Frétt

mbl.is | 21.09.2005 | 16:13Portus Group með vænlegasta tilboðið í tónlistarhús

Portus Group, sem er í eigu Landsafls hf., Nýsis hf. og Íslenskra aðalverktaka hf., er með vænlegasta tilboðið í hönnun, byggingu og rekstur tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels (TRH) við Austurhöfnina í Reykjavík samkvæmt niðurstöðu matsnefndar og sérfræðinga Austurhafnar-TR. Hefur stjórn Austurhafnar-TR ákveðið að ganga til samninga um verkefnið við Portus Group. Tilboð félagsins miðast við að stofnkostnaður við tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðina verði rúmlega 12 milljarðar króna.

Niðurstaðan var kynnt í Þjóðmenningarhúsinu í dag og sagði Ólafur B. Thors, formaður stjórnar Austurhafnar TR, þar að undirbúningur þessa umfangsmikla verkefnis hafi staðið um árabil og nú hilli undir glæsilega lausn. Austurhöfn-TR er í eigu ríkisins (54%) og Reykjavíkurborgar (46%), og hefur starfað að undirbúningi þessa máls síðan sumarið 2003.

Arkitektar Portus Group eru HLT, Henning Larsens Tegnestue A/S og Batteríið ehf. Hönnunarstjórn er í höndum Batterísins, HLT og verkfræðistofunnar Rambøll Danmark A/S. Verkfræðistofurnar Hnit hf. og Hönnun hf. eru tæknilegir ráðgjafar og Íslenskir aðalverktakar eru stýriverktaki. Útlit hússins er að miklu leyti verk listamannsins og hönnuðarins Ólafs Elíassonar og Vladimir Ashkenazy er sérlegur listrænn ráðgjafi Portus Group varðandi dagskrá fyrstu árin.

Samkvæmt upplýsingum frá Austurhöfn-TR stóð valið á loksprettinum á milli tilboðs Portus Group annars vegar og Fasteignar/Klasa, hins vegar. Arkitektar Fasteignar/Klasa eru Schmidt, Hammer & Lassen K/S, Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar, Bernard Engle & Planners og Arrowsreet. Verkfræðiráðgjafar eru Línuhönnun og VSÓ Ráðgjöf en Ístak og E.Phil & Søn eru stýriverktakar.

Þriðja félagið, Viðhöfn, með franska arkitektinn Jean Nouvel í broddi fylkingar, lagði einnig fram tilboð í verkefnið en féll úr leik í fyrri lotu keppninnar.

Til að meta tilboðin og tillögurnar var komið upp sérstakri matsnefnd sem skipuð var þeim Stefáni Baldurssyni, Kristrúnu Heimisdóttur og Orra Haukssyni. Þeim til aðstoðar við mat á tillögunum voru undirnefndir, ráðgjafar og sérfræðingar.

Við mat á tillögunum var einkum horft til fimm meginþátta og vógu byggingarlausnir, þ.e. arkitektúr, skipulag svæðis og innra fyrirkomulag hússins og salanna tæplega helming, eða 45%. Styrkur og hæfni bjóðenda vó 5%, sömuleiðis rekstur fasteigna og bílastæða. Viðskiptaáætlun vigtaði fjórðung og þjónusta við og aðstaða fyrir Sinfóníuhljómsveitina og aðra listamenn, stjórnunarfyrirkomulag og fyrirhugaðar dagskráráætlanir vógu 20%.

Í umsögn matsnefndarinnar sem Stefán Baldursson, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri, kynnti í Þjóðmenningarhúsinu í dag, kom fram að mjótt hefði verið á munum milli lokatilllagnanna. Á endanum fór þó svo að vinningstillaga Portus Group hlaut hæstu einkunn í fimm af átta matsflokkum, þ.e. byggingarlist, lausn á rekstri bílastæða, fyrir viðskiptaáætlun, fyrir fjárhagslegan og stjórnunarlegan styrk og fyrir metnaðarfulla dagskrá og starfsemisáætlun.

„Er það einróma álit matsnefndarinnar að vinningstillagan sé afar glæsileg í alla staði og að byggingin verði áhrifamikið kennileiti í ásýnd Reykjavíkur,“ sagði Stefán m.a. í ávarpi sínu. Sagði hann að fyrirtækið að baki tilboðinu væri öflugt og fjárhagslega sterkt, tillagan fæli í sér stjórnkerfi sem tryggði listrænan metnað og ágæta aðstöðu fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og væri því í fullu samræmi við öll menningarleg meginmarkmið verkefnisins.

Báðir bjóðendur eru bundnir af tilboðum sínum í 120 daga frá skiladegi og ef svo ólíklega vildi til að ekki reyndist unnt að ná samningum við handafa vinningstillögunnar, getur Austurhöfn-TR tekið upp viðræður um samninga við hinn bjóðandann.

Tilboð Portus Group miðast við að stofnkostnaður við tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðina verði rúmlega 12 milljarðar króna og um níu milljarðar hjá Fasteign/Klasa en endurskoðuð kostnaðaráætlun Austurhafnar-TR gerði ráð fyrir að stofnkostnaður gæti orðið um 8½ milljarður, að meðtöldum kostnaði við bílastæði og lóð. Í tilkynningu Austurhafnar-TR segir, að þrátt fyrir hærri stofnkostnað miðist bæði tilboðin eftir sem áður við að árlegt framlag eigenda Austurhafnar, þ.e. ríkis og borgar, verði að hámarki 600 milljónir króna á ári á samningstímanum, eins og áður hafði verið ákveðið.

Samkvæmt tillögu Portus Group verður tónlistar- og ráðstefnubyggingin staðsett austarlega á byggingarlóðinni. Að hluta til stendur húsið á landfyllingu, sem gerð verður í Austurbugtinni þar sem hafnarbakkinn verður færður fram. Samanlögð stærð tónlistarhússins og ráðstefnumiðstöðvarinnar er um 23.000 fermetrar og mun byggingin m.a. rúma tónleikasal sem tekur 1800 manns í sæti, tvískiptanlegan ráðstefnusal með 750 sætum, kammermúsíksal með 450 sætum og minni sal/aðstöðu fyrir 180-200 áheyrendur. Einnig er gert ráð fyrir hótelbyggingu sem verður álíka stór og tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðin og er hún staðsett á vesturhluta lóðarinnar.

Þá felur tillagan einnig í sér uppbyggingu á aðliggjandi lóðum, sem vinningshafinn kaupir byggingarrétt á og fær að byggja á fyrir eigin reikning. Alls nemur heildarbyggingarmagnið, sem tillagan nær til, yfir 80.000 fermetrum og mun gerbreyta ásýnd miðborgarinnar.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli