Frétt

| 27.04.2000 | 15:07Ebony Dickinson til reynslu

Ebony Dickinson.
Ebony Dickinson.
Ebony Dickinson, sem lék með kvennaliði KFÍ í vetur, tekur um helgina þátt í ,,try out" æfingabúðum hjá bandaríska WNBA-liðinu Detroit Shock. Liðið lék sitt annað ár í bandarísku atvinnumannadeildinni í fyrra og varð í þriðja sæti austurdeildarinnar, vann fimmtán leiki en tapaði sautján.
Liðið á enn eftir að fylla leikmannahóp sinn og vantar 1-3 leikmenn til viðbótar við þá ellefu sem þegar eru komnir. Gera má ráð fyrir að róðurinn verði erfiður fyrir Ebony þar sem búist er við að 120 leikmenn taki þátt í æfingabúðunum. Þjálfari Detroit Shock er Nancy Liberman-Cline, sem m.a. var einkaþjálfari tennisstjörnunnar Martinu Navratilovu frá árinu 1981 til 194. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með æfingabúðunum hjá Shock liðinu um helgina er bent á heimasíðu liðsins http://www.wnba.com/shock

bb.is | 24.11.15 | 16:52 Burt með káfið !

Mynd með frétt Á dögunum féll dómur hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um sekt káfara í Vesturbæjarlaug Reykjavíkur. Málsatvik voru þau að sá dæmdi strauk læri brotaþola þar sem þeir voru staddir í gufubaði sundlaugarinnar. Sá dæmdi hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi ...
Meira

bb.is | 24.11.15 | 14:50Úrskurður í kæru Ísafjarðarbæjar væntanlegur

Mynd með fréttEkki er komin úrskurður í kæru Ísafjarðarbæjar á niðurstöðu Viðlagatryggingar Íslands um að tryggingarnar bæti ekki tjón sem varð í flóðunum á Ísafirði og á Suðureyr í febrúar. Það vakti athygli að Viðlagatrygging bætir tjón sem urðu í miklum aurflóðum á ...
Meira

bb.is | 24.11.15 | 11:54Átta fengu úthlutun úr afrekssjóði

Mynd með fréttÚthlutað var úr Afreksjóði HSV á dögunum. Alls bárust umsóknir frá fjórum aðildarfélögum HSV vegna 8 íþróttamanna. Heildarfjárhæðin sem úthlutuð var úr sjóðnum að þessu sinni var 710.000, í marsmánuði var úthlutað úr sjóðnum kr. 600.000. Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri ...
Meira

bb.is | 24.11.15 | 10:10Dögum verði fjölgað og eigandaákvæði falli á brott

Mynd með fréttÁ landsfundi Landssambands smábátaeigenda var samþykkt að óska eftir að svokallað eigandaákvæði á strandveiðum verði fellt á brott. Eigandaákvæðið felur í sér að einungis eigandi báts megi róa á honum til strandveiða. Í ályktun fundarins segir að ákvæðið geti komið í ...
Meira

bb.is | 24.11.15 | 07:53Dunkin´Donuts stemning á markaði Hvatar

Mynd með fréttFélagsheimilið í Hnífsdal var staður staðanna um nýliðna helgi þar sem var árlegur markaður kvenfélagsins Hvatar. Þegar dyr markaðarins voru opnaðar klukkan 14 að staðartíma þusti inn hvílík mannmergð að halda mætti að á staðnum hefði verið að opna útibú frá ...
Meira

bb.is | 23.11.15 | 16:52Áttrætt Ísafjarðarbíó

Mynd með fréttÍsafjarðarbíó fagnar 80 ára afmæli í dag, en þann 23.nóvember árið 1935 voru dyr Alþýðuhússins sem kvikmyndahúss fyrst opnaðar bæjarbúum sem fylltu sal og svalir þess til að bera augum Örkina hans Nóa „afar stórfenglega kvikmynd um heimsendi.“ Ísafjarðarbíó er elsta ...
Meira

bb.is | 23.11.15 | 15:49Unnu alla leikina og komnar í A-riðil

Mynd með fréttB-riðill Íslandsmót 7. flokks stúlkna í körfubolta fór fram á Ísafirði um helgina. Mótherjar KFÍ í riðlinum voru KR, Njarðvík B og sameiginlegt lið Tindastóls og Þórs Akureyri. Skemmst er frá því að segja að KFÍ stúlkur gerðu sér lítið fyrir ...
Meira

bb.is | 23.11.15 | 14:50Nýr kjarasamningur SGS og sveitarfélaganna

Mynd með fréttNýr kjarasamningur hefur verið gerðir á milli Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn var undirritaður á föstudagskvöld. Aðild að samningnum eiga 15 félög innan SGS, þar á meðal Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur. Samningurinn gildir í fjögur ...
Meira

bb.is | 23.11.15 | 11:55Afbragðs uppgjör segir bæjarstjóri

Mynd með fréttNiðurstaða níu mánaða uppgjörs er „afbragð“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæja, í aðsendri grein sem birtist á bb.is í dag. „Niðurstaða níu mánaða uppgjörs í samstæðureikningi Ísafjarðarbæjar er afgangur af rekstri upp á 144 milljónir króna í stað 113 m.kr.,“ ...
Meira

bb.is | 23.11.15 | 09:50Tap í háspennuleik

Mynd með fréttÞað var góð stemmning á Jakanum fyrir leik KFÍ og Breiðabliks í föstudaginn. Stúkan þéttsetin og sú skemmtilega nýbreytni tekin upp að yngri iðkendur, að þessu sinni minniboltakrakkar, leiddu leikmenn KFÍ inn á völlinn. Leikurinn var líka bráðfjörugur og spennandi allt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli