Frétt

| 23.10.2001 | 13:51Stofnun stuðningsfélags krabbameinssjúkra og annarra langveikra á döfinni

Um þessar mundir er verið að kanna grundvöll þess að stofnað verði á norðanverðum Vestfjörðum á næstunni stuðningsfélag krabbameinssjúklinga og annarra sem eiga við erfiða sjúkdóma að etja. Á sunnudag voru ýmsir sem áhuga hafa á þessu máli kallaðir saman á fund á Hótel Ísafirði og annar fundur verður á sama stað á sunnudaginn kemur. Á sínum tíma var starfandi á Ísafirði félag sem nefndist Krabbameinsfélag Ísafjarðar en það mun hafa liðið undir lok fyrir um 10-15 árum.
Í Bæjarins besta í síðustu viku var ítarlegt viðtal við Sigurð Pálmar Þórðarson á Ísafirði, þar sem einkum var fjallað um baráttu hans við krabbameinið og þau átök sálarinnar ekki síður en líkamans sem slíku fylgja. Þar kom fram sú skoðun Sigurðar Pálmars, að í heilbrigðiskerfinu skorti nokkuð á andlegan stuðning í meðferð við erfiðum sjúkdómum. Jafnframt nefndi hann þörfina fyrir stuðningsfélagsskap og þann styrk sem sækja má til þeirra sem gengið hafa í gegnum svipaðar raunir.

Frumkvöðull að undirbúningi að stofnun félagsskapar af þessu tagi nú er Sigurður Ólafsson á Ísafirði. Hann hefur reyndar verið með slíkt verkefni í huga allt frá því á síðasta vori. Sigurður hefur ekki fengið krabbamein eða annan válegan sjúkdóm heldur er rótin að þessu starfi hans önnur. Aðdragandinn er sá, að þegar Krabbameinsfélag Íslands var með söfnunarátak í vor tóku Kiwanismenn og Lionsmenn að sér söfnunarstarfið. Það kom í hlut Sigurðar sem formanns Kiwanisklúbbsins Bása á Ísafirði að vera í sambandi við Krabbameinsfélag Íslands.

„Ég spurði hvort ekki væru einhverjir tengiliðir á Vestfjörðum sem gætu unnið með okkur og fékk þau svör að svo væri ekki. Um leið var því stungið að mér hvort ég myndi vilja skoða það að stofna félag. Ég taldi þá að ég hafði engan tíma til þess en fór svo að hugsa það nánar. Ég ræddi þetta við Þórdísi Þorleifsdóttur í Hnífsdal, sem tók mjög vel í þessa hugmynd og við höfum síðan haft samband við margt fleira fólk. Og núna á sunnudaginn létum við loks verða af því að hóa saman fólki á hótelinu og ræða hvort grundvöllur sé fyrir því að stofna hér krabbameinsfélag. Það var samdóma álit allra að það væri þess vert að reyna þetta“, segir Sigurður Ólafsson.

Eftir fundinn á Hótel Ísafirði á sunnudag hefur Sigurður haft samband við Krabbameinsfélag Íslands syðra og þar eru menn fullir áhuga. „Þau eru tilbúin að styðja okkur á allan hátt. Þar á meðal er Sigurður Björnsson krabbameinslæknir sem er fús að koma vestur og halda fyrirlestur á stofnfundi eða öðrum fundi ásamt einhverjum öðrum frá félaginu.

Við höfum hugsað okkur að þetta félag yrði fyrir alla norðanverða Vestfirði, frá Þingeyri og til Bolungarvíkur og Súðavíkur. Einnig og ekki síður að félagið verði ekki einungis fyrir þá sem hafa lent í krabbameini, heldur alla sem hafa áhuga á þessum málum. Síðan mundi félagið ekki síst starfa sem forvarnafélag. Ég tel heppilegt að í stjórn þessa félags veljist meðal annars fólk úr heilbrigðisgeiranum og má geta þess, að á fundinum á sunnudag voru tvær hjúkrunarkonur og við höfum ekki síður hug á því að ræða við lækna um þetta mál“, segir Sigurður Ólafsson.

Framhaldið verður rætt á Hótel Ísafirði á sunnudaginn, 28. október kl. 17, og upp úr því verður væntanlega hægt að undirbúa formlegan stofnfund. Á fundinn á hótelinu á sunnudag eru allir velkomnir sem áhuga hafa á þessum málum, hvort sem þeir hafa nokkru sinni kennt sér meins eða ekki og hvort sem þeir starfa í heilbrigðisgeiranum eða hafa aldrei komið nálægt honum.

Formaður Krabbameinsfélags Ísafjarðar, sem mun hafa verið stofnað um 1970 og starfað um fimmtán til tuttugu ár, var Úlfur heitinn Gunnarsson læknir. Sigurður Ólafsson óskar eindregið eftir því, að fólk sem starfaði í því félagi hafi samband og greini frá vitneskju sinni um það. Ekki síst væri fengur að einhverjum gögnum frá því félagi. Þeir sem geta gefið upplýsingar um Krabbameinsfélag Ísafjarðar geta haft samband við Sigurð í síma 456 4102 eða Sigrúnu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðing í síma 456 3774 og 891 7654.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli