Frétt

mbl.is | 12.09.2005 | 15:07Síldarvinnslan sýknuð af fjárkröfu Aðfangaeftirlitsins

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Síldarvinnsluna hf. af kröfu Aðfangaeftirlitsins um að fyrirtækið greiði rúmlega 13 milljónir króna fyrir eftirlit með fiskmjöli og lýsi sem fór til útflutnings á árunum 2003-2004. Aðfangaeftirlitið er stofnun á vegum landbúnaðarráðuneytis en fram kemur í dómnum að sjávarútvegsráðuneytið taldi að eftirlit stofnunarinnar með framleiðslu fiskmjöls og lýsi ætti sér ekki lagastoð og innheimta eftirlitsgjalds væri því ólögmæt. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu, að skýra lagaheimild þurfi fyrir gjaldtöku af þessu tagi. Áfangaeftirlitið hafi áætlað gjöld á Síldarvinnsluna en ekki krafið hana um greiðslu þess kostnaðar, sem stofnunin hafði í raun haft af eftirliti með fiskmjöli og lýsi, sem Síldarvinnslan ætlaði til útflutnings.

Málavextir eru í stórum dráttum þeir, að Aðfangaeftirlitið taldi að með lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, sem tóku gildi 1994, hafi sú skylda verið lögð á stofnunina að hafa eftirlit með framleiðslu á fiskmjöli og lýsi til útflutnings. Það eftirlit hófst árið 2003. Þá hafi stofnuninni verið heimilt að krefja Síldarvinnsluna um áætluð gjöld fyrir eftirlitið þar sem fyrirtækið hafi ekki staðið skil á upplýsingum sem nauðsynlegar voru til álagningar gjaldsins.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir, að upplýst sé að Aðfangaeftirlitið, sem sé ríkisstofnun sem heyri undir landbúnaðarráðherra, hafði ekki eftirlit með fóðri úr sjávarafla, sem flutt var úr landi, fyrr en Ólafur Guðmundsson, forstöðumaður Aðfangaeftirlitsins, tók ákvörðun um það í ársbyrjun 2003. Með bréfi til landbúnaðarráðuneytisins 7. janúar 2004, hafi Ólafur hnykkt á þessari ákvörðun sinni.

Þessu bréfi Ólafs svaraði ráðuneytisstjóri fyrir hönd landbúnaðarráðherra 13. janúar 2004 þar sem fram kom, að að ráðuneytið telji nauðsynlegt að haft sé samráð við atvinnugreinina um innheimtu á eftirlitsgjaldi vegna eftirlits með fóðri úr sjávarafla þar sem um ýmis óvissuatrið sé að ræða. Því beindi ráðuneytið þeim tilmælum til Ólafs að taka málið upp við samtök fiskimjölsframleiðenda og upplýsa þau um þann kostnað sem hlotist hafi af eftirlitinu s.l. ár og fyrirhugaðar aðgerðir Aðfangaeftirlitsins til innheimtu á þeim kostnaði.

Ólafur sagði aðspurður fyrir dómi, að hann hefði ekki haft umrætt samráð við samtök fiskmjölsframleiðenda. Kvaðst honum hafa verið kunnugt um að það hefði enga þýðingu.

Héraðsdómur segir, að ljóst sé af skýrslu Ólafs fyrir rétti og gögnum málsins að öðru leyti að Ólafur taldi - úr því sem komið var í janúar 2004 - ekki nauðsynlegt að hafa samráð við samtök fiskmjölsframleiðenda um innheimtu eftirlitsgjalds vegna eftirlits stefnanda með fóðri úr sjávarafla. Hann hafi og látið orð ráðuneytisstjóra, að um ýmis óvissuatriði varðandi þessa innheimtu væri að ræða, ekki tefja framkvæmd hennar.

Samkvæmt lögum um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða fer Fiskistofa með eftirlit með framleiðslu fiskmjöls og lýsis hér á landi. Með bréfi 1. október 2004 til sjávarútvegsráðuneytisins leitaði Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda álits ráðuneytisins á umdeildu eftirliti Aðfangaeftirlitsins með útfluttu fiskmjöli og lýsi. Í svari ráðuneytisins í bréfi 10. desember 2004 kemur m.a. fram að eftirlit Aðfangaeftirlitsins með framleiðslu fiskmjöls og lýsi eigi sér ekki lagastoð og innheimta eftirlitsgjalds sé því ólögmæt.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli