safna saman á einn stað, allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast ...
Meira

bb.is | 27.07.15 | 14:50Dómar ítrekað mildaðir vegna seinagangs lögreglu

Mynd með fréttHéraðsdómur Vestfjarða hefur á síðustu átta mánuðum mildað refsingar í þremur alvarlegum málum vegna seinagangs við rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum og langrar málsmeðferðar ákæruvaldsins. Í nóvember á síðasta ári var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða dómur í nauðgunarmáli. Nauðgunin var kærð ...
Meira

bb.is | 27.07.15 | 13:01Íbúatalan stendur í stað

Mynd með fréttÍ lok annars ársfjórðung þessa árs bjuggu 330.610 manns hér á landi, 166.170 karlar og 164.440 konur. Landsmönnum fjölgaði um 870 frá áramótum. Erlendir ríkisborgarar voru 25.090 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 212.120 manns. Íbúar á Vestfjörðum eru 6.930 í lok ársfjórðungsins ...
Meira

bb.is | 27.07.15 | 10:32Matthías til liðs við Rosenborg

Mynd með fréttÍsfirski knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson skrifaði í gær undir tveggja og hálfs ár samning við norska stórliðið Rosenborg í Þrándheimi. Matthías hefur leikið með Start frá árinu 2012. Rosenborg er á toppi norsku deildarinnar og liðið er komið í 3. umferð forkeppni ...
Meira

bb.is | 27.07.15 | 09:25Telur fullvíst að Vestfjarðablaðið verði gefið áfram út

Mynd með fréttVefpressan, fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, hefur keypt útgáfuna Fótspor, sem gaf meðal annars út blaðið Vestfirði, Akureyri vikublað og Reykjavík vikublað. Kristinn H. Gunnarsson hefur ritstýrt Vestfjarðablaðinu og hefur samningi hans við Fótspor verið rift. „Blaðið kemur ekki út í ágúst ...
Meira

bb.is | 27.07.15 | 07:56Vegagerð um Bjarnarfjarðarháls boðin út

Mynd með fréttBúið er að bjóða út vegagerð um Bjarnarfjarðarháls, alls um 7,35 km leið frá vegamótum utan við Hálsgötugil við Steingrímsfjörð að Svanshóli í Bjarnarfirði. Þar á að endurleggja Strandaveg (643). Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2017. ...
Meira

bb.is | 24.07.15 | 16:4212 mánaða skilorð fyrir að kveikja í húsi

Mynd með fréttKarlmaður hefur verið dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í júlí 2011 kveikt í húsi með það að markmiði að svíkja út tryggingarbætur. Annar karlmaður var einnig ákærður í málinu en hann var ...
Meira

bb.is | 24.07.15 | 14:55Norðursigling hefur siglingar í Jökulfirði

Mynd með fréttNorðursigling á Húsavík ætlar að hefja skíðaferðir í Jökulfirði næsta vor. Ferðirnar verða í samstarfi við Auroru Arktika á Ísafirði. Fyrirtækin ætla að vinna saman að markaðssetningu og framkvæmd ferðanna. Í fréttatilkynningu segir Heimir Harðarson, skipstjóri og einn af eigendum Norðursiglingar, ...
Meira

bb.is | 24.07.15 | 11:44Á annað hundrað rútur á álagsdögum

Mynd með frétt9.600 manns komu hingað til lands með skemmtiferðaskipum 30. júní. Á þeim degi má gera ráð fyrir að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi samanlagt þurft 130-140 rútur ef miðað er við að um 60-70% farþega nýti sér hópferðir á ferðamannastaði. Kristín Sif ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli