Frétt

bb.is | 20.09.2005 | 09:12Skorar á stjórnvöld að hlutast þegar til um ráðstafanir er tryggi öryggi vegfarenda

Lýsing Tómasar Jóhannessonar jarðfræðings á berginu í Óshyrnu er á þá leið að þarna sé mjög stórt klettabelti og miklu stærra en stykkið sem sprungan markar. Það sé allt laust í sér og mikið af hálflausum stuðlum og grjóti sem hangi á örmjóum syllum. Megi efast um að stykkið sem þarna sé á hreyfingu breyti miklu til eða frá með lausagrjóthrunið sem sé þarna stöðugt og geti komið af miklu stærra svæði. Mynd: Björn Halldórsson.
Lýsing Tómasar Jóhannessonar jarðfræðings á berginu í Óshyrnu er á þá leið að þarna sé mjög stórt klettabelti og miklu stærra en stykkið sem sprungan markar. Það sé allt laust í sér og mikið af hálflausum stuðlum og grjóti sem hangi á örmjóum syllum. Megi efast um að stykkið sem þarna sé á hreyfingu breyti miklu til eða frá með lausagrjóthrunið sem sé þarna stöðugt og geti komið af miklu stærra svæði. Mynd: Björn Halldórsson.
Almannavarnanefnd Bolungarvíkur skorar á stjórnvöld að hlutast þegar til um ráðstafanir er tryggja öryggi vegfarenda um Óshlíð. Kom þetta fram á fundi nefndarinnar sem haldinn var í gær. Að mati nefndarmanna er ekki að sjá að neinum frekari viðbúnaði verði komið við á veinum um Óshlíð eins og hann er nú til að draga úr hættu fyrir vegfarendur á hruni, umfram það sem þegar er til staðar. Nefndarmenn benda á að æskilegt gæti verið að merkja sérstaklega mesta hættusvæðið sem er rúmur kílómetri að lengd, þ.e.a.s. frá Óshólsvita að Einbúa, þannig að vegfarendur séu sem mest meðvitaðir um hættuna og hagi ferðum sínum og akstri til samræmis við það. Þá kemur fram að grjóthrun er oft meira á Óshlíð í ágúst og september en aðra mánuði ársins. Ekki eru til nákvæmar tölur yfir tíðni eða stærð grjóthruns á veginn en nefndarmenn telja að það verið meira núna en í annan tíma og hrun 15. og 24. ágúst sl. og þau hrun sem urðu að morgni og kvöldi 17. september sl. hafi verið með mesta móti.

Einar Pétursson bæjarstjóri Bolungarvíkur og einn nefndarmanna gat þess á fundinum að bæjaryfirvöld hafi verið mjög vakandi yfir ástandi mála á Óshlíð og m.a. kynnt það fyrir ráðherrum samgöngu- og fjármála á fundi 25. ágúst sl. Einnig hafi bæjaryfirvöld átt sérstakan fund með vegamálstjóra um málið 29. ágúst sl. Að því er varðar athugun á sprungunni efst í Óshlíð, sem er um 70 til 80 m á lengd og 10 til 12 metra frá brún, upplýsti Einar Pétursson að hann hafi fyrir hönd bæjarstjórnar átt í viðræðum við Tómas Jóhannesson, jarðfræðing frá Veðurstofunni, og Jón Rögnvaldsson vegamálastjóra um hvaða aðili væri best til þess fallinn að leiða áfram frekari rannsóknir. Niðurstaðan hafi orðið sú að þróunarsvið Vegagerðarinnar muni sjá um nauðsynlegar rannsóknir og athuganir. Verði fljótlega hafist handa við verkið.

Nefndarmenn samþykktu samhljóða að lýsa yfir ánægju sinni með þessa ákvörðun en leggja jafnframt áherslu á að athuganir hefjist sem allra fyrst og haft verði samráð við heimamenn og þeim veittar allar upplýsingar um framgang málsins.

Hugmyndir eru uppi um jarðgöng í stað núverandi vegs um Óshlíð, hluta hans eða alla leið. Á fréttavef Morgunblaðsins í morgun er um það rætt að jarðgöng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur gætu kostað um einn milljarð króna. 500 metra vegskáli myndi aftur á móti kosta um hálfan milljarð. Í fréttablaðinu lætur Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hafa eftir sér að göngin myndu kosta um tvo og hálfan milljarð.

„Ef frekara hrun verður og einhverjir íbúar eða vegfarendur hætta að treysta sér til að aka eða t.d. senda börn sín um veginn er ekki um aðra samgöngukosti að ræða í dag. Þó liggur fyrir samkvæmt því sem fram kemur í bréfi Vegagerðarinnar til Bolungarvíkurkaupstaðar, dags. 3. febrúar sl., að ef um lengri lokun er að ræða á Óshlíð vegna snjóflóða eða snjóflóðahættu sé í útboðslýsingu vegna útboðs á ferjusiglingum um Ísafjarðardjúp kveðið á um að verktaka sé skylt að sigla til Bolungarvíkur, að beiðni Vegagerðarinnar, ef lokun vegar hefur varað lengur en 24 tíma samfellt. Formaður upplýsir að í símtali við Hafstein Ingólfsson hjá fyrirtækinu Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar (sem annast siglingar í Ísafjarðardjúpi. Innsk: bb.is) hafi komið fram að vel sé mögulegt að koma á bátsferðum milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur árið um kring. Bátsferð þar á milli taki við venjulegar aðstæður um hálftíma og fyrirtæki hans búi yfir skipakosti sem henti vel“, segir í fundargerð almannavarnanefndar.

Fram kom á fundi nefndarinnar að eftir að gömul flugbraut sem var í Bolungarvík fór undir nýjan veg sé ekki aðstaða fyrir flugvélar til að lenda nema á vegum eða túnum í og við bæinn. Vart er gerlegt nema fyrir öflugustu torfærutæki og við góð skilyrði að komast til eða frá Bolungarvík aðra leið en um Óshlíð. Er þá eina leiðin að fara um Syðridal og yfir á Botnsheiði. Ekki verður séð að komist verði upp eða niður í Hnífsdal. Þá liggur fyrir að þess megi vænta að GSM samband verði komið á Óshlíð í næsta mánuði.

Nefndin samþykkti eftirfarandi ályktun á fundinum: „Almannavarnanefnd Bolungarvíkur minnir á að um milli 600 og 700 ökutæki aka veginn um Óshlíð að meðaltali dag hvern og enginn kostur er á annarri leið. Oft hefur litlu munað að stórslys yrðu vegna grjóthruns og snjóflóða. Þótt slys hafi enn ekki orðið af þessum sökum hin seinni ár eru fjölmargir sem óttast akstur um veginn vegna þessarar hættu. Einnig eru aðstandendur margra sem um veginn þurfa að fara óttaslegnir og áhyggjufullir. Því skorar almannavarnanefnd Bolungarvíkur á stjórnvöld að hlutast þegar til um ráðstafanir er tryggi öryggi vegfarenda og duga til að ráða varanlega bót á því ástandi sem nú ríkir.“

halfdan@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli