Frétt

Stakkur 40. tbl. 2005 | 05.10.2005 | 09:10Alþingi við nýjar aðstæður

Stjórnmálalífið á Íslandi hefur breyst frá því Alþingi fór í sumarleyfi. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið nokkrum stakkaskiptum. Forsætisráðherrann þekkjum við enda hefur hann setið í rúmt ár, frá því Davíð lét af því embætti. Nú hefur Davíð Oddsson yfirgefið bæði ríkisstjórn og alþingi. Enn mun hann þó koma að stjórn efnahagsmála á Íslandi sem formaður bankastjórnar Seðlabankans. Margir stjórnmálamenn hafa sett mark sitt á Ísland þó fáir í líkingu við hann. Það er helst Ólafur Thors sem unnt er að taka til viðmiðunar og þó ekki. Nú tekur nýtt skeið við og nýir menn í nýjum stöðum í ríkisstjórn og Alþingi. Afar forvitnilegt verður að fylgjast með Alþingi í vetur. Sveitarstjórnarkosningar eru að vori og margir hafa miklar vonir. Reykjavík er suðupotturinn og átökin um borgina munu setja mark sitt á þingmenn og ríkisstjórn.

En er ástæða til að búast við breytingum í þingstörfum? Flest hefur verið í mjög föstum skorðum og lang flestir þekkja til starfa sinna og hlutverka. Samt búast margir við breytingum. Þó er stefnan sú sama og áður, en hver forystumaður litar hlutverk sitt og hefur sínar áherslur, sem setja mark sitt á störfin. Vestfirðingar búast við miklu af nýjum ráðherra sjávarútvegs. Konum fjölgar eilítið, en viðfangsefnin hljóta að ráða mestu um störfin.

Er ástæða til að búast við því að genginu verði stýrt af hálfu ríkisstjórnar eða Seðlabanka eða báðum? Auk þess að fulltrúar sjávarútvegsins kvarti sáran undan háu gengi íslensku krónunnar eru nú allar útflutnings- og framleiðslugreinar komnar í kórinn. En hver er hin raunverulega ástæða hás gengis. Allir efnahagssérfræðingar hafa skoðun, en enginn virðist hafa lausnir. Óneitanlega er merkilegt að sjá gengi íslensku krónunnar á svipuðu róli og fyrir einum og hálfum áratug. Samkvæmt því er hafið yfir vafa að mikil aukning hefur orðið á kaupmætti á Íslandi. Þessi umræða verður að öllum líkindum all fyrirferðarmikil á þingi í vetur.

Fróðlegt verður að fylgjast með umræðum um sveitarstjórnarmál í tengslum við niðurstöðu sameiningarkosninga sveitarfélaga. Forystumenn sveitarfélaga hafa hagað sér undarlega í undirbúningi kosninga. Helst verður sú ályktun dregin að sjónarmið þeirra sé mjög þröngt, eða frá sjónarhóli einkahagsmuna þeirra sjálfra, bæjarstjóranna. Nægir að benda á Sandgerði og Garð á Reykjanesi. Hugur fylgir ekki máli þegar sveitarfélögin eiga í hlut, að minnsta kosti ekki af hálfu forystusveitarinnar. Er það miður. Hver skyldu verða viðbrögð Alþingis. Sveitarfélögin vilja fleiri verkefni og meira fé. Efast er um hvort þau ráði við ábyrgðina. Samskipti þeirra og ríkisins hljóta að verða áberandi í vetur.

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli