Frétt

| 27.04.2000 | 15:07Ebony Dickinson til reynslu

Ebony Dickinson.
Ebony Dickinson.
Ebony Dickinson, sem lék með kvennaliði KFÍ í vetur, tekur um helgina þátt í ,,try out" æfingabúðum hjá bandaríska WNBA-liðinu Detroit Shock. Liðið lék sitt annað ár í bandarísku atvinnumannadeildinni í fyrra og varð í þriðja sæti austurdeildarinnar, vann fimmtán leiki en tapaði sautján.
Liðið á enn eftir að fylla leikmannahóp sinn og vantar 1-3 leikmenn til viðbótar við þá ellefu sem þegar eru komnir. Gera má ráð fyrir að róðurinn verði erfiður fyrir Ebony þar sem búist er við að 120 leikmenn taki þátt í æfingabúðunum. Þjálfari Detroit Shock er Nancy Liberman-Cline, sem m.a. var einkaþjálfari tennisstjörnunnar Martinu Navratilovu frá árinu 1981 til 194. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með æfingabúðunum hjá Shock liðinu um helgina er bent á heimasíðu liðsins http://www.wnba.com/shock

bb.is | 25.07.14 | 16:47 Óvenju mörg tilfelli kampýlóbaktíusýkingar

Mynd með frétt Á undanförnum dögum hafa verið að greinast óvenju mörg tilfelli hér á landi með niðurgang af völdum kampýlóbakters, á því er fram kemur í tilkynningu frá embætti Landlæknis. Á síðasta ári greindust um 100 einstaklingar hér á landi með kampýlóbaktersýkingu en ...
Meira

bb.is | 25.07.14 | 14:48Samið við sveitarfélög um refaveiðar

Mynd með fréttUmhverfisstofnun hefur gert samninga við sveitarfélög landsins um refaveiðar til þriggja ára. Að þremur árum liðnum er áætlað að fyrir liggi betri upplýsingar um stofnstærð refsins um land allt sem og frekari upplýsinga um tjón. Refastofninn hefur líklega meira en tífaldast ...
Meira

bb.is | 25.07.14 | 13:02Hnúðlax veiddist í Arnarfirði

Mynd með fréttHnúðlax veiddist í silungaent í innanverðum Fossfirði í Arnarfirði í gær en heimkynni hans eru í Kyrrahafi. Talið er að tegundin hafi borist í Atlantshaf með fiskrækt í norður Rússlandi um miðja síðustu öld. Laxinn veiddu tveir nemar, Niklas Karbowski og ...
Meira

bb.is | 25.07.14 | 10:54Stækka við sig í Flókalundi

Mynd með frétt„Sumarið hefur gengið alveg þokkalega hjá okkur. Það eru mest erlendir ferðamenn sem eru að koma hingað og svo koma Íslendingarnir svona þegar líður á júlí og í ágúst,“ segir Steinunn Hjartardóttir hótelstýra í Hótel Flókalundi í Vatnsfirði við Breiðafjörð. Þær ...
Meira

bb.is | 25.07.14 | 09:23Draumur að geta sýnt fegurð Djúpsins

Mynd með fréttFyrir tæpum fjórum árum keypti Sigurður Aðalsteinsson bátinn Ísöld sem er 12 manna harðbotna slöngubátur, svokallaður RIB bátur. Hann er búinn að gera bátinn út frá Ísafirði í þrjú sumur og býður upp á margskonar skemmtisiglingar um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. Hægur ...
Meira

bb.is | 25.07.14 | 07:41Krafin svara um stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði

Mynd með fréttStærstu sveitarfélög landsins hafa verið krafin svara í bréfi frá velferðarráðuneytinu um stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði og hvort sveitarfélögin fullnægi lögboðnu hlutverki sínu, að því er fram kemur í tilkynningu. Í bréfinu óskar ráðuneytið eftir upplýsingum frá sveitarfélögunum fyrir 8. ...
Meira

bb.is | 24.07.14 | 16:46Opinberum stofnunum hrúgað á sama blettinn fyrir norðan

Mynd með fréttSýslumannsembættum í landinu fækkar úr 24 í níu um áramótin. Ásthildur Sturludóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hrúga öllum opinberum stofnunum í fjórðungnum á sama blettinn. „Það veldur mér náttúrlega miklum vonbrigðum að ríkisvaldið hafi tekið þá ákvörðun að hrúga ...
Meira

bb.is | 24.07.14 | 14:47Millilandanir á Ísafirði breyta miklu

Mynd með fréttÍsfisktogarinn Ásbjörn RE, gerður út af HB Granda, landaði í gær 80 tonna afla sem fékkst á Vestfjarðamiðum á um tveimur sólarhringum. Þetta er önnur millilöndunin í yfirstandandi veiðiferð því á sunnudag kom togarinn til hafnar á Ísafirði með um 90 ...
Meira

bb.is | 24.07.14 | 13:01Sýslumaðurinn á Vestfjörðum ekki í Bolungarvík?

Mynd með fréttHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur í kjölfar niðurstöðu sérstakrar valnefndar, tilkynnt um skipan í embætti sýslumanna í nýjum umdæmum í samræmi við ný lög sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor um breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra og aðskilnað embættanna. Eins áður ...
Meira

bb.is | 24.07.14 | 10:55Chatchai og Anna Ragnheiður efst

Mynd með fréttChatchai Phothiya (GBO) er efstur í karlaflokki án forgjafar í sjávarútvegsmótaröðinni í golfi að afloknum fjórum mótum af sex. Chatchai er með 5.400 stig en næstur honum kemur Janusz Pawel Duszak (GBO) með 3.615 stig og þriðji er Runólfur Kristinn Pétursson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli