Frétt

| 27.04.2000 | 15:07Ebony Dickinson til reynslu

Ebony Dickinson.
Ebony Dickinson.
Ebony Dickinson, sem lék með kvennaliði KFÍ í vetur, tekur um helgina þátt í ,,try out" æfingabúðum hjá bandaríska WNBA-liðinu Detroit Shock. Liðið lék sitt annað ár í bandarísku atvinnumannadeildinni í fyrra og varð í þriðja sæti austurdeildarinnar, vann fimmtán leiki en tapaði sautján.
Liðið á enn eftir að fylla leikmannahóp sinn og vantar 1-3 leikmenn til viðbótar við þá ellefu sem þegar eru komnir. Gera má ráð fyrir að róðurinn verði erfiður fyrir Ebony þar sem búist er við að 120 leikmenn taki þátt í æfingabúðunum. Þjálfari Detroit Shock er Nancy Liberman-Cline, sem m.a. var einkaþjálfari tennisstjörnunnar Martinu Navratilovu frá árinu 1981 til 194. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með æfingabúðunum hjá Shock liðinu um helgina er bent á heimasíðu liðsins http://www.wnba.com/shock

bb.is | 25.11.14 | 16:45 Snerpa 20 ára í dag

Mynd með frétt Snerpa ehf., á Ísafirði fagnar 20 ára afmæli í dag. Fyrirtækið var stofnað 25. nóvember 1994 af þeim Birni Davíðssyni og Jóni Arnari Gestssyni. Aðspurður segist Björn ekki hafa séð fyrir að tuttugu árum síðar yrði fyrirtækið í fullu fjöri. „Við ...
Meira

bb.is | 25.11.14 | 14:50„Hér ríkir mikil gleði“

Mynd með fréttSamninganefndir tónlistarkennara og sveitarfélaganna skrifuðu undir samning eftir langa samningalotu í húsakynnum Ríkissáttasemjara um klukkan hálfsex í morgun. Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, segir að verkfallið hafi tekið á en hún sé sátt við nýjan samning. Hún segir að kennsla hefjist ...
Meira

bb.is | 25.11.14 | 13:01Flateyringar vilja undanþágu frá byggðakvótareglum

Mynd með fréttVegna óvissuástands í fiskvinnslu á Flateyri hafa önfirskar útgerðir óskað eftir því að slakað verði á reglum um löndun byggðakvóta. Í bréfi sem forsvarsmenn sjö útgerða skrifa Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, segir að frá og með næstu áramótum hætti ...
Meira

bb.is | 25.11.14 | 10:54Vettvangsskólar sækja Vestfirði heim

Mynd með fréttHáskólasetur Vestfjarða hefur nánast frá stofnun aðstoðað erlenda vettvangsskóla við að undirbúa dvöl á Vestfjörðum og veitt þeim aðstöðu. Bróðurparturinn af hópunum hefur komið á vegum háskóla í Norður-Ameríku, en evrópskir nemendur hafa einnig sótt skólann heim. Auk þess að sitja ...
Meira

bb.is | 25.11.14 | 09:23Sendingarkostnaður greiðist af viðtakanda ef ekki er ferð

Mynd með fréttÞeir sem búa á landsbyggðinni þekkja það vel að nota óformlegar sendingaþjónustur til að koma vörum og hlutum milli staða. Þetta kallast að nýta ferðirnar og ef ekki er ferð, eru vörurnar sendar með flutningabíl. Bændur að Stað í Reykhólahreppi selja ...
Meira

bb.is | 25.11.14 | 07:41Sótspor íslenskra þorskhnakka

Mynd með fréttÍ seinni tíð hefur krafan um sjálfbæra nýtingu og lágmörkun umhverfisáhrifa í framleiðslu á matvælum aukist mikið á mörkuðum sem eru mikilvægir fyrir ferskfiskafurðir Íslendinga. Kröfum um sjálfbæra nýtingu fiskistofna hefur verið svarað með umhverfisvottunum, en upplýsingar um heildarumhverfisáhrif íslenskra sjávarafurða ...
Meira

bb.is | 24.11.14 | 16:08Aðgerðirnar réttmætar segir lögreglan

Mynd með fréttLögreglan á Vestfjörðum segir að byssur hafi ekki verið teknar úr slíðrum þegar maður á Ísafirði var yfirbugaður og handtekinn fyrir viku. Í tilkynningu segir að aðgerðir lögreglunnar hafi verið réttmætar. Lögreglan var kölluð að húsi á Ísafirði þar sem óttast ...
Meira

bb.is | 24.11.14 | 14:51Dúa bíllinn á frímerki

Mynd með fréttMargir muna eftir dýrfirsku Dúa bílunum enda hentuðu þeir einkar vel fyrir ungar konur og menn sem stunduðu bæði moldar- og sandflutninga á leiksvæðum. Á Þingeyrarvefnum er sagt frá því að gömul leikföng séu sameiginlegt þema Evrópufrímerkjanna næsta árið. Þau íslensku ...
Meira

bb.is | 24.11.14 | 13:02Rætt um 11% skatt á mat

Mynd með fréttLíkur eru á því að virðisaukaskattur á matvæli verði hækkaður í 11% en ekki 12% eins og lagt er til í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Skatturinn er nú 7%. Þannig vilja stjórnarliðar koma til móts við gagnrýni ...
Meira

bb.is | 24.11.14 | 10:53Lá á hægri hliðinni

Mynd með fréttBolvíkingurinn Dagbjört Ásgeirsdóttir hefur gefið út sína fjórðu barnabók um félagana Gumma og Rebba. Fyrri bækurnar hafa hlotið góða dóma, og lof gagnrýnenda sem og kennara enda eru þær talvert notaðar í leik- og grunnskólum þegar unnið er með málskilning og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli