Frétt

Össur Skarphéðinsson | 13.09.2005 | 14:14Norski sigurinn ýtir undir rauðgrænt bandalag á Íslandi

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.
Jens Stoltenberg og félagar mínir í Verkamannaflokknum tóku töluverða áhættu þegar þeir mynduðu fyrir kosningar bandalag um næstu ríkisstjórn Noregs með Sósíalíska vinstriflokknum og Miðflokknum. Með þessu var norskum kjósendum gefinn skýr valkostur. Vildu þeir áframhaldandi hægri stjórn eða að ný, vinstri sinnuð stjórn með grænum blæ tæki við? Áhættan borgaði sig. Þeim tókst að fella ríkisstjórnina miðað við stöðuna á miðnætti. Af þessu geta íslenskir vinstri miðju flokkar lært.

Verkamannaflokkurinn hefur sannarlega ástæðu til að fagna. Honum tókst með hinum flokkunum tveimur að fella ríkisstjórnina - og bæta við sig 8,3%. Jafnaðarmenn fóru úr 24,3% í 32,6%. Vissulega voru úrslitin síðast þau verstu sem flokkurinn hafði fengið. Norskir fjölmiðlar benda á að sigurinn nú sé eigi að síður næstversta útkoma flokksins síðan á öðrum áratug síðustu aldar. Það breytir ekki hinu að jafnaðarmenn ná ótrúlega sterkri sveiflu - og sérstaklega í lokahrinu kosningabaráttunnar.

Stoltenberg - sem varð áður bráðungur forsætisráðherra skamma hríð - stóð sig ákaflega vel í baráttunni. Hann hefur eflst og þroskast, er afslappaður og litríkur, og það er athyglisvert að sigurinn er ekki síst að þakka að því að hann flutti flokkinn rækilega til vinstri. Það var ekki síst áhersla hans á að rauðgræna bandalagið yrði að fá meirihluta sem ekki styddist við róttæka maóista sem leiddi til fylgissveiflu allra síðustu dagana yfir á jafnaðarmenn. En um hríð leit út fyrir að yrði að semja við maóista til að mynda nýja stjórn. Það virðist sem betur fer ekki staðan.

Íslenskir vinstri menn hljóta að skoða kosningabaráttuna í Noregi vel og athuga hvort þeir geti dregið af henni lærdóma fyrir sig. Ég sé í fljótu bragði þrjá þætti sem vert er að draga sérstaklega fram.

Í fyrsta lagi, þá unnu norsku stjórnarandstöðuflokkarnir ekki síst af þeirri ástæðu að þeir bjuggu til skýran valkost. Þeir lýstu yfir að þeir hyggðust mynda ríkisstjórn næðu þeir meirihluta. Þetta er sérlega athyglisvert í ljósi stöðunnar hér á landi. Hér hefur stjórnarandstaðan um langt skeið haft samanlagt drjúgum meira fylgi í könnunum en ríkisstjórnin. Jafnvel aðeins Samfylkingin og VG hafa saman slíkt fylgi að næðist sami árangur í kosningum gætu þessi tveir flokkar myndað ríkisstjórn. Rifja má upp að í síðasta mánuði reyndist fylgi flokkanna tveggja samanlagt 48-49%, og að Frjálslyndum viðbættum væri það 52-53% meðan stjórnarflokkarnir nutu aðeins 47% fylgis. Svona hefur staðan verið um langt skeið. Hér er því auðvelt að setja upp skýran valkost um nýja miðju-vinstri stjórn líkt og í Noregi. Þjóðina þyrstir í gagngera breytingu. Valkostur af þessum tagi gæti svarað þörfum um breytingar líkt og rauðgræna bandalagið gerði í Noregi.Þennan möguleika ber að skoða enda sá eini þar sem beinast liggur við að Samfylkingin hefði forsætisráðherra.

Í norsku úrslitunum felast þó líka skýrir fyrirvarar. Sósíalíski vinstri flokkurinn - systurflokkur hins íslenska VG - tapaði fjórðungi fylgis. Hann fór úr 12,5% í 8,7%. Menn á þeim bæ velta í kvöld fyrir sér hvort rauðgræna bandalagið hafi átt sökina á því. Vafalítið hefur segulmagn hins stóra jafnaðarmannaflokks og Stoltenbergs sogið frá þeim margt atkvæðið. Þetta myndu VG hér á landi lengi pæla yfir. Þeir hafa ekki þá sterku löngun til valda sem er innan Samfylkingarinnar. Þvert á móti lítur VG á stjórnarandstöðu sem dyggð og umbun hinna hreinu svo notuð sé biblíuleg skírskotun og sterkir einstaklingar í röðum þeirra telja beinlínis að leiðin til að hafa áhrif í samfélaginu sé að koma hugmyndum og skoðunum á framfæri um háværa og innihaldsríka stjórnarandstöðu. Á hitt ber að þó líta að VG hefur slegið tóninn í Reykjavík með því að setja fram ósk um að flokkarnir handan Sjálfstæðisflokksins lýsi yfir að þeir hyggi á meirihlutasamstarf í Borginni nái þeir afli til þess. Er Samfylkingin, VG og Frjálslyndir reiðubúnir til að skoða slíkt varðandi landsmálin?

Í öðru lagi er ljóst að Jafnaðarmenn unnu sigur sinn ekki síst eftir að hafa lagt mjög þunga áherslu á klassíska jafnaðarstefnu. Þeir guldu varhug við frekari einkavæðingu, lögðu sterka áherslu á félagslega velferð og fóru sér hóflega í Evrópu - og í úrslitunum virðist liggja að ríkisstjórn Stoltenbergs muni að óbreyttu ekki sækja um aðild að ESB. Þessar áherslur hafa verið rauði þráðurinn í málflutningi mínum síðustu tvö árin: Heilbrigðismál, menntun fyrir alla, hækkun grunnlífeyris fyrir aldraða og öryrkja, bætt staða barnafólks og vernd umhverfisins. Umfram norsku félagana tel ég einnig að sterk Evrópuáhersla sé jafnt flokki og þjóð til heilla.Ég tel að vinstri sinnuð viðhorf þar sem sterk áhersla er á félagsleg málefni, svo sem málefni aldraða, sé í mikilli sókn í kjölfar frjálshyggjuskeiðsins. Samfylkingin á m.a. að draga þann lærdóm af norsku kosningunum að hún á að stilla sér upp sem höfuðandstæðingi Sjálfstæðisflokksins og einbeita sér að því að sigra hann með velferðarstefnu í öndvegi. Það er besta leiðin til að halda miðjunni, sækja um leið nýtt fylgi - og taka við hlutverki Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur þjóðarinnar.

Í þriðja lagi þá tapaði Hægri flokkurinn sem var í ríkisstjórn þrátt fyrir að mikil efnahagsleg velsæld ríki í Noregi.Velsældin og orsakir hennar sem Hægri taldi sig eiga varð aldrei að kosningamáli. Þvert á móti litu kjósendum svo á að velsældin væri sjálfsögð, ópólítísk svo að segja og enginn gæti því fært sér hana til tekna. Ferlið sem þarna lá að baki þurfa íslenskir vinstrimenn að stúdera vel því hér á landi er það rauðu þráðurinn í málflutningi stjórnarflokkanna að kjósendur ættu að styðja þá vegna þess að hún væri þeim að þakka. Tækist að ná norskum viðhorfm fram hjá kjósendum um þetta hér á landi er búið að slá sterkustu vopnin úr höndum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks - og mögulegt kosningabandalag ætti miklu meiri möguleika á að fella ríkisstjórnina en ella.

Mér blandast því ekki hugur um í ljósi reynslunnar frá Noregi þá eiga íslensku vinstriflokkarnir að íhuga í fullri alvöru hvort þeir ættu á einhverju stigi kosningabaráttunnar að lýsa formlega sameiginlegum vilja til að mynda næstu ríkisstjórn.

Össur Skarphéðinssonvefsíða höfundar

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli