Frétt

Bryndís Friðgeirsdóttir | 13.09.2005 | 13:55Símapeningar til Vestfjarða?

Bryndís Friðgeirsdóttir.
Bryndís Friðgeirsdóttir.
Á 185. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sem haldinn var fimmtudaginn 7. september sl. var samþykkt tillaga um að skrásetja í fundargerð fagnaðarlæti og þakkir til landsfeðra vorra við Austurvöll. Ástæða þessa mikla fögnuðar var enn einn loforðalistinn sem stundum er sendur niður til jarðarinnar frá hinum ódauðlegu sem stjórnað hafa landinu í að því er mörgum virðist, heila öld. Í þetta sinn inniheldur loforðalistinn úrbætur í samgöngumálum á Vestfjörðum sem fjármagnaðar verða með hluta af peningum sem fást fyrir sölu Símans.

Það væri e.t.v. ástæða til að vera a.m.k. með væntingar ef ekki beinlínis gleðilæti ef verulegt fjármagn hefði sérstaklega verið merkt til atvinnuuppbyggingar í fjórðungnum og skrifað undir samning þar um með nákvæmum tímasetningum. En því er nú aldeilis ekki að heilsa, hér er einungis um að ræða áframhaldandi nudd við að bæta samgöngur á Vestfjörðum. Var það annars ekki á áætlun hvort sem var, áður en blessaður Síminn var seldur?

Vestfirðingar ættu að þekkja þetta sjónarspil sem sett er á svið með reglulegu millibili, loforð gefin, áætlanir settar niður á blað og svo þegar kemur að sjálfum framkvæmdunum þá er allt sett í endurskoðun.

Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sem einnig hefur setið í allt of langan tíma finnur reglulega ástæðu til að flaðra upp um foringja sinn við Austurvöll með því að senda frá sér fagnaðarlæti yfir einhverju sem einungis pólitískt ofsatrúarfólk í Sjálfstæðisflokknum kemur auga á, já og Framsókn skoppar á eftir í von um glaðning. Einn lítill vegaspotti hér og eitt starf þar, alltaf eru sendar kærar þakkir með tilheyrandi fagnaðarlátum, fáni dreginn að húni og slegið upp veislu. Afar sjaldan hefur meirihluti bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ rækt þær skyldur sínar við bæjarbúa að setja hnefann í borðið og sækja sinn rétt fyrir hönd íbúa svæðisins, hvað þá að hann hafi lyft hendi við að verja þann sjálfsagða rétt að fá frið til að lifa og starfa í sinni heimabyggð. Ísafjarðarbær og um leið Vestfirðir í heild munu gjalda fyrir skilyrðislausa hlýðni og undirgefni bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við valdhafann þar sem foringinn er mærður í von um skjótan frama innan flokksmaskínunnar.

Þeir íbúar sem hafa sent skýr skilaboð til ríkisvaldsins og bent á það sem betur mætti fara fá skömm í hattinn frá bæjaryfirvöldum og eru sakaðir um bölmóð og svartsýnisraus og jafnvel taldir eiga sök á því að flæma fólk burt eða koma í veg fyrir að fólk flytjist til bæjarins. „Það er allt í lukkunnar standi á þessum bæ, bara fáeinir nöldurseggir sem vilja koma óorði á bæjarstjórnina.” Jafnvel fjölmiðlar sem reyna að greina frá ástandinu eru sakaðir um að vera í þessum óvinahópi, þeir fá sömu skilaboð, „hættið að veikja byggð með röngum fréttum.“ Já þeir eru víða sökudólgarnir sem reyna að koma óorði á bæjarstjórnina.

Hvernig er hægt að ætlast til að Vestfirðir styrkist, eflist og blómgist ef endalaust berast röng skilaboð frá stærsta sveitarfélaginu á Vestfjörðum? Nei sendum ekki ótímabærar þakkir vegna loforða sem seint eða aldrei verða efnd. Fögnum aldrei fyrr en við verklok. Sendum því skýr skilaboð og sækjum fram.

Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli