Frétt

| 22.10.2001 | 19:25Í leit að kjarna málsins

Svo virðist sem að deilurnar um fyrirkomulag fiskveiða á þessu skeri séu rétt að hefjast. Að hatröm skot manna á milli á undanförnum árum hafi aðeins verið upphitun fyrir það sem koma skal. Einhvern veginn hélt ég að eitthvað annað yrði uppá teningnum daginn sem að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti veiðigjald.
Eðlilega er ósætti um niðurstöðu endurskoðunarnefndar um veiðigjald þar sem upphæð gjaldsins er ákaflega lág. En gagnrýnin hefur ekki verið á þeim nótunum, heldur fyrst og fremst um útfærsluatriði. Um hvort valin skuli veiðigjaldsaðferð eða fyrningarleið. Eins og ég hef áður lýst á þessum vettvangi þá er sáralítill raunverulegur munur á þessum tveimur leiðum, því að fyrir hverja veiðigjaldsprósentu er hægt að finna fyrningarhlutfall sem hefur nákvæmlega sömu áhrif á sjóðsstreymi útgerða, bæði þeirra sem fyrir eru í greininni og nýliða.

Samanburður á veiðigjaldi og fyrningu
Þar sem fáir virðast átta sig á þessu beina sambandi langar mig að skýra þetta aðeins betur en í fyrri grein minni og nota til þess einfalt dæmi, þar sem mörg nákvæmlega sams konar fyrirtæki stunda veiðar á einni samleitri auðlind (t.d. þorski).

Mikilvæg forsenda til einföldunar er sú að fyrir sé skilvirkur markaður með varanlegar aflaheimildir. Gerum einnig ráð fyrir að varanlegar veiðiheimildir skili af sér x krónum á hvert tonn í tekjur umfram kostnað og eðlilegt framlag til fjármagns á hverju ári. Núvirði slíks óendanlegs greiðslustraums er x/r þar sem r eru reiknivextir notaðir til núvirðingar.

Ef gert er ráð fyrir að virði kvótans sé hið sama fyrir öll fyrirtæki (gróf einföldun að sjálfsögðu en saklaus í þessu samhengi) hlýtur verð á varanlegum kvóta í viðskiptum manna á meðal að vera V=x/r fyrir hvert tonn.

Ef lagt er veiðigjald sem nemur hundraðshlutanum t af verðmæti kvótatonnsins, lækkar virði aflaheimildanna að sama skapi og verður Vt = x/(r+t) . Árlegar tekjur af einu tonni kvóta umfram kostnað eru þá x-t*x/(r+t) sem má einfalda í r/(r+t)*x.

Skoðum nú fyrningarleiðina, útfrá sjónarhóli fyrirtækis sem hefur upphaflega kvótastöðu sem það hyggst halda óbreyttri. Miðað við fyrningarhlutfallið f þarf fyrirtækið að greiða árlega f*Vf fyrir hvert kvótatonn. Vf er hér virði eins tonns aflaheimilda að teknu tilliti til fyrningar. Vf hlýtur að ráðast af þeim tekjum sem fyrirtækið tryggir aðgang sinn að. Miðað við hlutfallslega afskrift er núvirði greiðslustraums fyrir hvert tonn x/(r+f). Því hlýtur Vf=x/(r+f) að gilda í jafnvægi. Árlegar tekjur fyrirtækisins umfram kostnað og framlag til fjármagns er því r/(r+f)*x.

Ef fyrningarhlutfallið er jafnt skatthlutfallinn er augljóst að tekjur útgerðarinnar eru hinar sömu, sama hvaða útfærsla er valin.

Veiðigjald endurskoðunarnefndar
Endurskoðunarnefndin valdi þó að fara aðra leið. Að skattur yrði lagður á framlegð útgerða að frádregnum 20% af tekjum (sem telja má eðlilegt framlag til fjármagns). Árlegar tekjur útgerðar af einu kvótatonni í slíku kerfi eru þá x*(1-r) . Til að tekjur útgerðarinnar verði hinar sömu í þessu kerfi og í fyrningarleiðinni þarf eftirfarandi jafna að halda x*(1-r)= r/(r+f)*x. Það er að segja að árlegar tekjur útgerða verða hinar sömu óháð útfærslunni. Einfalt er að leysa þessa jöfnu fyrir f og finna þannig hvaða fyrningarhlutfall jafngildir hverjum skatti. Niðurstaðan er eftirfarandi: f = t/(1-t)*r. Sambandið er ólínulegt en í raun auðvelt að reikna. Myndin hér til hliðar sýnir til að mynda sambandið á milli veiðigjalds og jafngilds fyrningarstuðuls ef miðað er við 10% reiknivexti.

En hvað ef ...
.. helstu forsendur halda ekki. Hvað ef til að mynda tekjurnar x eru háðar óvissu, annað hvort vegna ófyrirsjáanlegrar þróunar heildaraflamarks eða verðmætis hvers þorsktonns á mörkuðum. Veiðigjald sem miðast við markaðsverð kvóta er að sjálfsögðu jafngild fyrningarleið við skilyrði óvissu eins og sést á líkingunum hér að ofan. Annað gildir þó um útfærslu endurskoðunarnefndar, þar sem veiðigjaldið tekur mið af afkomu útgerðarinnar á hverjum tíma, en ekki væntinga um afkomuna í framtíðinni eins og gert er í fyrningarleiðinni. Aðeins ef að allar breytingar á framlegð útgerða eru varanlegar en ekki tímabundnar eru aðferðirnar jafngildar. Hins vegar er líklegt að veiðigjaldið leiði til hærri gjaldtöku en sambærileg fyrningar þegar tekj

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli