Frétt

Ragnheiður Hákonardóttir | 22.09.2005 | 14:39Greinargerð fastanefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga um samgöngumál

Ragnheiður Hákonardóttir.
Ragnheiður Hákonardóttir.
Fastanefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga um samgöngumál var skipuð á 49. Fjórðungsþingi og hefur því starfað í tæpt ár. Nefndin hefur starfað eftir samþykktum Fjórðungsþings og hefur það hlutverk að fylgja eftir þeim áherslum í samgöngumálum, sem vestfirskir sveitarstjórnarmenn sammælast um á hverjum tíma. Nefndin er þannig skipuð, að undirrituð er formaður en aðrir nefndarmenn eru Sölvi Sólbergsson, Guðbrandur Sverrisson, Einar Örn Thorlacius og Þórólfur Halldórsson.

Á 49. Fjórðungsþingi var samþykkt stefnumótun í samgöngumálum, sem sett var fram í skýrslu starfshóps á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga frá árinu 2004. Nær skýrslan til allra samgönguþátta, þ.e. flugs, fjarskipta, hafna og vega. Þessi skýrsla hefur verið leiðarljós nefndarinnar á starfsárinu.

Í skýrslunni var lögð megináhersla á eftirfarandi:

Að þéttbýliskjarnar á Vestfjörðum yrðu tengdir með bundnu slitlagi.

Að tryggja öryggi vegfarenda með fullnægjandi viðhaldi á þeim stofnvegum í fjórðungnum, sem ekki hafa enn verið byggðir upp.

Að leggja veg um Tröllatunguheiði (um Arnkötludal og Gautsdal).

Að fjárveitingar verði verulega auknar til stórverkefna á Djúpvegi og Vestfjarðavegi miðað við núgildandi samgönguáætlun.

Að tengja Dýrafjörð og Vatnsfjörð í einni framkvæmd með jarðgöngum.

Fastanefndin hélt 6 fundi og voru þeir haldnir á Ísafirði að einum undanskildum, sem haldinn var í Reykjavík með vegamálastjóra. Nefndin átti tvisvar á starfsárinu fund með samgönguráðherra og voru þar til umræðu endurskoðun á samgönguáætlun, jarðgangaáætlun og fjarskiptamál.

Niðurstöður fundanna með vegamálastjóra og samgönguráðherra má draga saman í eftirfarandi atriði:

Mikill niðurskurður á framkvæmdafé til vegamála er raunveruleiki.

Ekki hefur verið tekin formleg ákvörðun um að hefja framkvæmdir við jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, þrátt fyrir að rannsóknir vegna fyrirhugaðra framkvæmda þar liggi fyrir.

Fastanefndin leggur afar mikla áherslu á samþykkt FV að tengja Dýrafjörð og Vatnsfjörð í einni framkvæmd með jarðgöngum og ítrekar að undirbúningur, svo sem hönnun, rannsóknir og umhverfismat vegna framkvæmdarinnar í heild sinni, hefjist nú þegar. Fastanefndin hefur lagt fram tillögu að ályktun til Fjórðungsþings, þar sem skorað er á samgönguráðherra að tryggja að ráðist verði í gerð jarðganga milli Dýrafjarðar og Vatnsfjarðar eigi síðar en 2008. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur þegar verið gerð yfirlitsathugun á aðstæðum til jarðgangagerðar á þessum stað, staðsetning ganga ákveðin í grófum dráttum og jarðlög við væntanlega gangamunna skoðuð. Þá er hafin gagnasöfnun vegna umhverfismats.

Breytt flutningsmynstur þungaflutninga hefur haft slæm áhrif á vegakerfi á Vestfjörðum, sem er á engan hátt í stakk búið til að taka við auknum þunga og tíðari ferðum. Þrátt fyrir miklar vegabætur í fjórðungnum á síðari árum er ljóst, að ekki er fyrirsjáanleg nein breyting í þeim efnum nema til komi aukið fjármagn til endurbóta, viðhalds og uppbyggingar vega.

Framkvæmdir á Vestfjörðum, samkvæmt samgönguáætlun, eru á eftir áætlun – sem reyndar endurskoðast eitthvað miðað við þá samgönguáætlun sem samþykkt var í vor. Vestfjarðavegur nr. 60 er langstærsta verkefnið á Vestfjörðum. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 1.045 milljónum króna í Vestfjarðaveg fram til 2008, þar af 745 milljónum í leiðina Bjarkalundur-Flókalundur, en Svínadalur er nú orðinn hluti af framkvæmdum við Vestfjarðaveg. Hönnun vegar um Svínadal er næstum lokið og fer hann síðan í útboð. Gert er ráð fyrir tæpum 1.500 milljónum króna í Djúpveg og 100 milljónum í veg um Arnkötludal. Verðlagsþróun hefur haft slæm áhrif á fjármagn til vegamála og lausnir verða sífellt dýrari og flóknari.

Sú samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi í maí sl. er langt frá samþykktum Fjórðungssambandsins. Áætlunin endurspeglar efnahagsstefnu stjórnvalda, sem er að draga úr þenslu í ríkisfjármálum vegna stórframkvæmda sem stjórnvöld hafa komið að í öðrum landshlutum. Segja má að ákveðinn varnarsigur hafi náðst í núgildandi samgönguáætlun, þar sem það virðist vera almenn skoðun höfuðborgarbúa að alltof miklum fjármunum sé varið í samgöngur á landsbyggðinni. Fastanefndin lýsir yfir miklum áhyggjum af áhrifum áætlunarinnar á efnahagslíf á Vestfjörðum.

Breytt flutningsmynstur með auknum þungaflutningum veldur gífurlegu álagi á vegakerfið á Vestfjörðum. Þrátt fyrir töluverðar framkvæmdir í endurbótum á vegakerfi Vestfjarða eru enn eftir mislangir vegakaflar með óbundnu slitlagi, sem eru um leið ekki reiknaðir fyrir slíka aukningu þungaflutninga. Þessir kaflar eru nú flöskuhálsar í landflutningum og hafa nú þegar valdið hækkun á flutningskostnaði, sem kemur til viðbótar þeim efnahagsáhrifum sem þegar eru orðin staðreynd.

Fjarskiptamál á Vestfjörðum hafa verið mikið til umræðu að undanförnu og má það meðal annars rekja til tíðra rofa á ljósleiðarasambandi til Vestfjarða. Fjórðungssambandið fékk Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða til að vinna úttekt á stöðu gagnaflutninga, tenginga og sambanda hjá stofnunum og fyrirtækjum á Vestfjörðum. Vestfirðir eru eini landshlutinn sem ekki hefur svokallaða hringtengingu á ljósleiðaranum, sem þýðir í raun, að rofni ljósleiðarinn er gagnasamband við Vestfirði mjög takmarkað en slíkt hefur mjög víðtæk áhrif.

Niðurstöður þessarar úttektar voru sláandi. Allar stofnanir og öll fyrirtæki sem eru tengd tölvukerfum, landsnetum eða öðru sem tengt er við Reykjavík eða Akureyri eru algjörlega háð ljósleiðarasambandi og mjög fá þeirra eru með eitthvert varasamband. Í flestum tilvikum verða þessar stofnanir og fyrirtæki óstarfhæf við þessar aðstæður.

Þétting GSM-sambands á þjóðvegum á milli þéttbýliskjarna og á fjölförnum leiðum á Vestfjörðum er afar brýn og hefur lengi verið eitt af hagsmunamálum okkar Vestfirðinga. Með uppsetningu á nokkrum GSM-sendum á Vestfjörðum er hægt að koma á samfelldu GSM-sambandi. Á árinu hefur verið aukið við útbreiðslu GSM-svæðisins en enn eru stór svæði í Ísafjarðardjúpi og Austur-Barðastrandarsýslu sambandslaus. Aukinn fjöldi ferðamanna á svæðinu kallar á betri þjónustu enda er krafa nútímans að vera í GSM-sambandi sem víðast, auk hins augljósa öryggis sem í því felst, þar sem víða er strjálbýlt. Brýnt er að tryggja þessa þjónustu við íbúa á Vestfjörðum og ferðamenn, innlenda sem erlenda.

Lítil umræða hefur verið um ný hafnalög og hefur fastanefndin áhyggjur af þeirri stöðu, að ríkisvaldið kemur nú síður en áður að uppbyggingu og viðhaldi hafnamannvirkja. Nauðsynlegt er að líta á hafnir sem hluta af samgöngumannvirkjum. Sveitarfélög eru misjafnlega í stakk búin til að takast á við þessar breytingar. Margt bendir til þess að meginforsenda nýrra hafnalaga um aukna samkeppnisstöðu hafna sé ekki raunveruleg.

Af framantöldu má sjá, að margt hefur áunnist í samgöngu- og fjarskiptamálum fjórðungsins á liðnum árum en jafnframt að langt er í land. Í fjarskiptamálum er enn mörgu ábótavant og verður að tryggja öryggi gagnaflutninga og koma á GSM-sambandi sem víðast. Ljóst er að hinn almenni borgari lítur á GSM-samband sem öryggistæki en NMT-kerfið er að víkja. Það er því áríðandi að yfirvöld samgöngumála skilgreini GSM-samband sem öryggistæki og komi því upp sem víðast.

Áherslur fastanefndar á næsta starfsári eru meðal annars þessar:

Framkvæmdum í samgönguáætlun verði flýtt.

Þrýst verði á að tengja Dýrafjörð og Vatnsfjörð í einni framkvæmd með jarðgöngum.

Þrýst verði á að hluta af hagnaði af sölu Símans verði varið til samgöngubóta og að samþykktir Fjórðungsþings verði teknar til greina við úthlutun fjármagns til framkvæmda og við forgangsröðun jarðganga.

Að leggja veg um Tröllatunguheiði (um Arnkötludal og Gautsdal).

Að fjárveitingar verði verulega auknar til stórverkefna á Djúpvegi og Vestfjarðavegi miðað við núgildandi samgönguáætlun.

Að beita sér fyrir því að forvinna, svo sem rannsóknir, umhverfismat og hönnun samgöngumannvirkja, liggi fyrir með góðum fyrirvara áður en að framkvæmdatíma kemur, svo ekki þurfi að koma til seinkunar á framkvæmdum, eins og hefur þegar gerst á Vestfjörðum.

Að fara þess á leit við samgönguyfirvöld að þau hafi formleg samskipti við sveitarstjórnir við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í samgöngumálum.

Að beita sér fyrir uppbyggingu ferðamannaleiða.

Frá síðasta Fjórðungsþingi hafa sveitarfélög ályktað og gert samþykktir um samgöngubætur hvert á sínu svæði. Þessar ályktanir og samþykktir falla allar að samþykkt FV og forgangsröðun um samgöngumál frá 2004. Fastanefnd hefur því fylgt þeim áfram við samgönguyfirvöld í samræmi við samþykkt FV frá 2004.

– Ragnheiður Hákonardóttir, formaður fastanefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga um samgöngumál.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli