Frétt

Leiðari 41. tbl. 2005 | 12.10.2005 | 10:40Lávarðadeildin

,,Mér finnst ríkisstjórn, framkvæmdavaldið, hafa sótt í sig veðrið og ég hef áður orðað það svo að ríkisstjórnin sé raunverulega eins og önnur deild Alþingis. Mál eru þar rædd. Þar eru atkvæðagreiðslur og mér sýnist að þingmenn sækist mjög eftir að komast í þessa nýju deild; ég veita ekki hvort ég ætti að kalla hana efri deild eða lávarðadeild, sem er þá valdameiri. Og vilji helst ekki fara þaðan þegar þeir á annað borð hafa tekið sæti í henni. Þeim finnst mörgum að pólitískur ferill þeirra hafi misheppnast komist þeir ekki í þessa deild.“

Lagaprófessorinn Sigurður Líndal, sem svo komst að orði í viðtali við Fréttablaðið í sumar, á sér áreiðanlega marga skoðanabræður. Og hann er svo sem ekki fyrsti maðurinn sem lætur þá skoðun í ljósi að Alþingi gegni í vaxandi mæli hlutverki skrifstofu þar sem stimpill er settur á samþykktir ríkistjórnar, formsins vegna. Þetta á við um flest mál vegna þess að öll lög og lagabreytingar er máli skipta koma frá ríkisstjórn, framkvæmdavaldinu. Gæluverkefni, eins og ríkisrekinn umboðsmaður hestsins, svo eitt af átakanlegri dæmum þar um sé tekið, þykja ekki umræðunnar virði á hinu háa Alþingi. Til viðburðar telst ef þingmannamál hljóta náð fyrir augum þingsins.

Valdaafsal þingsins til framkvæmdavaldsins er einkum talið byggjast á tvennu: Í fyrsta lagi flokkshollustu og í öðru lagi hefur það sýnt sig að múður þingmanna, sem ætla sér fram í pólitíkinni, er ekki talið vænlegt til fullnustu vonar um setu í lávarðadeildinni.

Enn sem komið er hefur verið heldur hljótt um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Fjölmiðlamálið kann að vera geymt en ekki gleymt. Því má búast við ágreiningi um ,,málskotsrétt“ forseta Íslands, sem vitað er að margir vilja á brott, en aðrir í að halda. Hvort orð fyrrverandi forseta, frú Vigdísar Finnbogadóttur, um að í þeim efnum megi ekki rasa um ráð fram, verði mönnum leiðarljós skal ósagt látið.

Hver sem niðurstaða endurskoðunar stjórnarskrárinnar verður er ljóst að skerpa verður skilin milli framkvæmda- og löggjafarvalds. Ein leið til þess er að þingmenn láti af þingmennsku meðan þeir sitja á ráðherrastóli. Það nær auðvitað engri átt að framkvæmdavaldið, ríkisstjórnin, ráði yfir nær sjötta hluta atkvæða löggjafans þegar kemur að afgreiðslu mála, sem runnin eru undan rifjum þessa sama valds. Ríkistjórnum ber að sækja styrk sinn og stuðning við mál sín til Alþingis, ekki skipa því fyrir verkum.

Hugmyndir eru nú uppi um fækkun ráðuneyta. Gott mál. Mikilvægast af öllu er þó að styrkja stöðu Alþings. Meðal leiða til þess er að skilja á milli þingsetu og ráðherradóms.
s.h.

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli