Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 19.09.2005 | 22:05Fylgi kvenna við Framsóknarflokkinn hefur minnkað um 61%

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Ég sat um helgina þing Landssambands framsóknarkvenna, en það var haldið á Ísafirði að þessu sinni. Það er ekki lítið mál að halda slíkt þing. Undirbúningur lendir oftast á fárra herðum og þannig var það núna. Nokkrar konur á Ísafirði undirbjuggu þinghaldið og móttöku gesta, allt í sjálfboðavinnu og gerðu það með miklum glæsibrag. Ég tel fulla ástæðu til þess að vekja athygli á því og færar þeim þakkir fyrir vinnu sína.

Í síðustu viku birti Verslunarmannafélag Reykjavíkur niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsmanna. Hún leiddi í ljós að laun karla voru um fjórðungi hærri en laun kvenna og þegar tekið hefur verið tillit til atriða eins og menntunar, aldurs, vinnutíma og fleira þess háttar þá var samt eftir 14% munur á launum kynjanna. Þetta á ekki að líðast og enn er full þörf á baráttu fyrir jafnrétti kynjanna.

Gengi Framsóknarflokksins hefur ekki verið gott á þessu ári. Þegar kannanir mæla fylgi flokksins mánuð eftir mánuð vel innan við 10% og allt niður í 8% á landsvísu er eitthvað að sem flokksmenn þurfa að taka á og bæta úr. Síðustu fréttir af þessu tagi voru að Framsóknarflokkurinn væri með um 2,3% fylgi í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar.

Sérstaklega er athyglisvert að skoða þessa fylgisbreytingu út frá afstöðu kynjanna. Fyrsta könnun Gallup eftir síðustu alþingiskosningar mældi fylgið í tvær vikur seinni hluta maí mánuð 2003. Þá reyndist fylgi Framsóknarflokksins vera 16%. Könnun Gallup í ágúst 2005, rúmum tveimur árum síðar, sýnir flokkinn með 9% fylgi. Fylgið hefur minnkað um 7 prósentustig með öðrum orðum hefur það minnkað um 44%.

Í maí 2003 var fylgi Framsóknarflokksins meðal kvenna 18%. Flokkurinn hafði þá 4% meira fylgi meðal kvenna en karla. Ekki er vitað hvort það var svo í sjálfum alþingiskosningunum 2003, en ég tel það mjög líklegt. Könnunin er gerð strax í kjölfar kosninganna og breytingar á afstöðu kjósanda í könnuninni hljóta að vera óverulegar frá kosningunum sjálfum.

Í ágústkönnun Gallup nú í sumar er annað upp á teningnum, þá er fylgi Framsóknarflokksins meðal kvenna aðeins 7%, en meðal karla 11%. Fylgið hefur dregist saman um 21% meðal karla en heil 61% meðal kvenna. Af þessu sést að stærstur hluti vanda flokksins er vegna þess að konur eru hættar að styðja flokkinn. Það er hroðaleg útkoma að hafa misst 61% fylgis kvenna á aðeins tveimur árum. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir því.

Ég tel að nokkur mál skýri þessar ófarir, en auk þeirra má benda á önnur almennari atriði. Ráðherravalið síðastliðið haust, þar sem ritari flokksins, kona, var látin víkja fyrir nýjum þingmanni, Freyjumálið í Kópavogi og mál jafnréttisstýrunnar á Akureyri voru mál sem rýrðu traust kvenna á flokknum. Trúverðugleiki er stjórnmálaflokkum nauðsynlegur og trúverðugleiki í jafnréttismálum er óhjákvæmilegur til þess að afla fylgis meðal kvenna.

En rétt eins og hægt er að missa fylgi þá er hægt að vinna það aftur. Það verður aðeins gert með því að viðurkenna vandann, greina hann og síðan ráða bót á. Ræða málin og taka fullt mark á öllum sjónarmiðum. Þá fæst skynsamleg niðurstaða. Umræðustjórnmál eru betri en þagnarstjórnmál.

Í könnunum Gallup eru upplýsingar sem benda til þess að fylgið ekki sé endilega að öllu leyti farið yfir á aðra flokka. Þeir sem ekki taka afstöðu, neita að svara eða ekki myndu kjósa eru í síðari könnuninni 27% svarenda en voru áður 18%. Kannski eru okkar kjósendur þarna og bíða eftir því að flokkurinn þeirra taki sig á og sýni sitt rétta andlit. Landssamband framsóknarkvenna getur hjálpað flokknum til þess að finna fjölina sína sem frjálslyndur og umbótasinnaður stjórnmálaflokkur með sterkar félagslegar áherslur.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli