Frétt

Elías Jónatansson | 16.09.2005 | 16:08Á valdi óttans?

Elías Jónatansson.
Elías Jónatansson.

Síminn og samgöngurnar

Fróðlegt er að fylgjast með þeirri umræðu sem nú fer fram um áætlanir stjórnvalda í samgöngumálum og fleiri þjóðþrifamálum í framhaldi af sölu Símans. Kveður við nýjan tón í skrifum Bryndísar, bæjarfulltrúa á Ísafirði sem finnst greinilega engu máli skipta hvort bættar samgöngur komi fyrr eða seinna, en hún segir í grein sinn „var það ekki á áætlun hvort sem var áður en blessaður Síminn var seldur“. Hluti andvirðis Símans verður notað í að flýta lagningu vegar um Arnkötludal og Gautsdal um a.m.k. þrjú ár. Rétt er að geta þess að þar er um að ræða framkvæmd sem sveitarstjórnir á norðanverðum Vestfjörðum, ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga hafa ítrekað ályktað um að ætti að komast á dagskrá strax. Framkvæmdin er reyndar einhver hagkvæmasta vegagerð á Íslandi, með reiknaða arðsemi nálægt 14,5%. Ég tel að full ástæða sé til að fagna þessum áfanga í bættum samgöngum við Vestfirði.

Fjórðungssambandið...

Jón Fanndal fer mikinn í grein um íslenskt mál og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Ég ætla ekki að fara í hnútukast um orðatiltæki, en geri að umtalsefni framtíð Fjórðungssambandsins. Fjórðungssambandið er samstarfsvettvangur sveitarfélaganna og ætti því mest að beita sér í sameiginlegum hagsmunamálum fremur en hagsmunum hvers sveitarfélags fyrir sig. Fjórðungsþing Vestfirðinga er eini vettvangurinn þar sem sveitarstjórnarmenn af Vestfjörðum koma saman til að ræða hagsmunamál fjórðungsins, sem í sjálfu sér er næg ástæða til að halda starfsemi Fjórðungssambandsins áfram. Það er hins vegar jafn sjálfsagt að vera stöðugt að endurskoða starfsemina og áherslurnar.

...og málfrelsið

Umræðan um málfrelsið á Fjórðungsþingum hefur snert viðkvæma strengi í brjóstum Jóns Fanndal og Sigurjóns Þórðarsonar alþingismanns og hugsanlega fleiri. Tillagan sem upphaflega kom frá Birnu Lárusdóttur hljóðar þannig:

„50. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið 2. og 3. september á Patreksfirði felur stjórn að endurskoða lög og þingsköp Fjórðungssambandsins í því augnamiði að kveða fastar á um seturétt, málfrelsi og tillögurétt þeirra sem boðaðir eru á Fjórðungsþing, annarra en kjörinna þingfulltrúa. Hafa skal til hliðsjónar það verklag sem þekkist í öðrum landshlutasamtökum.“

Rétt er að skoða tillöguna í ljósi þess að tími sem ætlaður er 50 – 70 kjörgengum fulltrúum á Fjórðungsþingi í umræður er u.þb. 90 mínútur, eða 90 sek. á mann. Þegar það er skoðað í því samhengi að dæmi eru um að alþingismenn hafi talað samfleytt í 10 mínútur eða meira hver um sig og varið megninu af þeim tíma í að skammast hver út í annann, þá er ljóst að lítll tími er fyrir aðrar umræður. Það hlýtur að vera öllum ljóst að það er ekki boðlegt kjörgengum þingfulltrúum sveitarfélaganna að mjög svo velkomnir gestir þingsins einoki þannig umræðuna.

Það sem kemur mér þó mest á óvart er sú niðurstaða Jóns Fanndal, að leggja beri þingið niður, sem jafngildir jú því að enginn hafi þar málfrelsi. Í ljósi þessa skaut því upp hjá mér hvort fælnin við að ræða það sem vel er gert væri virkilega slík að fólk væri hreinlega „á valdi óttans“.

Bolungarvík 16. september 2005,
Elías Jónatansson, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur
og stjórnarmaður í Fjórðungssambandi Vestfirðinga.


bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli