Frétt

Jóhann Ársælsson | 22.09.2005 | 13:30Efst á Baugi

Jóhann Árælsson.
Jóhann Árælsson.

Þú skalt að því gefa Gaum
hvað grær á haugi,
og því sem er efst á Baugi,
ekki er þetta sagt í spaugi.

Eftir frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á Baugsmálinu hefur gagnrýni á starf rannsakenda og ákæruvaldsins verið afar hörð. Fyrirsvarsmenn ákæruvaldsins hafa þar ekki borið hönd fyrir höfuð sér að marki fyrr en nú þegar Arnar Jensson snarar sér í sviðsljósið til að reyna að gefa jákvæðari og sannari mynd af starfi rannsakenda og ákæruvalds. Það er ágætt að maður sem hefur hrærst í málinu frá upphafi komi og gefi fólki innsýn í það frá þessari hlið. Arnar var afar hneykslaður á framgöngu formanns Samfylkingarinnar sem hefur sagt að upphaf málsins eigi m.a. rætur að rekja til andrúmslofts sem ráðamenn hafi átt þátt í að skapa. Fram kom í viðtali við Arnar í útvarpinu í morgun að honum þætti sérstaklega gagnrýnivert að fólk af löggjafarþinginu væri að grafa unda stofnunum sem hefðu í raun það sérstaka hlutverk að vinna gegn spillingu og í Fréttablaðinu talar hann um órökstuddar dylgur um að embættið sem hann vinnur fyrir sé handbendi spilltra stjórnmálamanna.

En hvers vegna hefur margt fólk í landinu það á tilfinningunni að stjórnvöld hafi áhrif á dóms og réttarkerfið? Ég er eins og fjölmargir Íslendingar, fylgist með fréttum eins og ég hef tök á. Mörgu gleymi ég en man sumt. Mig minnir t.d. að þáverandi forsætisráðherra hafi kallað Jón Ásgeir og félaga hans í Orka-hópnum götustráka þegar honum hentaði að koma í veg fyrir að þeir fengu að kaupa banka sem ríkisstjórnin stóð fyrir sölu á.

Allir muna eftir bolludeginum þegar forsætisráðherra landsins kom því á framfæri að Jón Ásgeir Jóhannesson vildi losna við óvild hans með 300 milljóna mútugreiðslu. Enginn veit hvað er satt í þessu máli því sjálfur forsætisráðherrann lét meintan mútugreiðsluvilja Jóns Ásgeirs standa órannsakaðan sem órökstudda fullyrðingu sína. Ýmiss ummæli forsætisráðherrans fyrrverandi um starfsemi núverandi Baugsfyrirtækja benda eindregið til að hann hafi borið nokkurn kala til forystumannanna.

Upphaf þess að rannsókn var hafin á fyrirtækjum Baugs var líka athyglisvert vegna þess að þar birtist enginn annar en Jón Steinar Gunnlaugsson fóstbróðir og vinur forsætisráðherrans sem lögfræðingur Jóns Söllenbergers sem skrifaði reikninginn fræga. Jón Steinar lagði á sig ferðir vestur um haf til að vinna í reikningmálinu en það mun nokkuð fátítt að menn kæri vegna reikninga sem þeir hafa falsað sjálfir að eigin sögn. Hugmyndaríkustu reyfarahöfundum þjóðarinnar gæti varla tekist betur upp. Jón Steinar hefur hlotið nokkra upphefð fyrir þjónustu sína við flokk og foringja. Hann hefur nú verið skipaður í Hæstarétt.

Það er reyndar mín skoðun að framganga Davíðs Oddsonar gagnvart Hæstarétti eigi stærstan þáttinn í þeim skorti á trausti til dómstóla og réttarkerfis sem greinilega hefur komið fram hjá þjóðinni að undanförnu. Ítrekaðar árásir forsætisráðherrans á Hæstarétt fyrir niðurstöður í dómsmálum t.d. kvótamálum og málum öryrkja og síðar skipan frænda og vina í réttinn hafa veikt mjög traust fólks á sjálfum æðsta dómstól landsins.

Þegar aðdragandi máls er með slíkum hætti og raun ber vitni í Baugsmálinu og slíkt vantraust á dómstólum og réttarkerfi er fyrir hendi sem hér hefur verið skapað af sjálfum forystumönnum þjóðarinnar þarf hvorki Arnar Jensson eða aðrir að vera undrandi á því að þjóðinni finnist það lágmarkskrafa þegar ákærur koma fram í jafn stóru og umdeildu máli að þær sýni a.m.k. fram á að einhverju hafi verið stolið og frá hverjum.

Jóhann Ársælsson alþingismaður.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli