Frétt

10.09.15 ALLT Í LAGI

| 27.04.2000 | 15:07Ebony Dickinson til reynslu

Ebony Dickinson.
Ebony Dickinson.
Ebony Dickinson, sem lék með kvennaliði KFÍ í vetur, tekur um helgina þátt í ,,try out" æfingabúðum hjá bandaríska WNBA-liðinu Detroit Shock. Liðið lék sitt annað ár í bandarísku atvinnumannadeildinni í fyrra og varð í þriðja sæti austurdeildarinnar, vann fimmtán leiki en tapaði sautján.
Liðið á enn eftir að fylla leikmannahóp sinn og vantar 1-3 leikmenn til viðbótar við þá ellefu sem þegar eru komnir. Gera má ráð fyrir að róðurinn verði erfiður fyrir Ebony þar sem búist er við að 120 leikmenn taki þátt í æfingabúðunum. Þjálfari Detroit Shock er Nancy Liberman-Cline, sem m.a. var einkaþjálfari tennisstjörnunnar Martinu Navratilovu frá árinu 1981 til 194. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með æfingabúðunum hjá Shock liðinu um helgina er bent á heimasíðu liðsins http://www.wnba.com/shock

bb.is | 03.09.15 | 16:54 Nýliðafundur ungliðadeildar í kvöld

Mynd með frétt Nýliðakynning verður hjá unglingadeildinni Hafstjörnunni fimmtudagskvöldið 3. September í Guðmundarbúð kl 20.00 . Þetta er tilvalinn félagskapur fyrir krakka á aldrinum 13 til 18 ára sem hafa áhuga á útivist og góðum félagskap. Á kynningar fundinum verður farið yfir starf ...
Meira

bb.is | 03.09.15 | 15:45Súðavíkurhreppur vill taka á móti flóttafólki

Mynd með fréttSúðavíkurhreppur samþykkti fyrir stundu að lýsa yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki og var sveitarstjóra og oddvita veitt umboð til að hefja viðræður við Velferðarráðuneytið um mótttöku flóttafólks í sveitarfélagið. Tillögur þessa efnis voru samþykktar samhljóða í sveitarstjórninni.
Meira

bb.is | 03.09.15 | 14:14Íslenskir sjómenn ánægðir í starfi

Mynd með fréttSamkvæmt nýútkominni könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu kemur fram að 90% sjómanna eru ánægðir í starfi en aðeins um 4% óánægðir. Tilgangur könnunarinnar var að kanna líðan og öryggi sjómanna og að nýta niðurstöður til úrbóta. Niðurstöðurnar sýna að miklar ...
Meira

bb.is | 03.09.15 | 11:48Að tala við börn um stríð

Mynd með fréttÁ vef unicef eru góð ráð til þess að útskýra fyrir börnum hvað er um að vera í veröldinni í dag. Það hefur eflaust farið fram hjá fáum hve mikið hefur verið fjallað um menn, konur og börn sem eru að ...
Meira

bb.is | 03.09.15 | 07:53Körfuboltinn að komast í fullan gang

Mynd með fréttHinn árlegi Körfuboltadagur Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar verður haldinn næstkomandi laugardag en dagurinn markar upphaf vetrartímabilsins í yngri flokkum félagsins. Þar gefst krökkum á öllum aldri tækifæri til að kynna sér körfuboltaíþróttina, fara í skemmtilega leiki, spreyta sig á boltastöðvum og fá upplýsingar ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 16:56Sundæfingar að hefjast hjá Vestra

Mynd með fréttVetrarstarf íþróttafélagana er nú óðum að hefjast og deildirnar að gefa út æfingatíma og upplýsa um þjálfara. Það er um margt að velja og engin þörf á að hanga heima yfir tölvunni, allir ættu að geta fundið íþrótt við hæfi. Sundfélagið ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 14:50Alvarleg bilun hjá Mílu

Mynd með fréttBilun kom upp í búnaði Mílu Ísafirði í gær sem hafði áhrif á gagnaflutning milli Ísafjarðar og Búðardals og leiddi það þess að tengingar voru úti í marga klukkutíma á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Sömuleiðis voru truflanir á sambandi ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 11:53Góð nýnemavika að baki

Mynd með fréttÞað má segja að nýnemavikan í menntaskólanum hafi verið með öðru móti síðustu tvö ár en árin og áratugina þar á undan. Meðal annars sló nemendafélag skólans upp grillveislu og farið var í svokallaða nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði þar sem ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 10:18Ný heimasíða Grunnskólans á Suðureyri

Mynd með fréttNý heimasíða var opnuð fyrir Grunnskólann á Suðureyri þann 1. september og mun hún bæta upplýsingaflæði til foreldra og nemenda. Nýja síðan er mjög aðgengileg og geta menn nálgast allar upplýsingar hvort sem þær snúa að náminu eða starfinu innan skólans, ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 09:02Næg atvinna á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttTálknfirðingar standa frammi fyrir uppsögnum á stærsta vinnustað þorpsins eftir að öllum starfsmönnum Þórsbergs var sagt upp í gær, alls 26 manns. Stjórn Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV), telur mikilvægara en nokkru sinni að hlutaðeigandi aðilar á svæðinu, bæði á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli