Frétt

| 25.10.2001 | 10:48Erfiður kaupsamningur

Á ýmsu gengur varðandi sölu á hlut sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða. Ríkisvaldið gerði þeim tilboð og allir töldu samninga hafa náðst um kaup þess á hlutum sveitarfélaganna, sem samþykktu tilboðið. Nú er því haldið fram af hálfu Ísafjarðarbæjar að fyrirvarar af hálfu bæjarins séu ekki virtir af af fjármála- og iðnaðarráðuneytum. Kauptilboði ríkisins hinn 23. ágúst á liðnu sumri var svarað rúmum mánuði síðar, nánar tiltekið 28. september 2001. Í framhaldinu munu ráðuneytisstjórarnir í framangreindum ráðuneytum, þeir Baldur Guðlaugsson í fjármála- og Þorgeir Örlygsson í iðnaðarráðuneytum hafa skrifað til baka og tilkynnt að nú væri komið á frágangi kaupsamningsins. Þá kemur upp sú sérkennilega staða að bæjarstjórnin telur ekki rétt að málum staðið.

Haft var eftir Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra hér í blaðinu í liðinni viku að kaupsamningsgerð sé ekki einhliða aðgerð eða afgreiðslumál í þremur ráðuneytum. Gott og vel segjum við fávísir lesendur úti í bæ, sem að sjálfsögðu treystum kjörnum fulltrúum okkar í bæjarstjórn til þess að vita hvað er er að gerast í málinu. En eitthvað vantar í söguna. miðað við reynsluna frá fundinum í vor þegar sömu fulltrúar komu frá sömu ráðuneytum vestur og töluðu við fulltrúa sveitarstjórnanna, þar á meðal frá Ísafjarðarbæ, en allt hljóp í hnút. Vart verður því trúað að fulltrúar sveitarfélaganna hafi ekki unnið heimavinnuna í þessu mesta hagsmunamáli sem upp hefur komið í Ísafjarðarbæ á þessari öld og sennilega á þeirri síðustu líka.

Fjárhagslegir hagsmunir Ísafjarðarbæjar eru þvílíkir af því að salan takist, að engum dettur annað í hug en það að bæjarstjórnin hafi leitað til sérfræðinga og vandað mjög alla undirbúningsvinnu. Kauptilboðið var varla svo óljóst að sveitarstjórnarmenn ættu í vandræðum með að skilja það og innihald þess. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar gaf sér mánuð til þess að skoða og fara yfir kauptilboðið, samþykkti það svo með fyrirvörum, sem hún hlýtur að sjálfsögðu að hafa rætt ítarlega við viðsemjendur sína, ráðuneytisstjórana tvo. Þeim ættu bæjarstjórnarmenn að vera orðnir þokkalega málkunnugir eftir fundi og viðræður, að ógleymdum bréfaskriftum.

Í þessu máli læðist að sá grunur að fleira sé óskýrt en bréf bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar til ráðuneytanna. Ef sá sem fær tilboð telur það ekki aðgengilegt gerir viðkomandi að sjálfsögðu gagntilboð með þeim breytingum sem hann vill fá fram og bíður svo eftir viðbrögðum hins væntanlega viðsemjanda. Sá annað hvort sendir svar og gengur að gagntilboðinu eða gerir það ekki. Svo einfalt er það. Menn samþykkja varla tilboð, sem þeim líkar ekki, jafnvel ekki með fyrirvörum, nema að ganga úr skugga um það hver vilji viðsemjandans sé. Það virðist hafa gleymst í þessu mikla hagsmunamáli íbúa Ísafjarðarbæjar að búa svo um hnútana af hálfu sveitarfélagsins að þeir, íbúarnir, viti hvar hið sameiginlega fjárfélag þeirra stendur nú.

Næsta skrefið hlýtur að verða að bæjarsjórn falli frá samþykki sínu og leiti nýs tilboðs með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi eða endurskoði núverandi afstöðu sína.


bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli