Frétt

Fréttablaðið | 19.09.2005 | 09:05Erfitt gæti orðið að mynda stjórn

Í Þýskalandi óttast menn skammlífa stjórn og erfiðar og langvinnar stjórnarmyndunarviðræður eftir kosningarnar í gær, en ljóst er að stjórn jafnaðarmanna og græningja er fallin. Kjörsókn var svipuð og síðast, eða undir 80 prósentum, þannig að jöfn staða stóru fylkinganna náði ekki að draga fólk á kjörstað. Angela Merkel náði ekki meirihlutanum sem hún vonaðist eftir og þó svo að hún fái umboð til stjórnarmyndunar er óvíst að henni gangi vel að fá aðra flokka til samstarfs. Tölur í gær sýndu að bæði meirihlutasamstarf hægri og miðjuflokka og miðju- og vinstriflokka er út úr myndinni. Því þyrfti að fara nýjar leiðir í stjórnarmyndun, eða þá að mynduð yrði minnihlutastjórn, en sú staða hefur ekki komið upp áður á landsvísu í Þýskalandi.

Gerhard Schröder kanslari var í gær ófáanlegur til að játa sig sigraðan og sagðist enn myndu geta leitt næstu ríkisstjórn. Helst er horft til þess að stóru fylkingarnar tvær með Merkel og Schröder í broddi fylkingar nái saman um stjórnarsamstarf, en þó telja margir að það gæti tekið nokkurn tíma að ná þeirri lendingu. Búist er við að Merkel byrji með stjórnarmyndunarumboð, en til að Schröder fái kanslaraembættið, þyrfti henni fyrst að mistakast og hann tæki þá við umboðinu. Þá eru uppi nokkrar efasemdir um að flokkarnir gætu náð saman í stórum málum og gæti slík stjórn þýtt að frestur yrði á aðgerðum til efnahagsumbóta í landinu.

Vinstristjórn með jafnaðarmönnum, græningjum og nýja Vinstriflokknum þykir hins vegar ólíkleg þar sem Óskar Lafontaine hefur alfarið hafnað því að geta unnið með Schröder. Þá hafa Merkel og Schröder bæði sagt samstarf við Lafontaine útilokað. Þá hefur verið talað um mögulega "umferðarljósastjórn" en þar er vísað til flokkslista jafnaðarmanna, græningja og frjálslyndra demókrata (rauður, grænn og gulur). Guido Westerwelle, leiðtogi frjálslyndra, hefur hins vegar frekar sagst vilja vera í minnihluta en taka þátt í slíku samstarfi. Þá væri möguleg hægristjórn með vinstrisveiflu þar sem kristilegir demókratar og frjálslyndir nytu stuðnings græningja. Frjálslyndir og græningjar hafa lengi eldað grátt silfur, en í slíkri stjórn hefðu þó báðir smáflokkarnir möguleika á að vera í stjórn, hversu ólíklegt sem slíkt samstarf annars kynni að vera.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli